Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 4
28 LESBÓK MORGUNB LAÐSINS Menningin Eftirfarandi kafli er tekinn úr menningar söffu Friedells, „Frá svartadauða til heims- styrjaldarinnar“ og fjallar um menning Mexicobúa, þegar Spánverjar fundu landið og löffðu það undir siff. Þegar Hernando Cortez steig fæti á mexicanska grund árið 1519, hitti hann fvrir sjer menn- ingarþjóð, sem var á mikið hærra stigi en Evrópuþjóðir voru í þá daga. Sem hvítur maður og ka- þólskur, blindaður af trúarofstæki og þjóðernisdrambi, gat hann eigi látið sjer til hugar koma, að mannverur með öðruin hörunds- lit og heimsskoðun gætu staðið honum jafnfætis. Það er sorglegt og um leið af- káralegt hve fullir hleypidóma Spánverjar litu á menningu þessa. Þeir skildu ekki meginþætti henn- ar. Sjálfir voru þeir siðlausasta og menningarsnauðasta þjóð Evrópu. Samt er ekki hægt að neita því, að Cortez var að vissu ievti stór í dráttum. Að vísu var hann „land- vinningamaður“ eins og hinir landar hans, ruddi, sem ljet sjer fátt fyrir brjósti brenna. En hann vantaði ekki hugrekki, stjórn- kænsku og tilfinning fyrir sæmi- legri framgöngu. Blóðþyrstur var hann ei, hafði jafnvel óbeit á hlóðsúthellingum. Hann afnam t. d. mannablót Aztekanna, og er það ef til vill hið einasta verk, sem landvinningamenn Spánverja komu í framkvæmd þar vestra, sem samboðið var menningarþjóð. En förunautar hans og fjelagar voru undantekningarlítið verstu skítmenni, áflogahundar og glæpa- menn, sem voru útskúfaðir frá ættjörð sinni, útlægir Spánverjar, úrhrak þjóðarinnar. Markmið ferðarinnar til Mexico var ekkert annað en að krækja í gull. Enda sagði Cortez við ríkisstjóra þann sem Monte- zuma keisari sendi á hans fund: Spánverjar hafa hjartasjúkdóm þann, sem hest læknast með gulli. Vjer verðum að líta svo á að menning Mexico á þeim tímum hafi verið á svipuðu framþróun- arstigi eins og menning Rómverja á keisaratímunum. Hún var auð- sjáanlega í síðasta þætti, þar sem Spengler nefnir „Civilisation" (borgarmenning), þar sem stór- borgir setja svip sinn á þjóðina, með óhóflegum þægindum, einræð- isstjórn, ásælni til landsyfirráða, stórhýsum, gegndarlausu skrauti, forlagatrú og villimensku í trú- málum. í höfuðborginni Tenoch- titlan, sem bvgð var á staurum úti í fögru stöðuvatni, sáu Spán- verjar voldug hof og minnisvarða, geysimikil vopnabúr, sjúkrahús, hressingarhæli, stóra dýragarða og grasagarða, rakarastofur, gufu- böð, gosbrunna. teppi og málverk með yndislegri fjaðra-„mosaik“, kostulega gullsmíðagripi og upp- hleypt verk úr skjaldplötu, glæsi- legar yfirhafnir úr bómullarefni og leðurpansara, fagurlega út- skorin, loft ilr ilmviði, hitunartæki til matar, ilmvatnsdreifara og hita vatnsleiðslur. Á hina vikulegu sölumarkaði komu menn svo hundruðum þús- unda skifti. Og þar voru boðin til sölu ógrynnin öll af öllum hugs- anlegum dýrindis vörum. Póstgöngur um landið voru í besta lagi. Hraðhlauparar háru á ákveðnum tíma allar frjettir um landið, eftir ágætu vegakerfi. Lög- regla og skattheimta var örugg og nákvæm. Um eldhús ríkis- manna lagði eiminn af hinu fjöl- breyttasta lostæti og dýrindis drykkjarföngúm. Þar var villi- hráð, fiskmeti, vöflur, sultur, fín- ar súpur og gómsætir krydd- rjettir. Þar var líka margt á boðstólum, sem íbúum gamla heimsins hafði verið algerlega ókunnugt um, t. d. kalkúnar og eftirlætis sælgæti Mexieobúa „chokolate“, sem eigi var drykkur, heldur borðað sem „Creme", blandað vanillu og öðru kryddi. Þar var áfengi drykkur- inn „pulque“, sem unninn var úr ,,aloe“ en þá jurt borðuðu Aztek- ar líka sem grænmeti og unnu einnig úr henni sykur. Að ó- gleymdu „yetl“inu, tóbakinu, sem annað livort var reykt í gyltum trjepípum, eða sem vindlar í íögr- um silfur-„munnstykkjum“. Göturnar voru svo hreinar, eftir því sem Spánverjar sögðu, að þar óhreinkuðu menn hvorki hendur nje fætur. Og ráðvendni fólks var hreinasta æfintýri. Öll hús voru opin. Ef einhver yfirgaf heimili sitt um stund, og húsið var mannlaust, lagði hann lítinn reyrstaf á dyramottuna. Varð þetta aldrei til þess að menn færu í húsin til að stela .... Yfirleitt kom það varla fyrir, að dómstólar þyrftu að kveða upp dóma út af þjófnaði eða af brotum gagnvart eignarjetti. Öll skrift var myndaskrift,- sem var mjög fullkomin. Hraðteiknar- ar gátu á ótrúlega skömmum tíma gert grein fyrir hverskonar atburðum. Stærðfræði Azteka hef- ir hlotið að vera á háu stigi, því talnakerfi þeirra hygðist á erfið- um veldareikningi. Fyrsta grunn- tala þeirra var 20, sú næsta 20 í 2. veldi þ. e. 400, sú þriðja 20 í þriðja veldi- þ. e. 8000. Sagt er að Mayafólkið, hafi, án tilstuðlunar Tnda, fundið upp „núllið“, þetta mjög nothæfa en þó flókna hug- tak, sem Evrópumenn seint og síðarmeir lærðu af Aröbum. Sennilega hefir þessi ameríska menning verið þáttur af heims- menning þeirri, sem náði umhverf- is alla jörðina, áður en sögur hóf- ust frá Egyptalandi, um Vestur- Asíu, Indland, Kína, Mið-Ameríku. Og etrúrkiska og ægæiska menn- ingin í Suður-Evrópu, sem litlar sögur fara af, hafa vreið greinar af sama stofni. Tilgáta þessi hefir verið nefnd „Pan-Babylonismi“, og hefir sætt mikilli gagnrýni, en þó viðurkenning jafnframt. Víst er, að menning Azteka var að ýmsu leyti skyld menning Babyloníumanna, það sjest t. d. á tímatali þeirra, myndletri, stjörnudýrkun. Að öðru leyti minna þeir á Egypta, svo sem í stjórnskipun. Konungur af guðs náð með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.