Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1933, Blaðsíða 1
5. tölublað. oröitíiMaiÖsíms Sunnudaginn 5. febrúar 1933. VHI. árfUfor. U«*U»rrf«-Lmi4j* k f. Ejnar Munksgaard og útgáfustarfsemi hans. Corpus codicum Islandicorum medii ævi IV. Codex Frisianus, With an Introduction by Halldór Her- mannsson, Copenhagen, 1932. Fyrir rúmum. 15 árum kom ungur maður tilKaupmannahafnar að leita sjer fjár og frama. Hann var vinfár og fjelítill, en hafði alt frá æsku vitað, hvað hann vildi, og aflað sjer óvenjulegrar þekkingar á starfi sínu. Ejnar Munksgaard er jóskur að ætt, fæddur í Vjebjörgum 1890. Þar byrjaði hann bóksaia,nám sátt, en fór tvítugur að aldri suður í lönd og vann þar í bókaversl- unum í Þýskalandi, Svisslandi og Frakklandi í sjö ár. Þegar til Hafnar kom, gekk hann í fjelag við annan mann, Levin að nafni, og byrjuðu þeir fjelagar í smáum stíl og seldu fyrst einkum gamlar bækur. En það kom brátt í ljós, að Munksgaard var framtakssam- ur og fundvís á nýjar leiðir. Forn- bóksala þeirra fjelaga óx og varð sífelt fjölbreyttari, og áður en langt leið tóku þeir að færast ýmis meiri háttar útgáfufyrirtæki í fang. Nú er svo komið, að Levin & Munksgaard er stærsta vísinda- forlag Norðurlanda og fyrirtæki þeirra eru vel þekt af fræðimönn- um um allan hinn siðaða heim. Vísindatímarit þau, sem þeir gefa út (Acta philologica, psychiatrica, opthalmologica o. s. frv.), hafa áskrifendur í 500 bæjum víðs veg- ar um lönd. Það er ekkert launungarmál, að það er Munksgaard, sem er lífið og sálin í þessari miklu starfsemi. enda hefir hann til þess óvenju- lega hæfileika, bæði að gáifum, lærdómi og skaplyndi. Hann er fjölmentaður og fræðimaður að upplagi, prýðilega ritfær sjálfur og hefir samið og gefið út rit um bókfræði og bókasöfnun í hjá- verkum sínum (m. a. Nodier, Den boggale 1921, með fróðlegum skýr- ingum, og Om Flatöbogen 1930). Og hann er höfðingi í lund, stór- tækur og stórhnga, kaupsýslumað- ur og víkingur í senn. Hann er óvenjulegt ljúfmenni í framgöngu og munu flestir íslendingar, sem átt hafa því láni að fagna að kynnast honum, hafa fengið á hon- um miklar mætur. Spillir það ekki til, að hann er jóskur, því að íslendingar hafa jafnan átt betur skap saman við Jóta en Eydani. Munksgaard veitti því skjótt at- hygli, að góður markaður var fyrir islensk fornrit og gamlar ísienskar bækur víða erlendis. — Enda hefir hann lagt. meiri og meiri áherslu á þessi fræði í bóka- verslun sinni og verið fnnd- Ejnar Munksgaard. vís á fáigætar bækur um ísland og íslensk efni. Hann hefir og kostað ýmis rit um íslenska og norræna fornfræði, sem hjer er ekki rúm til þess að telja. En stærsta fyrir- tæki hans af því tæi eru ljósprent- anir þær eftir íslenskum handrit- um, sem hann hóf 1930 með hinni miklu útgáfu Flateyjarbókar, og hjelt áfram með Codex Wormian- us (Ormsbók Snorra-Eddu), Cod- ex Regius af Grágás, og nú síðast með Codex Frisianus. Þessar út- gáfur hafa allar verið gefnar út án styrktarfjár, nema Flateyjar- bók, og má það kalla þrekvirki, því að þær kosta stórfje. En Munksgaard hefir tekist að fá áskrifendur um víða veröld, jafn- vel austur í Japan, auðvitað mest bókasöfn, svo að fyrirtækið ber sig, þó að forlaginu sje það meir t.il frægðar en hagnaðar.Enn munu þessar útgáfur víðast liggja lítt notaðar, en þær eru rækileg á- minning um að sinna fornbók- mentum rorum og eitt stærsta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.