Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 35. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						hék
35. tölublað.
Sunnudaginn 26. ágúst 1934.
IX. árgangur.
ínafol(Urpr*nt»mi*j» h.f.
DRANGEY.
EFTIR GUÐNA JÓNSSON, MAGISTER.
Eins og skýrt hefir veriíS frá í MorgunblaSinu þ. 22. þ. m. var aíS tilhlutun blaðsins farin rann-
sóknarför  út  i  Drangey  þ.  18.  ágúst  síðastliSinn.
I neSanritaSri grein skýrir GuSni Jónsson magister frá ferS þessari og arangri hennar, en rekur
um  leið  nokkrar  sögulegar  minningar,  er viS  Drangey  eru  tengdar.
Drangey er hin mesta undra-
smíð frá náttúrunnar hendi.
Hún gnæfir eins og rambyggi-
leg klettaborg eða kastali upp
úr hafinu úti á miðjum Skaga-
firði, sjest víða að, skörp í lín-
unum, traustleg og ábúðarmikil.
Hvaðan sem á hana er litið, rísa
lóðrjettir hamraveggir við loft,
120—140 m. háir, og verða því
geigvænlegri sem nær þeim er
komið. En þegar að eynni kem-
ur, færist líf í hina köldu og
stirðnuðu kletta, alt iðar af sí-
kvikum sjófuglum, sem flögra
fram og aftur um björgin, tylla
sjer á tæpustu nafirnar eða ör-
mjóstu sillurnar, gargandi og
skríkjandi, stinga sjer á kaf eft-
ir síli og öðru æti, sem krökt er
af í sjónum. í smáhvömmum og
tóm í björgunum, þar sem
klettablómin hafa náð táfestu,
er alt kafið í gróðri, stórvöxnu
melgrasi, baldursbrá og tún-
gresi, en uppi á sjálfri eynni er
meira gras en á nokkuru túni,
tekur upp fyrir hnje, þjett og
þroskamikið eða liggur í legum
af ofvexti. 1 sjónum kringum
eyna sveima selir og kópar,
skjóta upp kollinum við og við
og horfa hátignarlegir í kring-
um sig. Þarna er þeirra ríki og
þarna eiga þeir líka oftast frið-
land og nóg til að bíta og
brenna. Öll þau náttúrugæði,
sem Drangey hefir að bjóða
hafa verið nytjuð öldum saman
og eru það enn í dag. Þangað
sækja menn egg og fugl á vor-
in, heyföng á sumrin, en á vetr-
um hafa menn þar sauðfé og
gengur það sjálfala og þrífst
vel. —
Vígi Grettis.
En auk þess, sem nú var talið,
er Drangey merkilegur sögu-
staður, og fyrir það er hún
frægust. Eins og kunnugt er
hafðist Grettir við í Drangey
þrjú síðustu árin, sem hann lifði
og var drepinn þar ásamt 111-
uga bróður sínum. Hefir höf-
undi Grettis sögu tekist svo vel
að lýsa hinum dapurlegu örlög-
um Grettis, síðustu árum hansog
dauða í þessari eyðiey, að í vit-
und manna er Grettir og Drang-
ey svo saman tvinnuð, að naum-'
ast verður annað nefnt án þess
að minst sje hins.
Samkvæmt tímatali Grettis
sögu fór Grettir út í Drangey
haustið 1028. Segir sagan, að
Guðmundur ríki hafi ráðlagt
honum að fara þangað, en það
getur ekki verið rjett, því að
Guðmundur dó árið 1025. Það
hefir því verið Eyjólfur halti,
sonur Guðmundar, sem benti
Gretti á að fara út í eyna. Til
fylgdar með sjer fekk Grettir
Illuga bróður sinn og þrælinn
Glaum, sem þeir bræður hittu á
leiðinni til eyjarinnar. Voru
þeir þar síðan í þrjú ár, þar til
Þorbjörn öngull drap þá með
svikum og fjölkyngi, að því er
sagan segir. Það var seint um
haustið 1031.
í sögunni eru talsvert góðar
lýsingar á eynni, landkostum
þar og lífsskilyrðum. Fyrst og
fremst var eyjan óvenjulega ör-
uggur staður. ,,Hon er svá gott
vígi, at hvergi má komask upp
á hana, nema stigar sje við
látnir. Gætir þú þangat komizk,
þá veit ek eigi þess manns ván,
er þik sæki þangat með vápn-
um eða vélum, ef þú gætir vel
stigans", segir Guðmundur ríki
(eða Eyjólfur sonur hans) við
Gretti. Þegar þeir fjelagar
komu í eyna, „þótti Gretti þar
gott um at litask, því at hon
var grasi vaxin en sjábrött, svá
at hvergi mátti upp komask,
nema þar sem stigarnir váru.
Ok ef upp var dreginn inn efri
stiginn, var þat einskis manns
færleikr at komask upp á eyna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 277
Blašsķša 277
Blašsķša 278
Blašsķša 278
Blašsķša 279
Blašsķša 279
Blašsķša 280
Blašsķša 280
Blašsķša 281
Blašsķša 281
Blašsķša 282
Blašsķša 282
Blašsķša 283
Blašsķša 283
Blašsķša 284
Blašsķša 284