Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1936, Blaðsíða 1
43. tölublað. JiHorðMinl)íaí»sÍtT0 Sunnudaginn 25. október 1936. XI. árangur. k.f. Frjettaritari Lesbókar í Færeyjum hefir sent henni eftirfarandi grein: R I NDADRA Ævintýraleg sem allir og hættuleg veiði, vilja taka þátt í. Grindin króuð inni í vík, karlarnir uð stinga hana. RINDABOÐ! Grindaboð! Köllin kveða við um alla bygð. Ung- lingar og börn lilaupa á milli húsanna og hrópa: Grindaboð! Það er eins og skorin sje upp herör. Karlmennirnir, sem eru að heyvinnu uppi í hlíð, hætta að vinna og hlusta. Grindaboð! Það er komið grindahlaup inn á fjörðinn! Allir fleygja verkfærum sínum, þar sem þeir standa og hlaupa sem fætur toga til bygðar. Hestarnir eru skildir eftir með aktýgjum, ljáir og orf á víð og dreif. Hund- arnir ærast og fara um kring með gelti og ósköpum. Alt er í uppnámi. Nú má ekki hugsa um neitt nema grindina. Heima fyrir er sami asinn á. Konurnar taka til nesti handa karlmönnunum í skyndi og þykk- ar peysur og sjóklæði. Mennirnir þrífa grindaspjót og skutul nið- ur af vegg, festa hinn stóra grindahníf við belti sjer og æða svo niður til naustanna. Bátum er skotið fram í skyndi, og um leið og þeir fljóta, eru allir komnir upp í. Þá koma konurnar með nestisskrínur og hlífðarföt og fleygja því út í bátana. Smá- sveinar hlaupa fram og aftur í fjörunni, hlæjandi og kallandi og horfa aðdáunaraugum á mennina, sem eiga að berjast við Jhvali. En það er enginn tími til að kveðj- ast. Grindin bíður ekki. Fyrsti báturinn er kominn á stað og beygir fyrir nesið. Svo kemur hver báturinn af öðrum, allir á fylstu ferð. Björgin berg- mála skelli í hreyflunum og svart- fugl og lundi flýja í dauðans of- boði. ORINDIN hefir sjest fyrir ut- an Suðurvog, og fregnin um það hefir farið sem eldur í sinu um allar nálægar eyjar. Vjelbátar með tvo eða þrjá róðrarháta í eftirdragi stefna hvaðanæva til Suðurvogar. Þeir koma frá Straumey, Kolter, Sand- ey og Vogey. Það eru næstu eyj- arnar. En það koma líka bátar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.