Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
15
Nú erum vjer íslendingar ný-
stignir yfir þröskuld áramóta. Árið
sem fer í hönd, hlýtur að verða á
þá lund, að þörf er á og jafnvel lífs
nauðsyn, að hver og einn verjist í
sínu rúmi með þreki og þraut-
seigju. Þeir sem búa á víð og dreif.
En hinir skyldu snúa saman bök-
um, þeir sem eru í þjettbýli. Nú
skiftir litlu máli að líta um öxl,
nema þá til þess að læra af reynsl-
unni. Hitt er meira vert að horfast
í augu við niorgundaginn og þá
hættu eða þann ugg, sem liaun
ber í skauti sinu. Það er viðbúið.
að hver einstaklingur verði að
herða sig, því líkt sem landneniinn
í sögu Hamsuns: .Markens GrÖde'.
Hann var einfeldningur að gáfna-
fari. En gæddur miklu þreki, og
þrautseigur að sama skapi. Sú sögu
lietja kom á óvart sumum lesend-
um Hamsuns, vegna þess, að hann
teflir fram sagnafólki sínu þannig,
oftast nær, að húskarlar skáldsins
geta í hvorugan fótinn stigið. Þeir
eru í sífeldum eltingaleik við ham-
ingjuua, þannig að hún er á undan
þeim að mestu leyti. Þar hillir
hana. En ekkj dregur saman með
henni og þeim, sem elta gæfima.
Herslumuninn vantar — þreki og
þrautseigju maunanna er svo ábóta
vant, þegar á reynir. Steþhan G.
Stephanson orðar þetta þannig í
kvæði:
,,Vjer vitum, hvað seinna vor bíður,
er gæfuna höfum vjer æíilangt elt,
sem undan í flæmingi ríður".
Þeirra manna bíður sigraðra
manna hlutskifti, að sætta sig við
náttból í hálmi.
„Þrátt fyrir alt og þrátt fyrir
alt, þrevtu, strit og baslið alt"
— stígum vjer inn í æfintýra-álfu,
sem flytjum búferlum úr gamlárs-
tíð. inn í nýjársveröld.
Þó að jeg vegsami þrautseig.j-
una, veit jeg vel, að hún má ekki
lenda í lággengi, eða gengileysi.
Mier dettur dæmi í hug úr svo
kölluðum kerlingabókum: Konung-
Ur misti drotningu sína ágæta, og
undi sjer eigi í ekkilssætinu: svo
nærri honum svarf treginn. að
hann gáði hvorki ríkisstjórnar nje
hirðsiða. Þá skarst ráðgjafi hans í
leikinn og gerði skip úr landi til að
leita konungi kvonfangs. Skips-
höfnin lenti í hafvillum, en þó náði
hún landi um síðir. Skipverjar
stigu á land og gengu upp á það.
Þeir hittu fyrir sjer skóglendi og
gengu inn í mörkina. Þeir heyrðu
fí'gran söng og gengu á hljóðið,
komu að rjóðri einu og sáu þar
konu forkunnar fagra, er sat á
gulltóli og kembdi hár sitt með
gullkambi. Þeir kvöddu hana virðu
lega og báru upp fyrir henni bón-
orð fyrir hönd konungsins. Hún
tók því dræmt,'en Ijet þó til leið-
Mt. Þegar heim kom í konungsríki,
var brúðkaupsöl drukkið. Það gekk
ems og í sögu. Konungurinn lagði
ofurást á þessa aðkomnu, innfluttu
drotningu. En hún varð æði um-
fangsmikil bak við tjöldin, á þann
hátt, að hún át hirðmennina, heilan
mann í máltíð. Ráðgjafi konungs
sá af visku sinni, að þessi kona
var flagð undir fögru skinni og
ruddi henni úr vegi. Hann hafði
okki þá þrautseigju til að bera,
sem getur hummað fram af sjer
hverja ósvinnu. Þrautseigja á að
snúast upp í heilaga reiði, þegar
nauðsyn krefur. Þessi drotning get
ur táknað aðfhitta óhófsvenju, sem
gleypir hvern einstakling af öðrum.
Við skulum nú renna hugskots-
sjónum aftur til gamals æfintýrs er
st'gir frá konungi sem ríkti með
drotningu sinni og áttu þau eina
dóttur bama. Karl og kerhng
bjuggu í Garðshorni, þ. e. a. s. koti
nærri konungsríkinu, og áttu þau
s(.n frumvaxta. DóttÍT konungs-
hjónanna hvarf einhverju sinni og
varð ekki fundin, þó að leitað væri
af fjölmenni víðsvegar. Þegar ör-
vænt þótti um endurheimt meyjar.
innar, Ijet konungurínn það boð
berast út, að hver sá sem fundið
gæti dóttur sína og heimt hana úr
helju, skyldi hljóta hana að fund-
arlaunum. Ronur karls og kerling-
ai lagði þl af stað meR nesti og
nýja skó. þrekmaður mikill og
þrautseigur. Ekki segir af ferða-
lagi hans. fyr en hann keniur að
tiöllastöðvum, þar sem f.iall var
fyrir og hellir i hömnim fjallsins.
Þar gekk hann inn og úr hellinum
i aflielli. Þar fann hann konungs-
dóttur harðlega haldna. sitjandi á
stól, með hendur bundnar á bak
aftur, hárið reyrt við stólbrúðirnar
og var hún með krásadisk í kelt-
unni. Hún var orðin mögnr og föl
ai' harðrjetti og illri aðbúð og ör-
væntingu.
Karlssonurinn frelsaði meyna \w
tröllahöndum með snarræði og þó
einkanlega með þrekj og þraut-
seigju, sem hann hafði til brunns
að bera. Þessi ung'lingur vissi hvað
hann vildi. Hugsjón hans var þessi,
að vinna td konungsdóttur. A hon-
um sannaðist ]>að. sem Þ. E. kveð-
ur:
„Þá  lengdist brúðargangan
um löndin þau hin næstu,
um dalinn  endilangan".
—  Þessi konungsdóttir getur
t.''knað þjóð vora — Fjallkonuna.
sem er dóttir norræns anda. Nú er
hún í trölla höndum. Þau tröll eru:
Kre])pan og ill])ýði hennar. Ekki
getur leikið á tveim tungum, að í
kjöltunni er krásadiskur, með kjöti
og fiski — feitu kjöti og ný.ium
fiski og nýmjólk,- sem flóir út af
börmunum. En henni nýtast ekki
krásirnar, af því að tekið hefir ver-
ið fram fyrir hendurnar á henni.
—  Allar vorar bænir felast í
einni bæn, nú um áramótin, þeirri
allsherjarósk, að hver einasti maður
og sjerhver kona. einkanlega ung-
lingar, vaxi dagvöxtum að þreki
og þrautseigju á árinu sem nú er
byrjað, þjóðinni til hjálpar, kon-
unni sem er hömluð, en hefir þó
krásadisk í kjöltunni.
Það er auðsjeð á hinum unga
hljebarða hjer á myndinni, að
hann er fjúkandi reiður. Og til-
efnið var ekki annað en það að
myndasmiður kom til þess að taka
mynd af honum þar sem hann er
í búri í dýragarði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20