Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Mlt
3ftlorQnnblajbsin&
25. tölublað.
Sunnudaginn 23. júní 1935.
X.  árgangur,
irtirMi'íiiltflíl I  t.
Helgaf ell
ágrip — eflir Lúðvík Krislfánsson.
Inst á Snæfellsnesi, norðan-
verðu, teygir sig nes nokkurt í
norður, er Þórsnes heitir. Premst
í Þórsnesi stendur Stykkishólmur,
en nokkru ofar því miðju rís
Helgafell upp úr holtadrögunum,
73 m. hátt. Þegar upp á Helga-
fell er komið virðist það nær spor-
öskjulagað að ofan, en að austan
og norðan er það all þverhnýpt.
Vestanmegin er fellið talsvert á-
valt, en hallast þó mest beint til
suðurs, og stendur þar bærinn og
túnið.
Helgafell hefir verið nokkurs-
konar landvættur Þórsnesþings um
tíu alda skeið, — þögull áhorfandi
hinna helstu atburða á þessum
slóðum.
Þórólfur Mostrarskegg nam alt
Þórsnes. Hann var trúmaður mik-
ill og þótti honum Þór öruggastur
til góðra heita. Mun trúin á Þór
hjer á landi hvergi hafa verið slík
sem í Þórsnesþingi, og benda til
þess ýmsir hlutir, þótt eigi verði
hjer nefndir nema fáir. Allir synir
Þorláks á Eyri eru kendir við Þór,
fjórir af sjö sonum Þorfinns á
Kauðamel, auk þess sem Rauð-
melingar nefna sitt Helgafell
Þórisbjörg. Þórólfur Mostrar-
skegg kennir landnám sitt og son
við Þór og loks má geta þess að
Þuríðar nafnið er mjög algengt
þar í hjeraði. Bn hjer er sagan
Helgafell.  Eftir málverki.
um trii Þórsnesinga eigi sögð nema
hálf, því í raun rjettri mótuðu
þeir sjálfir trú sína á t'lveruna
eftir dauðann, og gérðu Helgafell
að því musteri, „at þangat skyldi
enginn maðr óþveginn líta, ok þar
var svá mikil friðhelgi, at engu
skyldi granda í fjallinu, hvárki
fje nje mönnum, nema sjálft gengi
braut, þat var trú þeirra Þórólfs
frænda at þeir dæi allir í fjallit".
Slík trú, sem hjer birtist var
eigi eins dæmi hjer á landi. Þess
getur víðar að menn dæi í fjöll
eða hóla. Trúin og helgin á Helga-
felli mun að einhverju leyti hafa
þorrið eftir að kristni hafði verið
lögtekin. En eigi að síður var
þjóðtrú íslendinga svo styrk, að
enn í dag eimir eftir af þeim hugs
unum, er tengdu fyrstu íbúa hjer-
aðsins við Helgafell. Flestir, sem
einhver skil kunna á HelgafelU
ganga upp á það í fyrsta sinn, án
þess að líta til vinstri nje
hægri. Með þrjár óskir í brjósti
er lagt á brattann og hvergi stað-
næmst fyr en komið er hæst á
felHð. Þá leggur vegfarandinn
óskir sínar í vald vættanna, sem
byggja felUð, með þeirri von að
látið verði skeika að sköpuðu um
afdrif þeirra. Slíkar og þvílíkar
eru stoðir íslenskrar þjóðtrúar,
að tönn tímans hefir ekki í rúmar
tíu aldir fengið máð burtu með
öllu úr vitund þjóðarinnar þá
trú,  er  Þórólfur  Mostrarskegg
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200