Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1938, Blaðsíða 4
108 LESBÓK MORGUN'BLAÐSINS Skemfiferð tií íslands fyrir 325 árum. Frásögn Pólverjans Daniel Slreyc. Við lögðum upp í þessa ferð vora til eyjarinnar Islandia frá liinum fræga þýska stað ,.Brema“, sem er í Xeðra-Saxlandi við ána Weser, fjórtán mílur frá hafinu. Frá stað þessum fóruui við í litlum báti til hinna tveggja stóru skipa. er lágu á sömu á, sex mílur frá staðnum, og sem voru ákveðin í ferð til íslands. Við fórum um borð í annað þeirra. Og er við höfðum gefið okkur guði á vald, og ákallað hans heil- aga nafn, sigldum við, á upp- stigningardag til hafs, og tókum tafarlaust stefnu til Islandia. A þessari ferð átti það fyrir okkur að liggja, að lifa fleiri sorg- lega en gleðilega atburði. Gleði- legt og hughrevstandi var það að vísu, að við, eftir ní>i daga siglingu vorum komnir svo langt, að við frá stefni skips- ins, ekki aðeins evgðum, heldur jafnvel sæmilega greinilega sáum Tslandia (og það enda þótt frá Brima og þangað sjeu hjerumbil 400 mílnr). En gleði þessi var þó á hinn bóginn blandin trega, angist og kvíða. Fvrsta bættan, sem varð á vegi vorum, voru sjó- ræningjar, er komu vfir okkur strax á þriðja degi ferðarinnar, og eltu okkur á sínu stóra skipi, svo við urðum að draga niður efsta seglið á miðmastrinu. til þess að þeir skytu ekki á okkur. Við hjeldum nefnilega fvrst í stað að þetta væru herskip. E.i er þau nálguðust, sáum við, að þetta voru ræningjaskip, en af því urðum við ógurlega hræddir og skelkaðir. svo alt það. er við höfðum með okkur dýrmætast og best, fólum við í skvndi í rúmum okkar. skóm eða bak við planka þá. sem skipið var klætt með að innan. í stuttu máli hvar sem hver og einn hjelt það óhultast. En Tog það var meira en við gátum vonað) Drottinn hjelt þeim frá okkur, svo þeir komu ekki nálægt Ferðasaga þessi og íslands lýsing kom út á pólsku árið 1638, en talið er líklegast, að höfundur hafí komið hingað til lands árið 1613 eða 1614. Höf- uðsmaðurinn, er höfundur kall- ar „forseta“ og haun lutti á Þingvöllum, hefir verið Herluf Daa. — í næstu Lesbók birtist framhald ferðasögunnar, m. a. um heimsókn í Skálholt. okkur. Því þegar þeir sáu, að skip vort var ekki sjerlega girnilegt, vfirgáfu þeir okkur og lijeldu í aðra átt, og stefndu á annað skip, sem líka var á leið til íslandia. og hjeldu því áfram, uns kvölda tók, en náðu því ekki, því það sigldi betur en ræningjaskipið. Onnur ógæfa vor var sjóveikin, sem píndi okkur alla, og það ekki lítið, en sumir vorn sjerlega langt leiddir, en þó einkum kaupmaður- inn, sem við vorum í fvlgd með. •Tafnvel skipstjóranum leið mjög illa. ITann dó fám dögum eftir að við komum til eyjarinnar, en einn af skipverjum hans dó eftir eins dags og tveggja nátta sjúkdóm, svo skvndilega. að við vart gát- um greint, hvort hann var dauð- ur eða lifandi. Hann var við vinnu sína, og var í þann veginn að fara upp í reiðann. þegar hann alt í einu staðnæmdist og hjelt sjer föstum, og var dáinn og stirðn- aður í sama augnabliki. Hann var strax kistulagður, því fjelagar hans vildu að hann fengi heiðarlega útför einhversstaðar uppi á ströndinni. En þetta tókst ekki, því í þenna mund skall of- viðri á móti, með miklum öldu- gangi. Þareð við kærðum okkur ekki um. að stirmurinr, hrekti okkur til baka. beittum við upp í vindinn og urðum að halda því áfram í 4 sólarhringa. , En þareð veðrinu slotaði ekki enn, og ekkert útlit fyrir að við fyrst um sinn gætUm komið Hk- inu í land, settum við kistuna út- byrðis. Enda þótt við sæjum ekki hvort hana rak, áttum við von á því, að áður en 3 tímar væru liðnir myndi hana reka í land einhvers- staðar á ströndinni (við vorum sex mílur Undan landi). En er við vorum komnir kippkorn á burt frá Jieim stað, þar sem við settum kistuna í sjóinii, og höfðum talað um það fram og aftur hvað af henni vrði, hvað sjáum við þá!? Alt í einu kemur hinn framliðni siglandi til okkar í kistu sinni. En á meðan við undruðumst þetta stórlega (kistan flaut nefnilega á móti vindinum!), sneri hún aftur við frá okkur, en þá höfðum við horft á það hvernig öldurnar hvað eftir annað veltu henni við. Áður en kvöld var komið lægði veður- ofsann og við fengum aftur byr. Fostudaginn eftir trínitatis lentum við með Guðs hjálp alt annarsstaðar á Is- landi, í firði einum nálægt ..Helgápelda" (sennilega átt að vera Helgafell). Helgápelda er Htið prestssetur með kirkju, er dregur nafn sitt af fjalli og dal sem er með ágætum grasgróðri. Er sjór var orðinn sljettur og við sáum landið greinilega, voru margir okkar, eins og venja er til, „hænsnáðir", einkum þeir er höfðu ekki áður komið til lands- ins, og gerðu það þeir, sem þar höfðu verið áður. Þessi serimónía fer fram á þenna hátt: Kaðli er brugðið um mitti manna, þeir dregnir á loft og síðan dýpt þrisv- ar í sjóinn, svo þeir fara á bóla- kaf. en er þeir koma upp úr, þá er þeim þvegið um höfuðið úr sjó. Þeir vildu fara eins með okkur, en er við sáum, að þetta var ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.