Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						316
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Fögnuður í Grikklandi.
Nóttina næstu á eftir er hátíð
um þvert og endilangt Grikkland,
en þó mest í Aþenu sjálfri. Fólk-
ið syngur og hlær, dansar og
drekkur alla nóttina og langt fram
á morgun. Allar íþróttir sem áttu
að fara fram um kvöldið falla nið-
ur, þjóðdansar eru dansaðir á göt-
um úti, hljómsveitir leika á
stærstu torgunum, blysfarir halda
eftir götunum, flugeldam er skot-
ið og fallbyssuskot dynja.
Sigurvegarinn hverfur.
Á meðan öll gríska þjóðin
heiðrar Spiridon Luis og dásamar
íþróttaafrek hans, hverfur hann
um kvöldið einsamall á brott
svo enginn veit af, hann hverfur
upp í einveru heimkynna sinna,
þar sem fátækir foreldrar og vin-
gjarnlegar geitur bíða hans. Þar
fyrst getur hann notið sín, þar
getur hann glaðst yfir sigri sín-
um — sigri sem gerði nafn hans
frægt um gjörvallan heim.
PANNIG er saga hins gríska
bónda sem jeg mæti í Neue
Kantstrasse. Frægð hans var fall-
in í gleymsku og hann var sjálf-
ur búinn að gleyma sigri sínum,
stærsta sigri sem Grikkir hafa
unnið á Olympíuleikum síðari
tíma. En dag nokkurn fekk hann
brjef heim í sveitina sína. Það var
heimboð frá þýsku stjórninni á
Olympíuleikana í Berlín. Gamli
maðurinn þáði boðið, hann fór í
eimlest til Þýskalands en flaug til
baka. í Berlín var honum tekið
með kostum og kynjum eins og
höfðingja, hann hafði bæði bif-
reið og flugvjel til eiginumráða
og afnota, hann hafði heiðursvörð
og túlk hvert sem hann fór, hann
sat í veislum með þjóðhöfðingjum
og lifði sem konungur.
En mjer er spurn hvort gríska
bóndann hafi ekki langað heim til
bús og barna — heim í einveru
heimkynna  sinna,  ekis  og  hann_
langaði   þangað   forðum,   eftir.'
stærsta  sigur lífs síns.  Og ef til|
vill er það einveran — hin þögula
kyrra einvera — sem hefir mest
gildi fyrir hvern einstakling,  og
sem — ef alls er gætt — eru eft-
issóknarverðustu   auðæfi   mann-
lífsins.    Þorsteinn Jósepsson.
IV bæfarlíffnu:
Benedikt Júhannesson
— ðer af öen store Höö
meö Hammeren maa foruanðle
öen haaröe Sten til Bröð.
leppe Rakjœr.
Benedikt og grjóthrúgurnar hans.
»-^AÐ eru ekki ýk,ia mörg ár
J—" síðan að Skólavarðan gnæfði
yfir Reykjavík, og þaðan var feg-
urst útsjón yfir bæinn og ná-
grennið. Þangað sóttu þá erlendir
ferðamenn til þess að fá fegursta
víðsýn hjeðan, um fjallahringinn
fágra, vestan frá Snæfellsjökli,
um allan fjallgarðinn á Snæfells-
nesi, Kolbeinsstaðafjall, Akrafjall,
Esju, Súlur, Tindaskaga, Hengil,
Vífilfell, Lönguhlíðar, Helgafell,
Gæsafjöll, Keili. Skólavarðan stóð
])á á háholti, og engin bygð um
kring.
Þangað fóru ekki aðeins ferða-
menn og vísindamenn, heldur
einnig konur úr Austurbænum.
Þær gengu þangað upp eftir, yfir
stórgrýtisurð, á fögrum sumar-
dögum, með börn sín og nesti til
jþess að njóta sumarsælunnar.
' Þegar upp að Skólavörðu var
komið, eða upp fyrir hana í holt-
ið, var sest í skjól undir steini að
snæðingi. Dregnar voru upp brauð
sneiðar, annað hvort haft heitt
kaffi með á könnu ellegar hitað
þar i hlóðum milli steina. Og svo
þóttist alt fólkið vera komið
„langt upp í sveit", og naut þar
friðsælu sveitalífsins.
NU er Skólavarðan horfin.
Bygðin þrengdi að henni ár
eftir ár, og nú er Skólavörðuholt-
ið umkringt af húsum. Breitt og
óunnið torg er þó þarna enn og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 313
Blašsķša 313
Blašsķša 314
Blašsķša 314
Blašsķša 315
Blašsķša 315
Blašsķša 316
Blašsķša 316
Blašsķša 317
Blašsķša 317
Blašsķša 318
Blašsķša 318
Blašsķša 319
Blašsķša 319
Blašsķša 320
Blašsķša 320