Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						bék
38. tölublað.
^MorBmmblábmm
Sunnudaginn 29. september 1940.
XV. árgangur.
lal«U»Tfll1lMl>H M
Liggur vegurinn þangað?
Eftir Guðmund Gíslason Hagalín
Norski presturinn og skáldið,
Anders Hovden, hefir skrií'-
að æfiminningar sínar. Sú bók er
talin ein hin best ritaða og merk-
asta af öllum bókum hans. I henni
segir hann stutta sögu um það,
hvernig hann fann sjálfan sig sem
skáld. Nú eru liðin 15 ár, síðan
jeg les bók Hovdens, og jeg er
ekki viss um, að jeg muni söguna
nákvæmlega í öllum atriðum, en
hitt veif jeg, að kjarni hennar er
mjer enn í fersku minni.
Anders Hovden hneigðist
snemma til skáldskapar. Hann var
á skólaárum sínum, og síðan alla
ævi, góður vinur skáldsins Per
Sivles. Þeir voru báðir Vestlend-
ingar og báðir landsmálsmenn.
Sivle skrifaði ekki mjög mikið að
vöxtunum, en það er viðurkent,
að sögukvæði hans sum og enn-
fremur smákvæði, mjög ljóðræns
eðlis, sjeu með því snjallasta í
ljóðlist Norðmanna — og er þá
allmikið sagt. Einnig þykja sum-
ar smásögur ¦ hans prýðilega gerð-
ar. Eitt íslenskt snildarskáld, Stef-
án frá Hvítadal, lærði meira af
Sivle en nokkru öðru skáldi, án
þess þó að vera honum að nokkru
háður.
Anders Hovden bar jafnan á
skólaárum sínum skáldskap sinn
undir Per Sivle. Sivle var ekki
harður í dómum, en Hovden fann
það þó gjörla, að ekki var Sivle
hrifinn af skáldskap hans. Hovden
vildi tolla sem mest í tískunni í
því, sem hann orti, án alls tillits
til þess, hvort efni og efnismeo-
ferð var í nokkru samræmi við
eðli hans, mótun og lífsreynslu.
Svo var það eitt sinn, þá .er
hann hafði sýnt Per Sivle skáld-
skap eftir sig, að Sivle mælti af
móði og gremju:
— Því í ósköpunum reynirðu
ekki, jeg vil ekki ákveða asninn
þinn, að velja þjer eitthvað það
að yrkisefni, sem þjer þykir yænt
um og þú þekkir nokkurnveginn
til hlítar!
Anders Hovden stökk ekki upp
á nef sjer. Hann hugsaði málið
og orti síðan um efni af því tagi,
sem Sivle hafði bent honum a.
Hann sýndi svo Sivle kvæðið eða
kvæðin og fjekk nú loksins þann
dóm, að hann mundi vera skáld.
Hann hjelt síðan áfram á þeirri
braut, sem hann nú var kominn
á, og hann varð skáld, sem fylti
vel sitt rúm í bókmentum Norð-
manna, þó að ekki teljist hann til
hinna stærstu spámanna þjóðar
sinnar.
Þessi saga hefir mjer nú dottið
í hug í sambandi við tvær nýút-
komnar íslenskar skáldsögur,
Liggur vegurinn þangað?, eftir
Olaf Jóhann Sigurðsson og A
bökkum Bolafljóts, eftir Guðmund
Daníelsson frá Guttormshaga.
2.'
Allur  skáldskapur  er fyrst  og
fremst undir tvennu kominn: Inn-
lifun höfundarins í efniö og svo
auðvitað getu hans til að gefa því
listrænt og viðeigandi form. Sum-
um finst hið síðara aðalatriðið,
en hve mikil sem formgeta höf-
undarins kann að vera, mun hún
ekki njóta sín, ef hann fjallar uni
efni, sem hann hefir ekki samlag-
ast. Listræn mun yfirleitt ekki
verða formun neins skáldskapar-
efnis, ef höfundurinn er ekki ylj-
aður af þeirri glóð, sem hin djúpa
innlifun ein getur tendrað. En
slík innlifun getur því aðeins kom-
ið til mála, að efnið sje nátengt
lífi höfundarins — eða hafi að
minsta kosti — þó ekki hafi hann
kynst því nema í svip — haft á
hann djúp og innileg áhrif, og
ekki einungis á skynsemina, held-
ur líka og kannske fyrst og fremst
á tilfinningar hans — og þá um
leið hið meira og minna ósjálf-
ráða hugmyndalíf. Það, sem skáld-
ritahöfundur þekkir út í æsar og
hefir mótað hann dýpst og var-
anlegast, ætti því yfirleitt að
henta honum best sem yrkisefni.
En svo fer það að allmiklu leyti
eftir eðli höfundarins, hvað af
því, sem hann hefir kynst náið og
haft hefir á hann djúptæk áhrif,
getur orðið honum efni í góðau
skáldskap. Sumir eru bjartsýnir að
eðli og jákvæðir, aðrir svartsýnir
og neikvæðir, sumir hreinir og
beinir, aðrir margslungnir og
sjálfum sjer sundurþykkir. Setn-
ingar þær, sem Per Sivle sagði
við Anders Hovden, voru sagðar
með tilliti til þeirrar þekkingar,
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 305
Blašsķša 305
Blašsķša 306
Blašsķša 306
Blašsķša 307
Blašsķša 307
Blašsķša 308
Blašsķša 308
Blašsķša 309
Blašsķša 309
Blašsķša 310
Blašsķša 310
Blašsķša 311
Blašsķša 311
Blašsķša 312
Blašsķša 312