Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1934, Blaðsíða 1
40. tölublað. Surinudaginn 30. september 1934 IX. árgangur. í »afoldarpren(.»miðja h.f. Kristinn Daníelsson: Kvenna§kólinn í Reykjavik sextíu ára. Þjóðhátíðarárið 1874, hinn 1. dag októbermánaðar var Kvenna- skólinn í Revkjavík settur af frxi Thoru Melsteð, og endar því í dag sextugasta starfsár sitt, og' verður á morgun settur í 61. sinn. A þessu tímabili hefir skólinn unnið svo mikið starf og þjóðinni svo ómetanlegt gagn, að ekki hæf- ir að láta þessi tímamót fara fram hjá, án þess að vakin sje athygli á þeim opinberlega og getið helstu drátta í stofnunar- og þróunar- sögu hans, þótt það geti ekki orð- ið hjer nema mjög stuttleg'a en ætti að vera gjört á sínum tíma til hlítar. Eins og kunnugt er voru það hjónin, Páll Melsteð latínuskóla- kennari og frú Tliora dóttir Gríms amtmanns Jónssonar, og þó sjer- staklega frúin, sem átti fyrstu upptök að því, að Kvennaskólinn var stofnaður, og hófu baráttu fyr- ir að koma því máli fram, og vörou til þess síðari helft sinnar löngu æfi, og ljetu aldrei hug- fallast, uns sigur var unninn. Þau spöruðu til þess hvorki starf nje fjármuni sína, þótt ekki væru þau auðug', og að síðustu þegar skólinn var kominn á fastan fót, gáfu þau alt, sem þau ljetu eftir sig til styrktar námsmeyjum. Var sá sjóður í fyrstu 20.000 kr, og er nú 24.865 kr, og hefir styrkt náms- meyjar, sem annars mundu marg- ar tæpast hafa getað sótt skólanu. Þegar liann liafði staðið rúman aldarfjórðung, rituðu þau lijónin söguágrip skólans, frá 1874—1906, ;n með því sú ritgjörð mun vera i fárra höndum, skal drepið lijer á fáa aðaldrætti úr því riti. Fyrsti vísir til skólans var eig- inlega sá, að þær systur Thora og’ Agústa Grímsdætur komu árið 1851, fótum undir lítinn stúlkna- skóla. En ekki varð framhald A þeim skóla, með því að systurnar fluttu burtu. En árið 1859 fluttist frú Thora aftur til Reykjavíkur og tók })á þegar á ný að starfa fyrir þessa hugsjón sína, að koma á fót kvennaskóla. Maður hennar studdi hana drengilega, ritaði um málið og sýndi fram á misrjettið milli karla og kvenna, þar sem alment var að senda synina í eiiTa góða skólann, sein til var, latínu- skólann, en dæturnar fóru á mis við alla fræðslu, nema þá sem bestu heimili gátu veitt eða þær aflað sjer á eigin býti. Frúin færði málið í tal við ýmsa málsmetandi menn, en fekk í fyrstu daufar undirtektir um fjársöfnun . Árið 1870 dvaldi hún lengi sum- ars í Kaupmannahöfn og síðan í Páll Melsted. Frú Thora Melsted.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.