Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1938, Blaðsíða 4
172 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Önnur grein S. B. frá Skagen I greipum dauðans ()<r ofte, naar min Mor stod op, fik Pjalterne paa Krop. der Taareströni paa Kinden randt af Armod'•— det er sandt. Hansen fiskari. essi vísa úr kvæðabálki Han- sens fiskara er andvarp frá nmkomuleysi fortíðarinnar á Skajren — Jiví enjrin <rrimd er jafn hamstola op: enjrir sorgar- leikir jafn hryllandi ojr l>eir, sem lífið vefur inn í æfi mannanna. I Jjessu Jjorpi ljek tilveran niarjra sorjrarleiki á áivm áður — o<r að loknum hverjum leik var ■rrátur á jörðu o<r hungurvæl í lofti! Eitt dæmi skal nefnt um það, hvernig ógæfan gisti þessa strönd. Það var <römul hefð, að formenn- irnir á Skagen buðu hásetum sín- rm og öllu þeirra skylduliði til veislu annan dag jóla ár hvert. Þá var mikill mannvirðinga- og efnaliagsafkomumunur á rjettum og sljettum sjómanni og formanni. Sjómennirnir báru ekki meira úr býtum en það, að þeir lifðu við sult og harðrjetti, en formennirn- ir voru bjargálna millistjettar- menn, sem almúginn leit ;upp til og kaupmennirnir græddu á fje. Vegna Jjessa afstöðumunar í líf inu voru gleðiveislurnar hjá for- mönnunum hin raunverulegu jól, sem smælingjarnir hlökkuðu til og biðti eftir frá ári til árs. Þetta eiua kvöld á árinu var djúpið milli hinna sjálfstæðu borgara og Jieirra snauðu staðfest með söng og sætabra;uði. Þá var jetið og drukkið, sungið og sj)ilað fram uiulir morgun, og gestirnir síðan levstir út með matgjöfum og sæl- gæti. ★ Að vanda var mikið uin dýrðir á Skagen á annan dag jóla 1862, — en er á leið kviildið skall á ofsaveður og stórhríð. Mörgum rcyndum veislugesti var hugsað Dahler, hóteleigandi á Gammel Skagen, og kona lians. til skerjanna við tangann þessa nótt. Það lagðist einhvernveginn í s',ma, að ef til vill væru J>ar einhverjir að berjast við dauð- ann — en vonandi var það ekki. Er veisluglauminn lægði báru menn börn og konur til heima- húsanna, eo-flestir verkfærir menn biðu eftir að dagur rynni, til að ganga úr skugga um það. hvort nokkurt skip hefði strandað. Er skímaði og rofaði hríðiu eygðu menn mikið skip siipa hveljur í brimgarðinum austan við Jjorpið. Það var strandað og brotið. Tnnan örskammrar stundar voru allir liðtækir menn í þorp- inu komnir á strandstaðinn og öllum björgunartækjum komið á vettvang og tekin í notkun. Þess- ari glímu lauk með því, að skip- brotsmönnum varð öllum bjargað — en björgunarbátur með átta sjálfboðnum sjómönnum hvolfdi. Sjii bátverja rak dauða á land, en sá áttundi kom aldrei fram. Eftir þessa nótt var átta ekkj- um og tuttugu og fimm munað- arlausum börnuin fleira á Skagen. ★ Þó margir átakanlegir atburð- ir ættu sjer tíðum stað á þessum slóðum, þá fengu Skagenbúar einnig öðrum þorpsbúum fremur mörg tækifæri td að miklast og gleðjast yfir unnum sigrum í við- ureigninni við öldur hafsins og dauðann — því einmitt hjer hef- ir verið bjargað fleiri skipbrots- mönnum en á nokkrum stað öðr um í Norðurálfu, að því er talið er. Fyrir rúmum tuttugu árum ljest hjer gamall maður, Jens Rasmussen að nafni, sem hafði, ýmist með eigin hendi, eða í fje- lagi við aðra, bjargað um fimin. hundruð mannslífum úr sjávar- háska við Skagen. Niðjar þeirra. sem fyrir atbeína þessa eina manns hjeldu lífi og limum, munu nú skifta þúsundum. ★ Jens Rasmusseu var maður fá- skiftinn og einrænn. Hann kvað aldrei hafa vrt á nokkurn mann að fyrra bragði á landi eða í sjó- róðrum — en þegar kom í björg unarbátinn gaf hann einarðar skipanir. sem menn treystu og hlýddu. Ilann afþakkaði jafnan öll heiðursmerki og bjarglaun, sem hann ekki gat keypt mat fyr- ir — því hann var fátækur barna maður og barðist í bökkum alla æfi. Sagt er, að breska stjórnin hafi einu sinni ætlað að heiðra liann með Queen Elisabeth-orð- unni, en gamli maðurinn afjiakk- aði hana með þeim forsendum, að slíkan varning gæti hann ekki lagt sjer til munns. Fyrir hrein'- skilnina fjekk hann 4 sterlings- pund, sem var gullverð orðunnar, og var ánægður með þau skifti. Ijars Kruse, fyrirmyndin og liet.jan í sjómannasögum Drach- inanns, druknaði að lokum, ásamt fleiri mönnum, við að ná skip- brotsmönnum í land. Hann bjarg- aði einnig nokkur hundruð mauns lífum og mun enn um langan ald-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.