Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						14
ÍíÉSBÓ£  MCRQUNBLASSÍtfS
þrekmaður beitir sjer óvægilega,
getur svo farið, að liann verði of-
jarl þeirra, sem honum eru nær-
staddir, eða því um líkur þeirra
meðal, sem það trje í skógi, sem
vex hinum trjánum ýtik höfuð,
svo að Jággróður og ungviði lendi í
skugga eða híljóti forsæluhlutskifti.
Það er fýsilegt til frásagnar, að
eitt trje verði með yfirburðum. En
þó má það ekki sitja yfir liluta
hinna trjánna, nje kæfa þau í
myrkri.
Kjarkur imanns má ekki ná þeim
ofvexti, að hann beiti sjer á kostn-
að annara eðlishátta, er manndómi
henta eða eru dýrmætir sálu manns
eða stundlegri heill. Harðjaxlaðnr
þrekmaður, sein Iætur sjer vaxa
neglur fyrir góm, getur orðið varg-
ur í vjeum, þar sem friðheilagt
skyldi Wl, Hann er til þess bú-
inn að troða undir fótum fögur og
viðkvæm blóm, sem vaxa í vegi
hans eða með fram götu hans. —
Hann er vís til að vekja hatur og
úlfúð kringum sig. Og liann getur
orðið mölur í annara eigum, án
þess að lögin nái til hans, eða rjett-
arfar gangi yfir hann. Af hans
andgufu geta myndast ský, sem
byrgja fyrir »61. Því sterkari sem
hann er, því meira tjóni er viðbúið
að hann valdi. —
Segja má með saiini, að þrekið
sje uppistaða í vef sálar vorrar, su
uppistaða er erfið, en ívafið er þá
sú viðbót, sem einstaklingurinn
leggur til frá sjálfum sjer og kem-
ur fram í meðferð þreks eða
kjarks. Innri maðurinn má ekki
verða þræll kjarksins, heidtir frels-
ingi hans eða þjónn.
Jeg drap á það, að maðurinn
yxi við að fást við •mikils háttar
eða gott viðfangsefni. Sú fullyrð-
ing styðst við frásögn, sem nýlega
var birt í blaði um Edison upp-
finningamanninn mikla, sem er ný-
lega fallinn frá og fjölkunnugastur
hefir verið í raf'magnsfræðum alira
manna. Hann mælti á þá leið, að
afburðamaðurinn (geníið) væri að
tveim hundruðnstu arfþegi ham-
ingjunnar. En að níutíu pg átta
hundmðustu hlutum, væri hann
vaxinn af sjálfsdáðum með því
móti, að hann þroskaðist sífelt við
það að neyta krafta sinna af ítr-
asta megni. leggja sig í líma og
vanda sig svo sem framast er unt.
Þegar þannig er starfað og
breytt,. er huganum einbeitt og
vöðvakrafturinn notaður í samræmi
\ið mátt hugans. Þarna lítur þrek-
jnaiin, s-em er þrautseigur — hvort
tveggja á framúrskarandi hátt, til
dásamlegrar fyrirmyndar öldmn og
óbornum.
Maðurinn verður að byggja upp
skapgerð sína, til þess að hann
verði þrekmaður. Húsagerðarmeist-
ari sjer fyrir sjer húsið, sem hann
ætlar að byggja það eftir áætlun
eða fyrirmynd. Skapgerðarli&tin
er áþekk búsagerðarlist og þó mik-
ilvægari. Þrekmaður er í raun
rjettri mikilmenni, þó að í þröng-
um verkahring starfi. Húsbóndi og
húsfreyja, þó að fátæk sje, geta
talist þrekmenni og þá um leið
mikilmenni, ef þau standa æðru-
laus í stríðinu og „bera höfuðið
hátt í heiðurs fátækt". Og þeir sem
eru á einhvem hátt brautryðjend
ur, eru þrekmenni ef þeir eru góð-
gerðamenn alþjóðar. Að öðrum
kosti em þeir illmenni og „grípa
þá gjald sitt í eldi", eins og Bólu-
Hjálmar orðar það.
Stephan G. Stephanson segir
einhvers staðar, að það sje mikils-
vert hverjum manni að kunna þá
list.
„að lepja tvpp mola af lífsins stig,
og láta' ekki baslið smækka sig".
Þarna er þrekmanni lýst, sem
hefir ástundun til að bera, eða
neytir hennar sjálfum sjer til vaxt-
ar og öðmm til hagræðis.
Jeg mintist á það að þrekmaður
þyrfti að vera þrautseigur, þ. e. a.
s. þolgóður í þrautinni. Alt líf er
að sumu leyti þraut eða þjáning.
Þetta má oi-ða öðm vísi og segja
að þjáning sje skilyrði þess, að
verðmæti og dýrmæti fáist, T. d.
a. t. setur náttúran líf í veð, þegar
líf á að fæðast. Þarna er þraut-
seigju ]>örf og brýn nauðsyn
hennar. Þau lög verða eigi brotin
og þeim er alls ekki unt að breyta.
Þegar nú um þjóð vora er að
ræða, og einstaklinga hennai', verð
ur ekki vjefengt. að Islands börn-
um er jafnmikil þörf á að vera
þrautseig, sem þeim er nauðsyn-
legt að vera þrekrík. Það að vera
þrautseigur, táknar að vera út-
haldsgóður  í  andstreymi,   vera
gæddur þolrifjum, vera fastur á
fótum, eiga brekkumegin: vera
brattgengur.
Þegar um það er að tefla, að
bjargast í landinu sem vjer búum
í, verður að gæta þess og geta um
það, rifja það upp fyrir sjer og
öðrum, að þjóð vor og einstakling-
ar liennar, faafa lengstum lifað í
varna<raðstöðiv. Og nú er híin þann-
ig stödd, að varla er um annað að
gera en verjast falli. Það er að
vísu satt, að bóndi verður að
diýgja dáð um sláttinn, og sjó-
maðurinn BÍýtor að heyja sóknar-
baráttuna á vertíðinni, ef þeir eiga
að bera úr býtum meira en hálfan
hlut. Þá er þörf á miklu þreki, á
báðar síður. En oftast lifum vjer í
vamaraðstöðu. Og böm landsins
eða ]jjóðarinnar hefa lengstum síð-
an á landnáinstíð bjargað sjer
gegnuni áföll aldanna með því að
beita þrautseigju í vamai-aðstöðu.
Grípa verður til þeirrar aðferðar
enn sem fyrri, þegar í nauðirnar
rekur.
Barátta blasir nú við á báða
bóga. Og þá dettur mjer í hug her-
kæn&ka og hershöfðingjar. Simium
þeirra er sú list lagiu að sækja
fram í sókn og vinna sigra. Öðr-
um er sú kænska tiltæk, að bjarga
her á flótta, eða leifum liers á
undanhaldi. Hersoddviti þarf að
kunna báðar þessar íistir, ef vel á
að fara úr hÖndlim hans. herstióm-
in. Og forsprakkar þjóða þurfa að
vera færir um sókn og vöm, eftir
því sem við horfir. — Þegar enski
hershöfðingínn barðist við Napole-
on við Waterloo, var hann í yam-
araðstöðtt. Hann var fáorður, en
ákveðinn og hann stóð af sjer stór-
skotahríðina með þessari skipun
til  hermanna  sinna.
„Þokið yður saman".
Mundum vjer nú geta gert ann-
að betra en það, eða happasælla!
Bretar höguðu sjer á þenna hátt á
s.l. hausti — þeir þokuðu sjer sam-
an, þegar flokkar andstæðinga
gengu í eina skjaldborg til að
veita mótstöðu kreppunni sem
vofði yfir eða steðjaði að þjóðinni.
Þetta háttemi minnir á vísu í Ulf-
arsrímum, sem segir frá mönnum,
¦er hörðust við ofurefli:
„Bökum snúa saman sín,
svo með prýði vörðust".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20