Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

165

Hefir það starfað ótrauðlega í

þessi tuttugu ár að því að boða

frið.

Hjer skal ekki skýrt frá öllum

þeim ráðstefnum, sem haldnar

hafa verið, þeim ályktunum, sem

samþyktar hafa verið, nje óllum

þeim áskorunum, sem sendar hafa

hafa verið þeim, er sitja við völd-

in  í heiminum.

Það, sem mest ber á í starfinu

er það sem gert hefir verið til þess

að hjálpa herföngum. Eitt dæmi

um það er hvernig hjálpað var

herteknum mönnum í Síbéríu og

Turkestan. Árið 1919 kom til Sví-

þjóðar ein kona úr austurrísku

deildinni og skoraðí á sænsku

deildina að gera eitthvað fyrir

þær 200 þúsundir austurrískra

og þýskra fanga, sem voru við

dauðan í Síberíu. Sænska deildin

kaus þá nefnd og á skömmum

tíma safnaði hún rúmlega 2 mil-

jónum króna. Meðal þeirra sem

studdu þetta starf best, má nefna

Söderblom erkibiskup, Selmu

Lagerlöf og Elsa Brándström. —

Undir vernd Rauðakrossins og

með samstarfi hans og Friðþjófs

Nansens, tókst að senda hvern

skipsfarminn á eftir öðrum af

fatnaði, matvælum, læknis-lyfjum

og bókum td fanganna. Og Rauði-

krossinn og Friðþjófur Nansen

eiga heiðurinn af því, að það tókst

að lokum að koma flestum föngun-

um  heim  til  ættlanda sinna.

Friðarstarf er hvert það starf

siem miðar að því að draga úr

þjóðahatrinu. En að starf friðar-

fjelags kvenna hefir aðallega kom-

ið fram sem hjálparstarfsemi, er

afleiðing af því heiti, sem þær

unnu á Haagfundinum: að láta

þjáningar annara skylda sig til

framtakssemi. Það er til óvirk

friðarást, eigi síður en óvirkur

kristindómur. En friðarstefna

f jelagsins er eins og sannur kristin

dómur og brennandi trú — ög

hinni rjettu trú fylgja altaf fram

kvæmdir.

Það hefir margt misjafnt drifið

á daga þessara 2000 kvenna sem

söfnuðust saman í Haag fyrir 20

árum. Sumar hafa náð frægð og

metorðum, eins og t. d. forseti

fundarins, Jane Addams, sem

sæmd var friðarverðlaunum Nobels

fyrir nokkrum árum. Aðrar hafa

orðið fyrir því að vera gerðar

rækar úr föðurlandi sínu fyrir

friðarstarf  sitt.

Á tuttugu ára afmæli fyrsta

friðarþings kvenna, er hvorki til-

efni að gleðjast nje vegsama

kvenþjóðina. En þá, sem halda að

starf hennar sje þýðingarlaust,

viljum  við  spyrja:

Mundi heimurinn nú vera far-

sælli eða ófarsælli, ef hinum 2000

fundarkonum í Haag og öllum

þeim aragrúa kvenna, sem eru

þeim sammála, hefði leyfst að hafa

áhrif á heimsviðburðina seinustu

20 árin?

Þótt konurnar hafi gert lítið

fyrir alheimsfriðinn, þá hafa þó

karlmenn gert enn minna. Og ein

af helstu fundarkonunum í Haag

lýsti þessu með heppilegri sam-

líkingu. Hún sagði:

„Þegar hnetur fara að vaxa út

af karlblómunum á hesHrunnun-

um í garði mínum, þá skal jeg

fara að trúa því að heimurinn

geti staðist undir stjórn karl-

manna".

Beda prestur,

1200 ára minning.

í aldarfarsbók þeirri, er Beda

prestur heilagur gerði, er getið

eylands þess, er Týli heitir, og

á bókum er sagt, að liggi sex

dægra sigling í norður frá

Bretlandi; þar sagði hann eigi

koma dag á vetur og eigi nótt

á sumar, þá er dagur er sem

lengstur. Til þess ætla vitrir

menn það haft, að ísland sje

Týli kallað, að það er víða á

landinu er sól skín um nætur,

þá er dagur er sem lengstur,

en það er víða um daga er sól

sjer eigi, þá er nótt er sem

lengst. En Beda prestur andað-

ist 735 árum eftir holdgan

drottins vors, að því er ritað er,

og meir en hundrað ára áður

en ísland bygðist af Norð-

mönnum.

Þannig er upphaf Landnáma-

bókar, og >er þar rjett skýrt

frá, eins og annars staðar í þeirri

Beda

(eftir málverki frá 12. öld).

bók, að Beda prestur dó árið 735.

Dánardægur hans er talið 26. maí

og eru því í dag Hðin 1200 ár

frá andláti hans. Er þess minst á

þann hátt í Englandi, að British

Museum hefir opnað minningar-

sýningu um hann.

Beda er talinn fæddur árið 672.

Gekk hann snemma í klaustrið

Wearmouth, og 8 ára gamall

fluttist hann þaðan í Jarrow, ný-

byggingu klaustursins, og dvald-

ist þar síðan til dauðadags, og

fekst við vísindastörf. Voru læri-

sveinar hans margir og komust

þeir í röð helstu kennimanna á

Englandi. En Beda prestur bjó

alla ævi í ljelegum klefa í klaustr-

inu. Og þar skrifaði hann margar

fróðleiksbækur, svo sem aldar-

farsbók þá, er Landnáma getur

um, og kirkjusögu Englands

(Historia eccelesiastica genti's

Anglorum) sem nær frá dögum

Cæsars. Hefir Beda stuðst við

gömul handrit um söguna í upp-

hafi, en frá árinu 597 er sagan

samin af honum sjálfum og þykir

snildarverk. Hefir hann viðað að

sjer geisimiklum heimildum, eigi

aðeins um kirkjusögu heldur

einnig stjórnmálasögu, og skráð

með frábærri samviskusemi.

Beda préstur var síritandi fram

að dánardægri, og meðan hann

lá banaleguna lauk hann við að

þýða Jóhannesar guðspjall á eng-

ilsaxnesku og ljet rita það eftir

fyrirsögn sinni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 161
Blašsķša 161
Blašsķša 162
Blašsķša 162
Blašsķša 163
Blašsķša 163
Blašsķša 164
Blašsķša 164
Blašsķša 165
Blašsķša 165
Blašsķša 166
Blašsķša 166
Blašsķša 167
Blašsķša 167
Blašsķša 168
Blašsķša 168