Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1934, Blaðsíða 2
278 uiiSBÓK MORGUKBLAÐSINS Þar var þá ok fuglberg mikit á sumrum. Þar var þá áttatigi sauða í eynni, er bændr áttu. Þat váru mest hrútar ok ær, er þeir ætluðu til skurðar“. Þeir Grettir og fjelagar hans lögðu eign sína á fje þetta og slátr- uðu til matar sjer og entist þeim í tvo vetur. „Gott þótti þeim í eyjunni, því at þar var gott til matar fyrir fugls sakir ok eggja, en til eldiviðar var hneppst (þ. e. erfiðast) at afla. —'Ekki þurftu þeir at starfa út- an at fara í bjarg, þá er þeim líkaði“. Kemur lýsing þessi á landskostum eyjarinnar vel heim við það, sem verið hefir um langan aldur og er enn, og er hún vafalaust eftir kunnugan mann. Skálinn. Eitt fyrsta verk þeirra Grett- Rannsóknarför Einu minjar um Gretti í Drangey, sem hugsanlegt er að finna, er þessi skáli hans. Tófta- leifar nokkurar eru í eynni og hafa sumir haldið, að þar hafi skálinn verið. Rannsókn á þessu hafði aldrei verið gerð fyrr en nú, er við Matthías Þórðarson þjóðminjavörður og Ámi Óla blaðamaður fórum út í Drang- ey í því skyni að finna, hvar skáli Grettis hefði verið, ásamt þremur kunnugum mönnum úr nágrenninu. Það sem ýtti mest undir að fara þessa ferð nú, var hin nýja útgáfa Grettis sögu, sem kemur væntanlega út á næsta ári hjá Fornritaf jelaginu, og mjer hefir verið falið að ann- ast um. En þó er hætt við, að ekki hefði orðið úr ferðinni, ef Morgunblaðið hefði ekki hlaup- ið undir bagga og tekið að sjer að sjá um för okkar að öllu leyti, og má fyrst og fremst þakka það áhuga Valtýs Stef- ánssonar ritstjóra fyrir þessu máli. Skal eg nú skýra frá ferð okkar til eyjarinnar og árangr- inum af henni. Við Matthías komum til Sauð- is, er þeir settust að í Drangey, hefir verið að gera sjer skýli yfir höfuðið, byggja sjer kofa eða skála, eins og kallað er í Grettis sögu. Nokkuð má sjá, hvernig skálinn hefir verið, þar sem sagt er frá drápi Grettis. Þeir Þorbjörn öngull „gengu heim til skálans“, og gengu á dyrnar, þar til „brast sundr hurð- in“. Illugi varði þeim dyrnar, „ok er þeir sá, at þeir gátu ekki at gört, hlupu þeir upp á skálann ok rufu. — Rufu þeir nú um ásendana ok treystu síðan á ás- inn, þar til er hann brast í sundr. — I því hlupu þeir ofan í tóftina“. — Af þessu er auð- sætt, að mæniás hefir verið í skálanum og reft af honum út á veggina beggja vegna. Ekki get- ur skálinn hafa verið stór; til þess hefir skort efnivið. til Drangeyjar. árkróks kl. 10 á laugardags- morguninn 18. ágúst. Var þá veður hið fegursta, sólskin og heiðríkja og sljettur sjór. Kom okkur saman um að nota þetta góða veður og fara þegar út í eyju. Hafði Árni Óla blaðamáð- ur farið á undan okkur til þess að undirbúa ferðina. Til þess að flytja okkur út hafði hann feng- ið Bjarna Sigurðsson á Sauðár- króki, sem hefir haft Drangey á leigu ásamt bróður sínum undanfarin 11 ár og legið þar við á hverju vori síðan og er þaulæfður sigamaður. Þegar við höfðum matast, var lagt af stað og var þá kl. ll1/^- I Hólakoti á Reykjaströnd stönsuðum við í rúman hálftíma. Tók Bjarni þar með sjer tvo menn til fararinn- ar, Sigurð Sveinsson föður sinn og Sigmund bróður sinn. Eru þeir feðgar allir þaulvanir Drangeyjarmenn. Hefir Sigurð- ur verið við sig í eynni á hverju vori í síðastliðin 50 ár, fyrst drengur með föður sínum, en nú seinni árin með sonum sín- um. Staðhættir og örnefni. Vegalengdin frá Sauðár- króki út í Drangey er um 13 sjómílur, en frá Reykjum og út í eyju, vegurinn, sem Grettir synti, er um 4y% sjómíla. Skamt fyrir utan Reyki er höfði einn ekki mikill, sem heitir Reykja- diskur; er þaðan skemst til eyj- arinnar úr landi. Harla fagurt þótti okkur að sigla út Skaga- ijörðinn í sólskininu, með Málm- ey framundan á stjórnborða eins og stafnhátt skip í fjarsica og Þórðarhöfða nokkuru sunn- ar, Höfðastrandarfjöll á hægri hönd, Mælifellshnjúk að baki, Tindastól á vinstri hönd, en Drangey fyrir stafni. Sóttist okkur vel ferðin. Smámsaman fóru klettar eyjarinnar að skýr- ast. Skamt sunnan við eyna er hár og mjór drangur, sem hall- ast í áttina til eyjarinnar og heitir Kerling. Sunnan til að sjá er hún ekki mittismjó, en þegar maður sjer hana að norðan og vestan, verður hún miklu spengi- legri og samsvarar sjer þá vel. Kerlingin er nú búin að vera einstæðingur æði lengi, því að Karlinn hennar, sem stóð fyrir norðan eyna er fallinn í sjó fyr- ir 150 árum, og sáum við að- eins ofan á hann upp úr sjávar- skorpunni af norðurenda eyjar- innar. Sú sögn er um Karl og Kerlingu, að þau hafi verið nátttröll, sem áttu heima í Hegranesi. Bar svo til eitt sinn, að kýr þeirra varð yxna, og fóru þau að leiða hana. Teymdi karl en kerling rak á eftir. Þegar þau voru komin góðan kipp út á Skagafjörð, ljómaði dagur um loft og urðu þau þá að steini, þar sem þau voru komin, en úr kúnni varð eyjan sjálf (J. Á. Isl. þjóðs. I. 210). Suðurendi Drangeyjar heitir Hærings- hlaup, því að þar hljóp Hær- ingur ofan fyrir, svo sem segir í Grettis sögu. Er þar ekki líf- vænlegt ofan að fara. Vestan undir Hæringshlaupi, niður undan Kofabrekku, er undir- lendi nokkurt, kallað Fjaran; þar hafa fuglamenn tjöld sín á vorin. Vestan við hana er Lund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.