Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1940, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1940, Blaðsíða 1
Heimsókn í hebreska háskólann í Jerúsalem Eftir Dr. Magnús Jónsson, prófessor. Ein of loftmyndum Schockens. Jórdan rennur hjer í fjölda hlykkja inni í frumskóginum. í horninu að neðan til hægri er brún Samaríufjalla. Að austan eru Gileadfjöll. í dældinni sjest Yabbok-fljót koma austan úr eyðimörkinni. Myndin sýnir vel hina óreglulegu lögun fjallanna. A f svölum hússins, sem við bú- um í, rjett við norðurmúr Jerúsalem-borgar, blasir við hlíð Olíufjallsins. Nyrst á því er ávöl bunga, mikil um sig og tignarleg, og er hún, ásamt hálendinu -þar norður af, kölluð Scopusfjalí. Þessi bunga blasir við okkur, og á henni eru liús mikil, nyrst lang ar og mjög svo móðins runur, en sunnar, í miklum skógartoppum, sjást önnur hús, og ber einna mest á hvolfþaki einu, lágu en töluvert miklu um sig. — Þetta eru bygg- ingar hebreska háskólans í Jerú- salem. Hann stendur hjer á einum fegursta stað, sem til er í Jerú- salem eða nánd við hana. Hugmyndin um það, að koma upp hebreskum háskóla, háskóla, er sameinaði alla Gyðinga og gæfi þeim tækifæri, bæði til vísinda- iðkana og náms, óháð öllum öðr- um, er komin upp á síðari hluta 19. aldar. En örðugleikar voru svo margir og miklir, að lengi vel virt- ist hugmynd þessi vera alveg von- laus. En Gyðingar eru menn, sem ekki gefast upp þótt móti blási um hríð, og sífelt var verið að ympra á þessu. Það tafði þó nokk- uð, að mönnum kom ekki saman um, hvort leggja bæri áhersluna á vísindastofnun eða fræðslustofn- Un. Vildu margir að háskóli þessi væri aðallega eða eingöngu stofn- un, þar sem ágætir vísindamenn gætu starfað og borið hróður Gyð nga út um heiminn með rannsókn- um sínum. En hinni hugmyndinni jókst þó fylgi, að háskólinn ætti einnig að vera fræðslustofnun, þar sem ungt fólk gæti fengið háskóla-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.