Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1934, Blaðsíða 5
_______LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 77 Bæjarstaðaskógur. Eftir Hákon / eftirfarandi greiu sýnir Hákon Bjarnason fram á, aó fnlikomin friðun á Bæjurstaðaskúgi fgrir uppblœstri og ágangi búfjár, cr alueg óhjákuœmileg ncuðsyn fgrir islenska skógrækt. Þessi eini ísienski »frumskógur«, seni nú stendur á barmi tortímingar, uerður að uarð- ueitast suo menn geti þar sjeð huernig islenska björkin best geti klætt iandið. Úr Bœjarstaðaskógi á að fást hinn kjarnbesti frœstofn, fyrir skógrœkt uora um ókomnar aldir. 1 fyrrasumar komu þeir ráðu- nautarnir Ásgeir L. Jónsson og Pálmi Einarsson austan úr Skafta- fellssýslum. Höfðu þeir gist að Skaftafelli í Öræfum og farið það- an í Bæjarstaðaskóg, áður en þeir lijeldu lengra. Er þeir komu til Reykjavíkur, vöktu þeir athygli manna á því, að skóginum væri mikil hætta húin af uppblæstri og jarðfoki. Að vísu var ýmsum kunnugt um að skógurinn væri í hættu staddur, en fæstir munu þó hafa gert sjer gt-ein fvrir því, hve eyðileggingin er langt komin. Er þeir skýrðu frá ástandi skóg- arins, var lítið eitt rætt um hann í dagblöðunum, en síðan hefir málið legið í þagnargildi eins og reyndar flest annað, sem lýtur að skógræktarmálum þessa lands. í sumar er leið, fór jeg um Skaftafellssýslur og brá jeg mjer þá í Bæjarstaðaskóg' til þess að skoða skóginn og ástand hans. Það var kvöld eitt í síðari hluta ágústmánaðar, að ferðafjelagi minn og jeg komum að Skaftafelli í Öræfum og háðumst gistingar. En að Skaftafelli þurfa þeir helst að gista, sem fara vilja í skóginn, því að það er næsta bygð við hann og þar búa eigendur hans. Því hefir lengi verið við brugð- ið, hve fagúrt sje víðp í Skafta- Bjarnason. Uppblástur í Bæjarstaðaskógi. en austari takmörk hans eru vart meira en 6 kílómetra frá Skafta- felli. Við austurrönd jökulsins er allhátt fell, er Jökulfell nefnist. Undir Jökulfelli liggur perla ís- lenskra skóga, Bæjarstaðaskógur. Milli Jökulfells og höfða þess, sem Skaftafell stendur á, gengur lang- ur sandorpinn dalur inn í fjöllin. Heitir liann Morsárdalur, og nið- ur í botn hans fellur dálítill skrið- jökulstangi, Morsárjökull. En á iöngu liðnum öldum hefir þessi jökull varla verið til, því að þá var dalur þessi allur gróinn og þar stóð áður blómleg bygð, sem nú eru aurar einir. Morsáin hefir rutt öllum jarðveg'i úr dalnum og gert hann óbyggilegan. Kirkju- staðurinn í dalnum hjet Miðfell, en annar bær þarna var samnefnd- uý Jökulfelli, og lá Bæjarstaða- skógur þá undir hann. Báðár hlíðar Morsárdals eru kjarri og skógi vaxnar. En upp- blásturinn hefir sýnilega áður fyr farið illa með þessar hlíðar, því að g'reinilegt er, að inst í dalnum hefir upphlástur einhverntíma eyðilagt gróðurinn og jarðvegur- inn fokið burt. Uppblásturinn liefir smám saman haldið út dal- ir.n og síðustu leifar g'amla jarð- vegsins er torfa sú, sem Bæjar- staðaskógur stendur á, yst í norð- fellssýslunum. En það mun ekki ofsagt að í Skaftafelli muni vera einna fegurst og einkennilegast landslag á öllu landinu. Jeg ætla mjer ekki þá dul að geta lýst landinu þar í kring svo að í lagi sje, en jeg vil ráða sem flestum að fara þangað austur og kynnast því af eigin sjón. Bæirnir í Skaftafelli standa all- hátt í skógi vaxinni hlíðarbrekku, er hallar niður að Skeiðarársandi. Þessi hlíð eða höfði er eitt af hinum mörgu undirfellum Öræfa- jökuls, og rís hann hár og' tign- arlegur upp yfir bæina. — Af hlaðinu á Skaftafelli blasir allur Skeiðarársandur við sjónum manns, en Skeiðará kemur undan austurrönd skriðjökulsins og rennur þjett við hlíðarræturnar beint fyrir neðan bæina. Er neð- ar dregur, kvíslast hún og breiðir mjög úr sjer, og niðri undir sjó byltir hún sjer yfir sandana svo að tilsýndar virðist sem himinn, jörð og haf, renni þar saman í eitt. Langt í vestri rís hið mikla standberg, Lómagnúpur, hinum megin sandsins. Er engin bygð milli Skaftafells og Núpsstaðar, er lig'gur hinum megin gnúpsins. Skeiðarárjökull lokar útsýninu til norðvesturs þar sem hann hvolfir sjer niður yfir sandinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.