Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLABSINS 843 Víkurkirkja. Eins og getið hefir verið í Mbl. var hin nýja kirkja í Vík í Mýr- dal vígð síðastl. sunnudag (14. þ. m.). Var þetta viðburður í kirkju- inálalífi þar eystra og einnig að ýmsu leyti í kirkjubyggingasögu þjóðarinnar. Kirkja þessi er bygð úr steini og stendur á svonefndu Skeri við Víkurkauptún, háttgnæfandi á fögrum stað. Er hún nú fullgerð og' er meðal veglegustu kirkju- húsa í hjeruðum utan aðalkaup- staðanna hjer á landi. Bygging kirkjunnar hefir staðið yfir í 4 ár (byrjuð 1931) og hefir yfirsmið ur verið Matthías Einarsson húsa- smiður frá Þórisholti. Að öllu er húsið hið vandaðasta, bæði að ut- an og innan; rúmast þar í sæti 200 manns að minsta kosti. Kirkj- an er raflýst og einnig er rafhit- unartækjum komið fyrir í henni. Uppkomin kostar kirkjan, með því öllu, er til hennar heyrir, ekki minna en 30 þús. kr. I Vík hefir eigi áður verið kirkjuhús, og myndaðist hinn nýi Víkursöfnuður fyrir nokkrum ár- um, með því að hinn gamli Keyn- issöfnuður í Mýrdal skiftist í tvent og varð Víkurkauptún — með hinni fornu Höíðabrekku- sókn, þar sem kirkja lagðist nið- ur — kirkjusókn fyrir sig'. Hjá þessum nýja söfnuði glæddist nú einstakur áhugi fyrir kirkju- byggingu á þessum stað, og vildu margir, að því er segja má, alt til þess vinna, að hún kæmist upp sem fyrst og yrði sem reisuleg- ust. Til kostnaðarins var tekið að láni alls kr. 10.000 eða þriðjung- ur aðeins, hinn hlutann, tvo þriðjung'a eða eigi minna en kr. 20.000.00 lögðu einstaklingar í söfnuðinum til úr sínum vasa, bæði í peningum og vinnu (sem gjafir og áheit), og fjelagsskap- ur á staðuum, svo sem Sparisjóð- urinn í Vík, Kvenfjelagið og raf- veitan studdi fyrirtækið að stór- um mun (jafnvel burtfluttir Mýr- dælir hafa lagt dálítinn skerf til kirkjunnar eða muna í hana). í kirkjuna er komið nýtt orgel, fengið frá Svíþjóð, og er það hið vandaðasta. Organistastarfinu þjón ar nii Sigurjón Kjartansson kaup- fjelagsstjóri. — Prýðileg ný alt- aristafla er og til fengin, máluð af Brynjólfi Þórðarsyni listmál- ara. Áhuginn og fórnfýsin, ágætt og fágætt samstarf án alls flokka- dráttar, hefir einkent alt þetta verk frá byrjun, — og fyrir þær Kirkjan að innan. sakir hefir það haft farsællegan enda. Fyrir framkvæmdum öllum liafa staðið nokkrir áhugamenn í kaup- tiininu, kjörnir af safnaðarfund- um, og skipuðu þeir kirkjunefnd, er svo hjet, sem sje þessir: Gísli Sveinsson sýslumaður (formaður nefndarinnar), Einar Erlendsson bókari hjá Kaupfjel. Skaftfellinga (sem einnig er oddviti sóknar- nefndar), Olafur J. Halldórsson kaupmaður (sem nú er látinn), Olafur Jónsson bókari hjá versl. Halld. Jónssonar, allir í Vík, og Þorst. Einarsson óðalsbóndi á Höfðabrekku. AstralíuflugiÖ. James Melrose, ástralskur flugmaður, sem tekur þátt í hinu mikla kappflugi frá Englandi til Melbourne í Ástralíu. Hann kom nýlega fljúgandi frá Ástralíu til Englands og var 8\<> sólarhring á leiðinni og er það nýtt met. Mollison flugmaður (sem keppir í Ástralíufluginu á- samt ltonu sinni) átti metið áður í hraðflugi milli Ástralíu og Eng- lands, en hann var 9 sólarhringa á ieiðinni. Myndin hjér að ofan er tekin af Melrose, þegar hann kom til flugvallarins Croydon í Englandi og er varðmaður á flug- vellinum að óska honum til ham- ingju með flugafrekið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.