Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK  MORGUNBLAÐSINg
843
Víkurkirkja.
Eins og getið hefir verið í Mbl.
var hin nýja kirkja í Vík í Mýr-
<lal vígð síðastl. sunnudag (14. þ.
m.). Var þetta viðburður í kirkju-
málalífi þar eystra og einnig að
ýmsu leyti í kirkjubyggingasögu
þjóðarinnar.
Kirkja þessi er bygð úr steini
og stendur á svonefndu Skeri við
Víkurkauptún, háttgnæfandi á
fögrum stað. Er hún nú fullgerð
og' er meðal veplegustu kirkju-
húsa í hjeruðum utan aðalkaup-
staðanna hjer á landi. Bygging
kirkjunnar hefir staðið yfir í 4
ár (byrjuð 1931) og hefir yfirsmið
ur verið Mattliías Einarsson húsa-
smiður frá Þórisholti. Að öllu er
húsið hið vandaðasta, bæði að ut-
an og innan; rúmast þar í sæti
200 manns að minsta kosti. Kirkj-
an er raflýst og einnig er rafliit-
unartækjum komið fyrir í henni.
Uppkomin kostar kirkjan, með
því öllu, er til hennar heyrir, ekki
minna en 30 þús. kr.
í Vík hefir eigi áður verið
kirkjuhús, og myndaðist hinn nýi
Víkursöfnuður fyrir nokkrum ár-
um, með því að hinn gamli Keyn-
issöfnuður í Mýrdal skiftist í
tvent og varð V'íkurkauptún —
með hinni fornu Höfðabrekku-
sókn, þar sem kirkja lagðist nið-
ur — kirkjusókn fyrir sig. lljá
þessum nýja söfnuði glæddist nú
einstakur áhugi fyrir kirkju-
byggingu á þessum stað, og vildu
margir, að því er segja má, alt
til þess vinna, að hún kæmist upp
sem fyrst og yrði sem reisuleg-
ust. Til kostnaðarins var tekið að
láni alls kr. 10.000 eða þriðjung-
ur aðeius, hinn hlutann, tvo
þriðjunga eða eigi minna en kr.
20.000.00 lögðu einstaklingar
í söfnuðinum til úr sínum vasa,
bæði í peningum og vinnu (sem
gjafir og áheit), og fjelagsskap-
ur á staðnum, svo sem Sparisjóð-
urinn í Vík, Kvenfjelagið og raf-
veitan studdi fyrirtækið að stór-
um mun (jafnvel burtfluttir Mýr-
dælir hafa lagt dálítinn skerf til
kirkjunnar eða muna í hana).
í kirkjuna er komið nýtt orgel,
fengið frá Svíþjóð, og er það hið
vandaðasta. Organistastarfinu þjón
ar nú Sigurjón Kjartansson kaup-
fjelagsstjóri. — Prýðileg ný alt-
aristafla er og tU fengin, máluð
af Brynjólfi Þórðarsyni listmál-
ara.
Áhuginn og fórnfýsin, ágætt og
fágætt samstarf án alls flokka-
dráttar, héfir einkent alt þetta
verk frá byrjun, — og fyrir þær
sakir   hefir  það   haft   farsællegan
enda.
Pyrir framkvæmdum öllum hafa
staðið nokkrir áhugamenn í kaup-
túninu, kjörnir af safnaðarfund-
um, og skipuðu þeir kirkjunefnd,
er svo hjet, sem sje þessir: Gísli
Sveinsson sýslumaður (formaður
nefndarinnar), Einar Erlendsson
bókari hjá Kaupfjel. Skaftfellinga
(sem einnig er oddviti sóknar-
nefndar), Ólafur J. Halldórsson
kaupmaður (sem nú er látinn),
Ólafur Jónsson bókari hjá versl.
Halld. -Jónssonar, allir í Vík, og
Þorst. Einarsson óðalsbóndi á
Höfðabrekku.
AstralíuflugiÖ.
Kirkjan að innan.
James Melrose,
ástralskur flugmaður, sem tekur
þátt í hinu mikla kappflugi frá
Englandi til Melbourne í Ástralíu.
Hann kom nýlega fljiigandi frá
Ástralíu til Englands og var 8\<>
sólarhring á leiðinni og er það
nýtt met. Mollison flugmaður
(sem keppir í Ástralíufluginu á-
samt konu sinni) átti metið áður
í hraðflugi milli Ástralíu og Eng-
lands, en hann var 9 sólarhringa
íi ieiðinni. Myndin hjer að ofan
er tekin af Melrose, þegar hann
kom til flugvallarins Croydon í
Englandi og er varðmaður á flug-
vellinum að óska honum til ham-
ingju með flugafrekið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344