Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1932, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 Huar fól Egill silfur Hðalsteins konungs? Þau munu liafa kornið me.st inanngjiild fyrir ísleiHling. er Að- alsteinn Eng’akonungur galt föður og frændum Þórólfs Skaliagríins- sonar, kistur tvær fullar af silfri. Til marks um það, hvað kistur þessar liafa stórar verið, segir sagan að tveir menn hafi borið hvora inn í liöli Aðalsteins, ]>á er liann afhenti Agli fjeð’. Eins og kunnugt er, kom fje ]>etta enguin að notum. Egill kast- aði sinni eign á það, og galt livorki f'öður sínum nje frændum neitt ]>ar af. Og seinast, þá er hann fekk ]>ví eigi ráðið að sá silfrinu á Alþingi til þess að reyna að koma öl'lum þingheimi í bardaga, fól liann silfrið og hefir það aldrei .fundist s>ðan. Egill átti ]>á heima á Mosfelli í Mosfellssveit og var blindur orð- inn. í siigu hans segir svo um l>að er hann fól f jeð: Þat var eitt kveld, þá er menn bjugg- ust til rekkna á Mosfelii, at Egiil kall- aði til sin þræla tvá, er Grimur átti. Hann bað þá taka sér hest — »vil ek fara til laugar«. Ok er Egill var búinn, gekk hann út, og hafði með sér silfr- kistur sínar; hann steig á hest. Fór siðan ofan eftir túninu fyrir brekku þá, er þar verðr, er menn sá siðast. Enn um morguninn, er menri risu upp, þá sá þeir, at Egill hvarflRði á holtinu fyrir austan garð og leiddi eftir sér hestinn. Fara þeir þá til hans ok fluttu hann heim. En hvárki kom aftr síðan þrælarnir né kisturnar, ok eru þar margar gátur á, hvar Egill hafi fólgit fé si't. Fyrir austan garð at Mosfelli gengr gil ofan úr fjalli. Enn þat hefír hefir orðið þar til merkja, at i bráða- þeyum er þar vatnfall mikit. Enn eftir þat er vötnin hafa fram fallit, hafa fundizt í gilinu enskir penningar. Geta sumir menn þess at Egill muni þarféit hafa fólgit. Fyrir neðán tún at Mos- felli eru fen stór og furðuliga djúp. Hafa þat margir fyrir satt, at Egill muni þar hafa kastat í fé sínu. Fyrir sunnan ána eru laugar ok þar skamt frá jarð- holur stórar, ok geta þess sumir, at Egill muni þar hafa fólgit fé sitt, því at þangat er oftliga sénir haugaeldar. Egill sagði, at hann hefði drepit þræla Gríms, ok svá þat, at hann hefði fé sitt fólgit, enn þat sagði hann engum manni, hvar hann hafði fólgit. Hjer eru þrjár tilgátur um það livar silfrið sje niður komið. Tvær hinar síðari tilgáturnar virðast l>ó tæplega geta lcomið ti'l greina. Er ólíklegt. að Egill hafi fólgið fjeð á þeim stöðum, er blasa við frá bænum að Mosfelli, svo sem er bæði um fenin og hverina. Það mun líka fremur hafa verið venja að grafa fje. lieldur en að siikkva ]>ví í fen eða hveri*). En venju l>á, að grafa fje, má rekja til laga- setningar Oðins, er sagði ,,at með þvílíkum auðæfum skyldi hverr koma til Valhailar, sem hann hafði á bá 1; þess skyldi hann og njóta', er hann sjálfur hafði í jörð graf- it.“ Þótt Egill væri primsigndur, mun nokkuð af fornum átrúnaði liafa loðað í honum, og eins senni- legt, að hann liafi trúað því, að hann mundi fjárins njóta eftir dauðann, ef hann græfi það í .jörð, eins og hitt, að hann hafi fólgið ]>að af illkvitni, vegna þess að liann liafi ekki unt öðrum að njóta þess. Ekki var honum svo sárt um það. hvað af fjenu yrði, er liann ætlaði að fleygja því fyrir almenning á Þingvöllum. En um átrúnað Egils má benda á, að það var löngu eftir að hann ljet primsignast, að liann reisti Eiríki *) Þó er sagt uin Geirmund helj- arskinn, að hann hafi siikt fje sínu í keldu. konungi blóðöx og Gunnliildi níð og skoraði á goð og landvætti að reka þau frá löndum. Svo var röm í honum forneskjan, og má af því ráða að hann hafi trúað því að liann mundi njóta silfursine dauð- ur, ef hann græfi það í jörð. Til- gátan um, að hann hafi fólgið það í gilinu ,,fyrir austan garð at, Mos- felli“, er ]>ví ekki ósennileg, og stvðst hún auk þess við það, sem sagt er um ensku peningana, er þar liafa fundist.*) Hjer getur varla verið nema um eitt gil að ræða. Er það nú kallað Kýrgil eða Kúagil. Það er spöl- korn fyrir austan garð á Mosfelli og nær alveg upp í háfjall. Er það víða djúpt og grýtt og í því katlar eða skorningar, þar sem auðvelt mundi hafa verið að fela kisturnar og bera á þær grjót svo ekki sæist nein verksuinmerki, því að lækjarsitra rennur eftir gilinu *) Að fela fje í fjöllum, giljuin, eða undir fossum hefir ekki verið óvenjulegt. Má þar til nefna þrjú dæmi: Valsfje sótti Gull-Þórir í gljúfur undir fossi, Ketilbjörn hinn gamli á Mosfelli í Gríinsnesi ók silfur sitt „upp á fjallit á tveimur iixnum, og Haki, þræll háns, ok Bót, ambátt hans; þau fálu féit svá at eigi finst. Síðan drap hann Haka í Hakaskarði, enn Bót í Bót- arskarði“. (Svipar þessari sögu all mjög til sögunnar um Egil, og það ]>ó inest að hvor tveggja sagan gerist á Mosfelli). Hermundur á Gilsbakka fól fé sitt þar í gilinu og gerði það svo vandlega, að hann gat ekki fuiidið það sjálfur. Kýrgil eða, Kúagil í Mosfelli. Fól Egill silfrið á þessum stað?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.