Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						132
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
OLYMPIULEIKARNIR
ÞJÓÐHÁTÍÐ GRIKKJA
Líkamsuppeldi hinnar fátæku gáfuþjóðar.
Arið 753 f. Kr., þegar Róma-
borg er grundvölluð, er
talið 4. ár í sjötta olympíu-
skeiði, og árið 1 fyrir Krist
fjórða ár í 194. olympíuskeiði
(= 753 ár frá upphafi Róma-
borgar, ,,ab urbe condita", eins
og Rómverjar sögðu).
*
Stjórninni í Elis, því smáríki,
sem Olympía var í, var falið á
hendur að sjá um leikina, og
voru forstöðumenn þeirra, leik-
menn af göfugustu ættunum
dómarar og prestar musteranna
þar. Hvert það ár, sem leik-
irnir áttu fram að fara, fóru
kallarar frá Elis til allra
grískra borga og boðuðu al-
mennan frið og vopnahlje, ef
stríð var, meðan á hátíðunum
stæði og um hæfilegan farar-
tíma til og frá, og þótti það hin
mesta ósvinna að hlýða ekki
því boði. Sjálf hátíðin og leik-
irnir fóru fram um hásumarið,
á tímabilinu frá því um miðjan
júní og fram í september,
venjulegast við fyrstu tungl-
fyllingu eftir sumarsólstöður.
Hún stóð aðeins yfir í 5 daga.
Upprunalega var aðeins kapp-
hlaup, en síðar var smámsaman
bætt við ýmsum öðrum íþrótt-
um, svo sem kappakstri og
kappreiðum. Var eigandi hests-
ins eða hestanna talinn sigur-
vegari, en ekki sá sem stýrði
vagninum eða sat hestinn, nema
sjálf ur ætti. Við kappreiðar voru
það siður, að við síðasta spöl-
inn stökk reiðmaðurinn af baki,
hjelt í tauma hestsins og hljóp
svo jafnhliða honum að mark-
inu. Mest þótti varið í að sigra
í pentaplon „fimm íþróttaleik"
og kepti þá sami maðurinn í
hlaupi, stökki, spjótkasti,
kringluvarpi (diskos) og
glímu.
Ferðabrjef frá Grikklandi
eftir Sigfús Blðndal bóka-
vörð. — Síðari kafli.
íþróttalífið gríska og sjer í
lagi kappleikirnir var helgað
guðunum og blómi þess og af-
rek sýnd þeim til heiðurs, og
alt það starf yngri og eldri
manna stóð undir sjerstakri
vernd guðanna, að skoðun
Grikkja. Það er engin tilviljun
að það af skáldum þeirra, sem
Grikkir sjálfir töldu háfleyg-
ast og um leið guðræknast,
Pindar, var talinn besta sigur-
ljóðaskáldið, og af kvæðum
hans eru einmitt til í heilu lagi
fjórir bálkar um sigurvegara í
kappleikum, en brot ein af
öðrum kvæðum hans. Og það
er merkilegt að sjá, hvernig
Pindar altaf getur fljettað ein-
hverri goðsögn inn í kvæðið
til heiðurs sigurvegaranum eða
ættstöðvum hans. Mjer fjellu í
hug orð Gríms Thomsens um
Pindar:
„Eins og hann var allra há-
fleygastur,
örninn skygni meðal fugla
smærri,
alt   eins  var  hann  greppa
guðhræddastur
guða því hann stöðvum flaug
svo nærri;
upp á Olymps gat hann gullna
tinda
gægst, sem flestra mundi augu
blinda".
*
Kappleikasvæðin voru tvö,
stadion og hippodromos (pað-
reimur) ; kappreiðar og kapp-
akstur fóru fram á því síðar-
nefnda, aðrir leikar á stadíon.
Skriður úr Kronosarhæð hafa
hulið stadion, en innganginn,
mikii bogagöng, er búið að grafa
út. Kringum þann völl gátu set-
ið 20.000 áhorfendur. Paðreim-
urinn er að kalla má alveg horf-
inn ; hefir Alf eiosf ljótið skolað
honum burtu á miðöldunum.
Leikdómararnir voru á háum
palli og höfðu útsýn yfir bæði
kappleikasviðin. Hjá þeim átti
sæti einasta konan, sem fekk
að horfa á leikina, hofgyðja
Demeters Chamyne, gyðju,
sem naut sjerstakrar helgi þar
á  staðnum.
Auk þessara sjerstöku hátíða
leika fóru ýmsir aðrir minni
háttar kappleikir fram að að-
alhátíðinni lokinni, og máttu
konur taka þátt í sumum þeirra.
Líka er á síðari öldum talað
um sönghátíðir þar, og ýmsir
rithöfundar notuðu tækifærið
til að kynna almenningi rit
sín — þannig er sagt að Heró-
dót hafi lesið þar upp hið fræga
sagnarit sitt.
Sigurvegararnir í aðalleikun-
um fengu fyrst pálmasveig að
verðlaunum, en síðasta dag
hátíðarinnar voru þeir allir
látnir ganga í skrúðgöngu, og
voru þeir þá krýndir með sveig-
um aí' olíutrjenu helga, er óx
þar rjett hjá Seifsmusterinu.
Síðan var þeim haldin veisla,
og meðan þeir dvöldust í Olym-
píu, var borðhald þeirra á
kostnað forstöðunefndarinnar.
Og er þeir svo komu heim til
átthaga sinna, var þeim ýmis-
legur sómi sýndur, t. d. voru
þeir látnir sitja í heiðurssætum
við opinberar hátíðir, í leik-
húsum o. s. frv., og í Aþenu-
borg áttu þeir rjett til borð-
halds á ríkisins kostnað í svo
kölluðu Prytaneion. I Spörtu
býst jeg við þeir hafi verið sett-
ir í lífvörð konunganna eða
aðrar úrvalshersveitir, og látnir
vera  á  hættulegustu  stöðunum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136