Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1940, Blaðsíða 6
310 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nína Sæmundsson ¥-*es6 hefir þótt verða vart, að náttúran, sem menn hafa hú- ið lengi við, einkum landslagið, þar sem þeir hafa alist upp í æsku, hafi haft áhrif á þá and- lega. Sumir álíta jafnvel, að þetta sje svo víst, að segja mætti, er um þjóðerniseinkenni er að ræða: Láð inótar lýð. Að þessu lúta einnig orð Hávamála: Lítilla sanda lítilla sæva lítil eru geð guma. Að sjálfsögðu benda þessi orð jafnframt til gagnstæðra áhrifa stórfeldrar og fagurrar náttúru. ★ „Fögur er Hlíðin“, mælti Gunn- ar á Hlíðarenda forðum. Hann liafði mótast af fegurð Fljótshlíð- arinnar. Hún hafði gætt hann þeim tilfinningum og andlegri atgjörvi, sem m. a. orð hans bera vitni um. Þau eru ekki að eins sprottin af átthagaást; þau er listræns, ljóð- ræns eðlis. Gunnar er fvrsta Fljótshlíðar-skáldið, sem vjer þekkjum. Síðan mun Fljótshlíðin hafa fóstrað margan listamanninn, víst bæði kunnan og ókunnan. Á síð- ari tímum ólust þar upp þjóð- skáldin frægu, Bjarni Thoraren- sen á Hlíðarenda og Þorsteinn Er- lingsson í Hlíðarendakoti. Ást þeirra á Hlíðinni fögru kemur fram í ljóðum þeirra, en eins og forðum mun Hlíðin ekki einungis hafa mótað átthagaást þeirra, heldur einnig listhneigð þeirra og listeðli. ★ Þeir Bjarni og Þorsteinn komu mjer til hugar fyrir nokkru síð- an, 26. Ágúst. Þá var afmælis- dagur eins núlifandi listamanns úr Fljótshlíðinni, Nínu Sæmunds- son. Hún er nefnilega frá sömu slóðum og þau skáldin, fædd og uppalin í Nikulásarhúsum, rjett hjá Hlíðarnenda. Listhneigðin þroskaðist í sál hennar á æskuár- unum í Hlíðinni fögru. Hún olli henni mentunarþorsta. Unga stúlk- an þráði út í heiminn, Nína Sæmundsson. Hún komst til Danmerkur. Hún áttaði sig ekki í fyrstu. En það leið þó ekki á löngu, uns list- hneigðin braust fram, ótvíræð og hiklaus. Og brátt komu fram hjálpendur úr hópi göfugra list- vina í Kaupmannahöfn, sem studdu hana til að hefja nám í listaháskólanum þar, og síðan fjekk hún styrkveitingar hjeðan að heiman. Hún lauk námi sínu á skömm- um tíma. Fyrsta verk hennar, sem kunnugt varð, var „Sofandi dreng- ur“. Hún sýndi það á listsýning- unni í Charlottenborg vorið 1918. Jeg keypti það til Listasafnsins 2 árum síðar. Aðra mynd, „Rökkur“, keypti jeg 1922. Hana tel jeg besta af þeim listaverkum Nínu, sem jeg hefi sjeð. ★ Að loknu háskólanáminu í Höfn dvaldi Nína Sæmundsson nokkur ár helst í París, en hún ferðaðist þó víða á þeim árum, m. a. til Ítalíu og Spánar, og jafnvel suð- ur til Norður-Afríku. Á Parísar- listsýningunni veturinn 1924—25 sýndi hún „Móðurást“. Vinur minn einn, sem þá kom á sýninguna og skoðaði myndina, lýsti fyrir mjer aðdáun Frakka, kvað þá h&fa lokið miklu lofsorði á hana, og hann mun hafa útvegað mjer ljós- mynd af henni. Listvinafjelagið ákvað að kaupa myndina, steypta úr bronsi, ef það gæti fengið rík- isstyrk til þess og safnað fje með- al einstakra manna. Styrkurinn fjekkst og fjelagið gat fest kaup á „Móðurást“. Nína Sæmundsson kom nú aft- ur til ættjarðarinnar næsta sumar, og hún flutti listaverkið hingað heim um leið. Hún var nú orðin kunn uin Norðurálfuna fyrir list sína, lík- lega kunnari en margir hugðu hjer. — Mjer er minnisstætt, hve jeg dáðist að því einhverju sinni á þessum árum, er jeg sýndi þýsk- um skipstjóra, sem kom hingað, litla mynd („Jóskur sjómaður") eftir Nínu Sæmundsson, að þessi maður skyldi þekkja þessa mynd og henum vera vel kunnugt um höfund hennar. ★ Nína Sæmundsson dvaldi ekki lengi hjer heima. Eins og margir' aðrir framgjarnir listamenn vildi hún leita sjer fjár og fram í Vesturheimi. Hún fór eftir skamma dvöl til New York og dvaldi þar nokkur ár, en síðustu 6 árin hefir hún átt heima í Holly wood í Californíu. Við og við hafa borist hingað frægðarfrjettir af henni. Fyrir nokkrum árum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.