Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.07.1940, Blaðsíða 1
JfóorgttnMaðsins 30. tölublað. Sunnudagiim 28. júlí 1940. XV. árgangur. ía&fold»rpreotainI0j« h.t. ByggingarneíndlReykjavfkur 100 ára Söguþættir eftir Georg Ólafsson, bankastjóra Reykjavík fyrir 100 árum. Vorið 1839, þann 29. maí, var gefið út opið brjef um stofnun byggingarnefndar í Reykjavík og sama iár, 7. nóvember, fór fram skipun nefndarinnar. Það var þó ekki fyr en á miðju surnri næsta ár, að haldinn var fyrsti fundur nefndarinnar og er það fyrsta dag ágústmánaðar, að liðin eru 100 ár frá því að byggingarnefnd- in tók til starfa. Verður hjer í stUttu máli, sagt af upphafi nefndarinnar og dregin fram nokkur önnur atfiði úí sögu hennar, Árið 1829 varð hjer stiptamt- maður Lorens Angel Krieger, ung- ur danskur maður, lítt reyndur í stjórnarstarfi. Gerðist þó brátt Ijóst, að hjer var kominn óvenju áhugasamur og duglegur embætt- ismaður, sem ljet sig mjög skifta hagi landsins, og má vafalaust telja Krieger einn fremstan þeirra erlendra manna, er gegnt hafa æðsta embætti landsins. Hann var hjer stiptamtmaður í 8 ár; er Kri- eger fór hjeðan varð hann stipt- amtamaður í Álaborg é Jótlandi, en ljest skömmu eftir, að hann hafði tekið við því embætti, tæp- lega fertugur að aldri. Jafnframt því að vera stipt- amtmaður, þá var Krieger einnig amtmaður í suðuramtinu og und- ir hann hnigu því málefni Reykja- víkur^ Lagði hann mikla rækt við höfuðstaðinn og varð hann því frumkvöðull að endurbótum á stjórn bæjarmálanna. Þann 4. nóv. gaf hann út erindisbrjef fyrir bæjarfulltrúana og lagði með því grundvöllinn að sjálfstjórn bæjar- ins. En Krieger virðist, alveg sjer- staklega hafa haft áhuga fyrír

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.