Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.03.1933, Blaðsíða 1
JWoygíWiT>!blaí>0Ífot0 9. tölublað. Sunnudaginn 5. mars 1933. VIII. árgangur. ln*foklarpi cntamtCjN h f Dr. Helgi Pjeturss: Um aldamótin 2000. I. Fyrir skömmu sagði mag. Þ. Gíslason í útvarpinu, frá skáld- sögu sem er látin gerast nálægt aldamótunum næstu. Miehael Ar- len minnir mig höfundurinn heiti. Virtist mjer sem lýsing sú á fram- tíðinni væri gerólík því sem verða mun. Engin veruleg nýung virtist hjer hafa komið fram. En þetta mun verða injög á annan veg. Og það er hægt að segja alveg með vissu hvað það verður sem í aðal- atriðum setur mark sitt á þá fram- tið. Alheimslíffræðin verður það eða stjörnulíffræðin, og sambandið við íbúa stjarnanna. Þykir mjer tnikils vert, að geta í þessu sam- bandi vitnað í skoðanir manns. er hefir áunnið sjer frægð sem guðfræðingur, rithöfundur og stærðfræðingur, en það er dr. Barnes, biskup í Birmingham, einn aí merkustu mönnum ensku kirkj- unnar. Ekki er ]iað þó af því að jeg þurfi þeirra skoðana á nokkurn hátt við til að auka 'þekkingu mína eða efla sannfæringu mína í þessum efnum, sem mjer þykja þær svo mikils verðar, heldur ann- ars vegna. Mönnum hefir verið svo hætt við nokkrum rangindum gagnvart mjer. Ekki einu sinni jarðfræðirannsóknir mínar hafa fyllilega fengið að njóta sannmæl- is ennþá, og mætti þó ám þeirra heita mvrkur yfir hinum sjerstak- lega íslenska kafla i jarðmyndun landsins, hinni pleistocenu basalt- myndun með millilögum, sem er s.vo afar merkileg, og líkist um það íslendingasögum, að hún á ekki sinn líka í neinu landi öðru, svo að enn sje kunnugt. En marg- ir, sem ekki hika við að telja það sem jeg hefi sagt um lífið á stjörnunum og samband við það, markleysu eina, munu átta sig á því, að það væri ekki svo vitur- legt að hafa að engu skoðanir hins breska kirkjuhöfðingja, sem einn allra biskupanna er meðlimur vísindafjelagsins breska, F. R. R. En eins og jeg gat um í grein í jólablaði Morgunblaðsins síðast, þá telur dr. Barnes líklegt, eða öllu heldur, virðist vera sannfærð- ur um, að mannabygð .sje á öðr- um jarðstjörnum, og að lengra komnir stjörnubúar sjeu að reyna að koma á sambandi við oss lijer á þessari jörð. Mjög er það eftir- tektarvert, að Barnes biskup sagði í ræðu þeirri sem jeg þýddi kafla úr, að verur iúundu vera til á öðrum jarðstjörnum, sem miklu lengra væru komnar í andlegum efnum en mannkyn vorrar jarðar. En það er óhætt að vera viss um, að það er ekki einungis í andlegum efnum, sem sumir stjörnubiiar eru lengra komnir en vjer hjer á jörðu. II. Fm aldamótin 2000 verða liagir mannkynsins orðnir gerbreyttir frá þvi sem nú er. Væri um það langt mál að rita, en jeg mun að sinni aðeins drepa á nokkur sjer- staklega mikilsverð atriði. Fyrst og fremst verður lieilbrigði og far- sæld miklu almennari og meiri en nú gerist, því að mjög miklu betur verður kunnað að færa sjer í nyt það sem miðar til efl- ingar lífsins, hvort sem það er ástin, ljósið, eða fýri og ihni (ozon) loftsins, Ilver maður inun þá eiga þess kost miklu fremur en nú gerist, að ástunda að verða sem fullkomnastur, bæði andlega og líkamlega. Mjög inikil breyting verður orðin á atvinnuvegunum. Enginn maður verður þá að ala aldur sinn við að brjóta berg í þröngum námugöngum og eiga á hættu, eins og svo oft hefir borið við, að verða þar lifandi grafinn og bíða hinn hræðilegasta dauð- daga. Þess verður þá engin þiirf, að farið sje niður í jörðina til að sækja sólskin — því að kol má segja að sje margra miljóna ára gamalt jsólskin i nokkurs konar álögum, sem það leysist úr þegar kolin brenna. Menn munu þá kunna að nota .sólskin samtíð- arinnar. Jarðrækt mun verða stunduð mjög mikið, en með mjög breyttum og nýstárlegum aðferð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.