Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1938, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1938, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 130 þar til steináhöldin fundust. En eftir fund efrikjálkans í vetur varð þó dr. Weidenreich að bæta við, að þegar liann Lefði verið settur á kvenkúpuna, sem haun tilheyrði, minni húu miklu meir á apa en ætlað hafði verið fyr. Það lítur út fyrir, að allir þessir tuttugu og fjórir menn, sem leif- arnar liafa fundist af, liafi veríð mvrtir á sama hátt, sagði sjer- fræðingurinn ennfremur, höfuðin hafa verið skorin frá líkamanum og heilinn tekinn út neðan frá og jetinn lirár eða steiktur yfir eldi. sem Pekingmaðurinn þekti vel. Yfirleitt hefir hann verið mjög ó- siðaður og herskár. Alt bendir til, að hann hafi tekið hellafjallið með valdi af ýmsum villidýrum, sem hafa búið þar á undan honum, því að þar finnast leifar af Felis acutidens, sem var kiittir álíka stór og ljón, björnum, hýenum, sverðtentum tígrisdýrum og öðrum ægilegum rándýrum, sem lifðu á lians dögum, en eru útdauð nú. Og það hefir jafnvel tekist að ákveða, hvað hann hefir lagt sjer til munns. Fæðan hefir meðal ann- ars verið kjöt af hestum, vísund- um og ullhærðum nashyrningum, sem nú eru útdauðir, og það, sem merkilegast er: af steinaldinkjörn- r.m álmtrjesins Oeltis barbouri, sem hafa verið jetnir í stórum stíl, ef dæma má eftir hinum fjöl- mörgu þúsundum hýða, sem liggja brotin á og í hellisgólfunum. Það, að Pekingmaðurinn hefir verið al- æta, liefir vakið alveg sjerstaka athvgli mannfræðinganna. Hellarnir, sem leifar Peking- jijóðarinnar hafa fundist í, eiga sína •ítnu sögu. Beinin þar, sem Kínverjar hafa þekt lengi til og oft álitið vera úr hænsnum, hafa geymst vel, vegna þeirrar hjátrúar jieirra, að beinanna væri gætt af illum öndum, sem ekki væri ráðlegt að raska ró. En vís- indamenn Evrópu grófu hiklauát í „bústaði andanna“, og síðar fylgdu kínverskir fornfræðingar og mannfræðingar dæmi jieirra. Nú er grafið á hverju sumri af atorku í hellagólfin við Chou Kou- Tien, öskumergðin síuð vandlega, en hún liggur í alt að sex metra þykkum lögum inni í hellunum, er sýnir Ijóslega lengt tímans, sem mennirnir notuðu þá fyrir bústaði. Frá hellunum eru svo beinin flutt með járnbraut til Peking, jiar sein þau eru ákveðin og sett upp á safninu. Pekingmaðurinu er líklega ekki elsti maður, sem vísindin hafa fundið leifar af. Heidelbergmað- urinn í Þýskalandi, Piltdownmað- urinn í Englandi, Javamaðurinn á Java eru ef til vill jafn gamlir eða eldri en hann, en fullkomna tímaákvörðun er ekki auðvelt að gera. Þó sagði dr. Stevenson, sem er forstjóri við Rockefellerstofn- unina í Peking og var í fyrir- lestraferð um Norðurlönd í vetur, að nú sje talið örugt austur þar, að Pekingmaðurinn hafi verið uppi fyrir minst einni miljón ára. Betle- hemsmaðurinn, en tinnuáhöld hans fundust fyrir nokkrum árum inn- an um bein af Rhinoceros og dverghestum og öðrum útdauðum dýrum, var uppi á svipuðum tíma, á fyrri hluta tertier eða síðasta, hluta kvarter, á flóðheststíman- um, eins og annað íðorð segir. Enn fleri mannakyn eru kunnug nú jiegar, og mörg eru vafalaust ójiekt enn í lögum hins liðna tíma. Nýir fundir koma í Ijós æ ofan í æ, til dæmis fann dr. von Königs- wald í fyrrasumar við Solo-ána við Trinil á Java nýja hauskúpu af Javamanninum, Pithecantropus erectrs, á svipuðum stað og annar Hollendingur, Dubois, fann fyrstu leifarnar árin 1891 og '92 og vakti með því deilur og óróa víðsvegar um veröldina. Fyrri fundurinn var hvirfill, nokkrar kinntennur og lærbein, en dr. von Königswald fann lieila hauskúpu af barni. Næsta skref þróunarinnar er frummaðurinn, sem þekkist í allmörgum þjóðflokkum, eins og til dæmis Neanderthalmaðurinn, Cro-Mongonmaðurinn, Aurignac- maðurinn o. s. frv. Það voru „raunverulegir menn“, þótt þeir hafi staðið á sjerlega lágu and- legu jiroskastigi, enda hafa þeir hlotið fornafnið Homo, maður, án þess þó að vera nefndir sapiens. hinn viti borni, lieldur hafa þeir orðið að sætta sig við að kallast primigenius, sá með frumeðlinu. Einhver athyglisverðasti fundur- inn af þessum þjóðflokkum hin síðari ár er fundur eins, sem líkt- ist Neanderthalmanninum, á Karmelfjallinu í Gyðingalandi norðanverðu. Hann fanst fyrir jiremur árum síðan af leiðangri frá Kaliforníu, sem var stjórnað af fornfræðingnum McCown. Ilann fann níu beinagrindur í helli í fjallinu, og af þeim voru fjórar næstum heilar, en það er vægast sagt sjaldgæft með svo gömul bein. Sumir halda því fram, að Karmelmaðurinn sje milliliður inilli Neanderthalmannsins og negra nútímans. Það athyglisverð- asta við hann er hin framstand- andi haka á karlmönnunum (en ekki á kvenfólkinu). Slík haka er ekki á Neanderthalmanninum, en á öllum Evrópumönnum nútímans. Annars jiekkist enginn milliliður ennþá milli þeirra síðastnefndu tveggja. A Náttúrugripasafninu í Vínar- borg hafa menn reynt til gamans að búa til styttur af frummönn- unuin og ýmsum milliliðum milli þeirra og nútímafólks. Ein þeirra er af vissum Neanderthalmanni, („öldungnum frá La Chapelle aux Saints“) tegund, sem líkist engum kynflokki nútímans. Gullöld Ne- anderthalþjóðarinnar var á síðari hluta ísaldarinnar fj-rir hjerumbil 50.000 árum, en hún var algjör- lega horfin við lok ísaldarinnar. Þá fai'a að finnast leifar af Homo sapiens í sömu hlutum Evrópu. Neanderthalmaðurinn lítur út fyr- ir að hafa verið mesta dauðýfli á að líta, hann drattaðist um skóg- ana með hangandi höfuð og bogið bak og minti helst á Ástralíu- negrif, að því er sumir ætla. Önn- ur mynd þar er af Rhódesíumann- inum, sem lifði í Rhódesíu í Suð- ur-Afríku, eins og nafnið bendir til. Hann minnir helst á Búsk- menn í Kalaharieyðimörkinni. Þriðja styttan er af Aurignae- manninum, og sú fjórða af Cro- Magnon-manninum, sem báðir til- heyra yngri tímum og lifðu fyrir 50.000 til 10.000 árum síðan. Það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.