Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						bék
otQmnhláb&ms
43. tölublað.
Sunnudaginn  25.  október  1936.
XI. árangur.
Frfettaritari Lesbókar í Fœreyjum hefir
sent henni eftirfarandi grein:
RINDADRA
Ævintýraleg og hættuleg veiði,
sem allir vilja taka þátt í.
RINDABOÐ!
Grindaboð!
Köllin kveða við
um alla bygð. Ung-
lingar og börn
lilaupa á milli búsanna og lirópa:
Grindaboð!
Það er eins og skorin sje upp
herór. Karlmeiniirnir, sem eru
að heyvinnu uppi í hlíð, hœtta að
vinna og hlusta.
Grindaboð! Það er komið
grindahlaup imi á fjörðiiin! Allir
fleygja verkfærum sínum, þar
sem þeir standa og hlaupa sem
fætur toga til bygðar. Hestarnir
eru skildir eftir með aktýgjum,
ljáir og orf á víð og dreif. Hund-
arnir ærast og fara um kring
með gelti og ósköpum. Alt er í
uppnámi. Nú má ekki bugsa um
neitt nema grindina.
Heima fyrir er sami asinn á.
Konurnar taka til nesti handa
karlmönnunum í skyndi og þykk-
ar peysur og sjóklæði. Mennirnir
þrífa grindaspjót og skutul nið-
ur af vegg, festa hinn stóra
grindahníf við belti sjer og æða
svo niður til naustanna. Bátum
er  skotið  fram  í  skyndi,  og um
Grindin króuð inni i vik, karlarnir að stinga hana.
leið og þeir fljóta, eru allir
komnir upp í. Þá koma konurnar
með nestisskrínur og hlífðarföt
og fleygja því út í bátana. Smá-
sveinar hlaupa fram og aftur í
fjörunni, hlæjandi og kallandi og
horfa aðdáunaraugum á mennina,
sem eiga að berjast við hvali. En
það er enginn tími til að kveðj-
ast.  Grindin bíður  ekki.
Pyrsti báturinn er kominn á
stað og beygir fyrir nesið. Svo
kemur hver báturinn af öðrum,
allir á  fylstu ferð. Björgin berg-
mála skelli í hreyflunum og svart-
fugl og lundi flýja í dauðans of-
boði.
ORINDIN hefir sjest fyrir ut-
an Suðurvog, og fregnin
um það hefir farið sem eldur í
sinu um  allar nálægar  eyjar.
Vjelbátar með tvo eða þrjá
róðrarbáta í eftirdragi stefna
hvaðanæva til Suðurvogar. Þeir
koma frá Straumey, Kolter, Sand-
ey og Vogey. Það eru næstu eyj-
arnar.  En  það  koma  líka  bátar
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344