Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 1
14. tölublað. JRtWðtmMaðsiiið Sunnudaginn 10. apríl 1938. XIII. árgangur. UaUéMpfm»má$j» k.e. Islendingar fengu alt sitt járn frá rauðablæstrinum Einn af háskólafyrirlestrum dr. Niels Nielsen, er hann flutti hjer, var um rauðablásturinn og járn- vinslu yfirleitt frá fyrstu tíð og fram til vorra daga. Hann hefir, sem kunnugt er, rannsakað það mál gaumgæfilega, fyrst rauðablásturinn í Danmörku eins og hann var fyrr á öldum, og síðan rannsakað það mál hjer á landi. Eftirfarandi stutta frásögn um þessi efni hefir dr. Niels Nielsen látið Lesbók í tje. Talið er, að þjóðir í vestanverðri Asíu hafi 2000 árum f. Kr. lært að framleiða hreint járn úr járnmálmi. Áður en menn fundu aðferð þessa, hafa menn getað notfært sjer járn, eins og það finst á stöku stað óblandað öðruin efn- um í náttúrunni. Járn þetta hafa menn kaldhamrað og lagað til á þann hátt til þeirra nota, er því var ætlað. Það verður alla tíð hulin gáta, hvernig menn fundu aðferðina til þess að vinna járn. En telja má alveg víst, að fyrsta efnivaran hafi verið mýrarauði, og eldivið- urinn var viðarkol alt fram til 18. aldar. Kunnáttan á járnvinslu hefir komið til Norðurlanda nokkrum öldum fyrir Krists burð og breiðst óðfluga út. Þessi mikilsverði þáttur í verklegri menningu nor- rænna þjóða varð brátt almenn- ingseign um öll Norðurlönd. Járn vinslan varð heimilisiðnaður í hverri sveit, þar sem skilyrði til þess voru fyrir hendi, þar sem til var mýrarauði, og þar sem eldsneytið var fáanlegt. Víðast virðist járnvinsla liafa verið á hverjum bæ. En snemma á tímum hafa þó verið uppi sjer- stakir járngerðarmenn og smiðir, sein höfðu rauðablástur að at- vinnu sinni og járnsmíði. Með ým- iskonar ráðum liertu þeir járnið og framleiddu bitjárn. Þegar jeg hafði rannsakað menjar rauðablásturs í Dan- mörku, sem kunnar eru, og gert athuganir mínar á því máli, fói' jeg að hugleiða, að í fornritum íslendinga er víða talað um rauða blástur og járngerðarmenn. Því var það að jeg tók mjer ferð á á hendur hingað til lands suin- arið 1923. Eór jeg um Vestur- og Norðurland og að nokkru leyti um Suðurland. En næsta ár kom jeg á nokki'a rauðablástursstaði til viðbótar, þó aðalerindi initt til Islands væri annað í það sinn. Á þessum ferðalögum mínum komst jeg að raun um, að alstað- ar þar sem sögur og aðrar forn- ar heimildir segja frá járngerð- armönnum, þar eru sýnilegar menjar eftir þessa iðju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.