Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1933, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1933, Blaðsíða 1
ÍTlan’nfelIir uofði yfir r á Islanði fyrir fimtíu drum. Á þessum tlmum, þegar allir barma sjer út af kreppunni og óvœnlegum afkomuhorfum, er rjett að rifja það upp að oft hefir ver blásið. Fyrir 50 árum lá við mannfelli hjer á landi og þött bœndum og búaliði kœmi nokkur hjálp þát var það þó mest þrautseigju þjóðarinnar að þakka, að hún komst fram úr vandrœðunum. Þegar þetta hörmulega tíma- bil er rifjað upp, megum vjer vera þakklátir fyrir það áð timarnir núna skuli ekki Árið 1882 er óefað eitthvert mesta óaldarár, sem dunið hefir yfir ísland, síðan móðuharðindin leið, en þau voru liundrað árum áður. Yeturinn var þó mörgum vetrum betri, en sumarið varð mörgum vetrum líkast. Umhleyp- iugar voru miklir framan af ár- inu og oft stórviðri, en lítið frost og víða á Suðurlandi kom ekki klaki í jörð fyr en eftir páska. í marslok gerði hlýindatíð um land alt. Yar þá hin mesta vor- blíða og hugðu menn sumarið gengið í garð. En á annan í pásk- um (10. apríl) tók að frysta með norðanhríðum, voru þá harðindi eins og á þorra og gekk á því slitalaust fram til 29. apríl. í 10 daga samfleytt var þá svo mikið stórviðri, að hvergi var út kom- andi. Var þá iðulaus grimdarstór- hríð nyrðra, minni hríð á Suður- landi, en veðrið þar öllu meira. Þá fylti alt með hafís fyrir Norð- urlandi og Austurlandi, alt frá Straumnesi að Djúpavogi. Syðra var svo mikið sandrok, einkum í Rangárvallasýslu, að sumar jarðir vera verri en þeir eru. ónýttust, einkum á Landi, Rangár- völlum og Holtum. Vestra voru harðindin mest, því að þar var látlaus stórhríð frá 10. apríl til b. maí. Slotaði þá nokkuð, en 23. maí spiltist aftur og gerði frost- hríðar, sem heldust sums staðar fram til 15. júní. Þá var svo mikil stórhríð 24. maí um alt Norður- land, að kunnugir menn viltust af alfaravegi, og maður varð úti í Iírútafirði. í hríðum þessum var oft mikið frost, 10—15 stig og í fyrstu viku maí fraus skip inni á höfninni í 'Stykkishólmi og varð hestís í kringum það. Syðra voru ckki hríðar, en kuldanæðingar, sem spiltu öllum gróðri, en seinast i júní tók að hlýna þar og varð júlí hlýr en vætusamur. Norðan- lands birti upp vikutíma seinast í júní, en skall svo aftur á með frosthríðum. Var þá svo kalt, að vetrarís var enn á Ólafsfjarðar- vatni 6. júlí. Seinustu dagana í júlí birti upp, en skall yfir aft- ur 4. ágúst og sá þá eigi sól til höfuðdags. Þá birti upp og kom góður tími í viku og rak þá haf- ísinn að lokum frá landinu. Samt heldust hríðarköst og er talið, að 10 sinnum ]hafi orðið alsnjóa nyrðra frá Jónsmessu til rjetta. 12. sept. gerði þriggja daga stói*j Jiríð með 9. st. frosti. Voru þá ár riðnar á ísi í Skagafirði, Dala- sýslu og víðar, en ófært úr Fljót- um inn á Hofsós nema á skíðum. Fenti þá margt fje í afrjettum milli sveita. 23. sept. kom versta hríðin og fenti þá hross í Laxár- dalsfjöllum, milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar. Úr rjettum breyttist til batnaðar og gerði hagfelda hausttíð. Eins og eðlilegt var l<om gróð- ur afar seint um alt land og eklci var kominn sauðgróður nyrðra í fardögum. Ollum skepnum varð að gefa inni til Jónsmessu, þar sem nokkuð var til að gefa. Sums stað- ar kom enginn gróður upp um sumarið, svo sem á útkjálkum í Hrútafirði og í Strandasýslu. Hey- skapur gekk ákaflega illa alls staðar. Nyrðra var hvergi hægt að bera ljá í jörð fyr en seinast í júlí og í 'ágúst, en þá bættist það ofan iái, að einmitt um það leyti fór mislingasótt eins og logi yfir akur um Norðurland. Sláttur byrj að í 15. viku sumars en víðast- hvar voru menn frá verkum vegna veikinda, stundum var ekki hægt að slá fyrir snjó, og ekkert þorn-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.