Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						bék
$$lorQnnhls*b&inð
15. tölublað.
Sunnudaginn 14. apríl 1935.
X. árgangur.
Ferðamenn á fslandi
fyrir 70 áruiii.
^IIIIlllll!IIH!llllll!ll!l!!lllininilllllllll>lllllllll!lllllillllllllllil!ll!llllllllllllllllllilll!|i!i|í||l!l[l!lll!!!|i!nHlllllllllllllllllllliniini^
/ Jóla-Lesbók Morgunblaðsins í vetur uoru birtir kaflar
úr ferðasögu Californiu-manns, er kom hingað til lands-
ins fyrir 70 árum, J. Ross Browne að nafni. Er ferðasaga
þessi fjörlega skrifuð, og vakti frásógnin eftirtekt.
Hjer birtist annar kafli úr ferðasögu þessari.
51
V-vAÐ eru ekki mörg ár síðan
*¦ að talið var hreint og beint
frægðarverk að ferðast til Is-
lands. Sá ferðalangur, sem hafði
kjark og dug í sjer til þess, að
brjótast í gegn um norðurheims-
þokuna og ferðast eftir áttavita
yfir eilífa jökla og elda, gat hæg-
lega sest í helgan stein að því
loknu og látið sjer nægja þá frægð
sem hann hafði áunnið sjer í aug-
um almennings. Það var' ekkert
smáræði að hafa öslað yfir botn-
laus fljót, brotist yfir kviksj-ndis
mýrar og gróðurlaus hraunfjöll
— það var ekkert smáræði að geta
talað af þekkingu um fornsögurn-
ar íslensku og geta úthstað visku
Brennu-Njáls.
Það er engin furða, þótt það
hafi verið álitið þrekvirki hjerna
á áninum. áður en reglubundnar
ferðir farþegaskipa hófust, að ferð
ast til þessa útkjálka jarðar norð-
ur við pól, sem einangraður er
hálft árið af hafís og lagís, en var
þó einu sinni frægt lýðveldi, og
þar sem enn lifa afkomendur
þeirra manna, sem trúðu á Þór og
Óðinn.  Þá þurfti ekki annað en
skýra stuttlega frá staðreyndum,
til þess að heimurinn legði hlust-
irnar við. Ómentaður maður gat
jafnvel orðið frægur fyrir það eitt
að segja frá því hvað hann hej-rði
og sá á ferðalagi sínu. Honum var
í lófa lagið að iýsa Lögbergi, þar
sem Alþingi hið forna var háð,
þar sem það samþykti lög og kvað
upp dóma. Og það var svo sem
auðvelt að tala af þekkingu um
heiðin goð og víkinga fyrir þann
mann, sem aðeins hafði sem
snöggvast kynst íslensku þjóðinni,
sem enn er gegnsýrð af fornri
ntenningu. Ferðamaðurinn gat sagt
frá hræðilegum eldfjöllum, sem
spúa ösku svo að „björt verður
sól að svartri" og renna glóandi
hraunstraumum yfir frjósamar
lendur. Hann gat sagt frá sjóð-
andi heitu vatni, sem gýs upp úr
jörðunni, og bullandi brennisteins-
hverum. Hann gat sagt frá dunmn
og dynkjum, sem heyrðust þar í
iðrum jarðar — og yfirleitt Öllu
hinu furðulega, sem kemur fj^rir
ferðamann á Islandi. Þar á meðal
gat hann sagt frá draugum og
nátttröllum, sem vaða yfir jðkul-
bungurnar um nætur, en sofa um
daga í hellum. Um þetta síðast-
talda gat hann talað af alvöru og
fjálgleik og verið viss um að allir
gleyptu við því.
En  tímarnir  hafa  breyst  sorg-
lega seinustu árin. Nú er það ekki
meira að ferðast td Islands heldur
en fara í skemtilegt sumarfrí, Nú
getur  hver  ræfill  komist  þangað
með gufuskipunum. Og úr því að
svo  er  komið  að  hefðarfrúr  frá
París geta ferðast norður til Sval-
barða og síðan farið landveg frá
(íape  North  til  Helsingjabotns.
hvaða ástæða er þá ti] þess fyrir
fidlhraustan  mann  að  hreyfa  sig
nokkuð að heiman? Við, ferðalang-
arnir,  sem  þráum  að  kynnast
heiminum   á   sem   auðveklastan
hátt,  þurfum  nú  ekki  annað  en
sitja  makindalega  í  hægindastól
heima hjá okkur, reykja vindil og
láta  kvenfólkið  þeysast  hringinn
í  kring  um  jörðina.  Því  að það
megum við reiða okkur á, að þeim
skýtur  upp  aftur  áður  en  haf-
strambur  hefir  getað  synt  eina
sjómílu, og bera á borð fyrir okk-
ur fult fang af dásamlegri reynslu.
saman]>jappaðri í skemtilega bók.
Alt, sem  vjer  girnumst, er borið
á borð: hafísinn við heimskautið,
bjúgaldin  hitabeltisins,  úlfaldarn-
ir  í  Egyptalandi,  vísundarnir  á
sljettum Ameríku og mannæturn-
ar í Afríku. Vjer getum haldið á
niilli  fingranna  fjöllum,  fljótum,
úthöfum  og  hinum  margbreyttu
mannflokkum. Og þegar vjer skoð-
um  þetta  alt  af  gaumgæfni,  þá
renna allar dásemdir heiinsins upp
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120