Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1938, Blaðsíða 1
24. tölublað. Sunnudag-inn 19. júní 1938. XIII. árgangur. fMfold»rprMtiBl(Jt h.f. MERK ALTARISTAFLA í HRAUNGERÐISKIRKJU IHRAUNGERÐISKIRKJU í Flóa var s.l. sunnudag hel<r- uð ný o" forkunnarfögur altaris tafla, smíðuð og máluð af íslensk- um listamönnum. Er taflan eftir- mynd af gamalli altaristöflu á Þjóðminjasafninu, útskorin með loftskornum myndum. Er þar Kristur á krossinum, en til beggja hliða hópar manna, eða alls 19 myndir. Töfluna skáru þeir mynd skerarnir Guðmundur Kristjáns- son og' Karl Guðmundsson, en Eyj ólfur Eyfells málaði. Frummyndin, sem er á Þjóð minjasafninu, er talið að hafi kom- ið hingað til lands um 1750 og er álitið að Hannes biskup Finnsson hafi kevpt hana í Kaupmanna- liöfn. Var hún fyrst í kirkjunni í Hjálmholti, en flutt þaðan í Hraungerðiskirkju árið 1804 og var þar í nær heila öld, eða fram til ársins 1901, að hún var seld Þjóðminjasafninu. Var þá um sama leyti rifin kirkjan í Hraun- gerði og bygð sú kirkja, sem rni er þar. Hefir söfnuðurinn altaf saknað gömlu útskornu altaris- töflunnar. Síra Sigurður Pálsson í Hraun- gerði hefir mikinn áhuga fyrir því að glæða trúarlíf hjá söfnuði sín- um. Og honum var það þegar ljóst, að eitt skilyrðið til þess er1 það, að fegra guðshúsið og gera það sem veglegast. Hefir hann haft forgöngu að því að kirkjan var máluð í vor, og hiu fagra altaris- tafla fengin til hennar. Um sama levti gáfu og fjórar konur úr söfn uðinum skrautlegan gangdregil í kirkjuna, og nær hann frá dyrum inn að altari. Er óhætt að fullyrða að Hraungerðiskirkja er nú með fegurstu sveitarkirkjum sinnar stærðar. Það var auðsjeð hrifning á mörgum úr söfnuðinum er þeir litu hina nýju altaristöflu komna yfir altarið. Margir fór út í kirkju á undan messu, og horfðu lengi á hana með andagt. Kendi þar bæði stolts yfir því, að hafa endurlieimt hinn iagra grip, og- barnslegrar lotningar. Guðsþjónustan var og hin hátíðlegasta. Var þar skírt eitt barn, 12 börn fermd (9 stúlkur og 3 drengir) og margt fólk t.il altaris á eftir. ★ Þessi nýja altaristafla er ofur lítið stærri heldur en sú eldri var. Myndirnar eru allar skornar úr mahogny. Fyrir töflunni eru vængjahurðir, og eru á þær mál- aðar myndir guðspjallamannanna, bæði að utan og innan. Sómir taflan sjer mjög vel í kirkjunni, bæði um svip og stærð. Á. Ó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.