Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						h é k
SffiotgniMáb&m*
21. tölublað.
Sunnudaginn 20. maí 1934.
IX árgangur.
KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON
Dapurlegt ferðalag
Frá 1887 til 1922 bjó sá maður
á Kleppjárnsstöðum í Reykholts-
dal, sem Guðbrandur hjet, Guð-
mundsson Sigmundssonar í Geirs-
hlíð, Þiðrikssonar. Kona Guð-
mundar Sigmundssonar og móð-
ir Guðbrands var Sigríður
Brandsdóttir bónda á Kleppjárns-
reykjum. Guðbrandur var fædd-
ur á Kleppjárnsreykjum um 1860.
Þar bjuggu þá foreldrar hans.
Fngur misti hann föður sinn. Um
fermingaraldur fór hann að Hjarð
arholti í Stafholtstungum til
Teódórs E. Jónassonar sýslum. og'
dvaldi þar nokkur ár. Þaðan
komst hann norður í Skagafjörð
og lærði söðlasmíði á Norður-
landi. Var liann nokkur ár á
Neðra-Ási í Hjaltadal hjá Gís]a
bónda, föður kandidats Astvaldar
S. Gíslasonar.
Guðbrandur fekk þeirrar konu á
Norðurlandi, sem Guðrún hjet,
Jónatansdóttir, ættuð úr Eyja-
firði. Þau byrjuðu búskap á
Kleppjárnsreykjum við lítil, eða
engin efni og áttu við efnileysi að
stríða alla tíð. Hann var leiguliði
þar, móðurbróðir hans, Kristófer
Brandsson, átti þá Kleppjárns-
reyki.. Ljet Guðbrandur son sinn
heita Kristófer, í höfuðið á frænda
sínum. Gaf þá gamli Kristófer
nafna sínum jörðina, því sjálfur
var hann ógiftur og barnlaus*
á >1> vatnsðræfum.
* Það var Kristófer Guðbrands-
son, senf seldi jörðina Kleppjárns-
reyki undir læknisbiistað. Síðan
hefir verið þar læknissetur.
Eins og lengi hefir við geng'ist
með fátæka bændur, var Guð-
brandur í litlum metum í sveit
sinni og var þó margt vel um
hann. Hann var slitviljugur, ráð-
vandur og sívinnandi. Stóð hann
jafnt hvort veður var fært eða
óf ært við túnasljettur haust og vor
og vetra ef þýð var jörð. Með
þessu kappi sljettaði hann næst-
um alt Kleppjárnsreykjatún, sem
var einn kargamói, er hann byrj-
aði þar búskap. Hvorki var hann
verksjeður nje hagsýnn og fyrir
það tvöfaldaðist oft hans mikla
strit.
Það heyrði jeg sag't um Guð-
brand, að þrátt fyrir hans mikla
vinnukapp, væri það einn virk-
an dag í árinu, sem hann tók
sjer aldrei verk í hönd, en bjó sig
upp á sem á stórhátíðum og helt
kyrru fyrir. Þetta var á fimtu-
daginn fyrstan í jólaföstu. Fæstir
vissu hverju þetta sætti, en þeir,
sem best vissu, heldu hann hefði
þann dag bjargast úr einhverjum
nauðum. Ef svo hefði verið, sýnd-
ist mjer þessi þakklætisvottur um
lífgjöfina vera vel við eigandi. Til
þess að vita hið sanna í þessu
máli leitaði jeg til Guðbrands með
upplýsingar. Sagði hann mjer þá
eftirfarandi ferðasögu. Var það
síðasta árið, sem hann lifði, og voru
þá 40 ár liðin frá því sag'an gerð-
ist. Má búast við að bæjanöfn, eða
dagleiðir hafi eitthvað skolast til
í  minni  hans.  Allir  aðalþættir
sögunnar eru bókstaflega sannir.
Saga Guðbrands.
Saga Guðbrands er á þessa leið
eins og hann sagði mjer hanai
Það var vorið 1883 að jeg fór
frá Neðra-Ási í Hjaltadal og aUst-
ur á Mjóafjörð. Þar rjeðist jeg til
Konráðs bónda Hjálmarssonar á
Brekku. Þar var jeg í þrjú miss-
iri við góða líðan. Samt fór mig
að langa til þess að leita aftur til
Skagafjarðar. Rjeði jeg af að
leg'gja xipp fótgangandi síðustu
daga nóv. 1884. I fylgd með mjer
rjeðist unglingsmaður, Sigurður
að nafni, Einarsson af Akranesi.
Foreldrar Sigurðar voru Einar
Einarsson frá Presthiisum, bróðir
íþróttamannsins, Halldórs á Grund
á Akranesi. Einar d-ruknaði með
allri skipshöfn á beitifjöruferð í
Hvalfjörð vorið 1877, en Halldór
bróðir hans druknaði 1884 í Hoff-
mannsveðrinu. Kona Einars og
móðir Sigurðar var Guðrún Jóns-
dóttir frá ISiorðtungu Þórðarsonar.
Nii leggjum við upp tveir einir.
Gengum við til Seyðisfjarðar á
laugardegi. Þar áttum við von á
tveim Skagfirðingum, sem við ætl-
uðum að fá til samfylgdar, sem
okkur reið mikið á, því hvorug-
ur okkar þekti þá leið sem lá frá
Seyðisfirði til Skagafjarðar. En
þegar til Seyðisfjarðar kom voru
Skagfirðingarnir  farnir  heim  á
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168