Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						338
Lesbók morgunblaðsins
fátækt og átti engan kost ment-
unar, þó að hugurinn stæði
snemma til bókar. Lestur lærði
hann þó ungur að aldri, en eng-
inn kendi honum að draga til
stafs. Varð hann þar að bjarga
sjer á eigin spýtur og líkja stafa-
gerð sína eftir ýmsum rithöndum,
er hann komst yfir. Lítill va'-
bókakostur hans í æsku og ekki
annað en það. sem hann gat feng-
ið að láni, og þá aðallega rímur
og sögur. Móður sína misti Sig-
hvatur árið 1851 og föður sinn
1859. Fluttist hann þá í Flateyjar-
hrepp á Breiðafirði og komst þar
brátt í kynni við fræðaþulinn
mikla, Gísla Konráðsson, og tókst
með þeim vinátta, er hjelst jafnau
síðan. Sighvatur átti ekki annar.s
kost sjer til framdráttar en vinnu-
mensku og vann hann hjá öðrum
bæði á sjó og landi. Tími til bók-
iðna varð því af skornum skamti,
en hann notaði hverja stund, svo
sem helgidaga og landlegur, las
af kappi rit Gísla og skrifaði í
verbúðum og hvar sem var. Haust-
ið 1865 kvæntist hann Ragnhildi
Brynjólfsdóttur úr Bjarneyjum.
Fluttust þau síðan úr Flatey vor-
ið 1867 og voru 2 ár í Gufudals-
sveit, en eftir það bjuggu þau 4
ár á litlu koti í Bjarnarfirði í
Strandasýslu. Þaðan fluttu þau
að Höfða í Dýrafirði og bjuggn
þar til æfiloka. Eignuðust þau 12
börn, og mun oft hafa verið
þröngt í búi, þó að vel væri unn-
ið. Sighvatur festi mikla trygð
við Höfða og vildi hvorki fara
þaðan lífs nje liðinn. Hann and-
aðist 23. janúar 1930 og var jarð-
settur í heimagrafreit að Höfða.
Svo má víst kalla, að hann hafi
dáið skrifandi, og var þó hand-
styrkur hans svo á þrotum undir
það síðasta, að hann varð að
styðja hægri höndina með hinni
vinstri, er hann skrifaði, enda eru
síðustu dagbókarblöð hans nær
því ólæsileg, þó að rithönd hans
væri skýr og góð meðan þrekið
entist.
*
Hvað er það nú, sem liggur
eftir þennan síritandi mann?
Prestaæfir hans eru bundnar í 22
bindi, en þær eru samtals 14250
blaðsíður   í   fjögra   blaða   broti.
þjettskrifaðar. Þetta eintak Presta
æfanna mun alt ritað eftir alda-
mót, en auk þess er í safninu eldri
gerð þeirra eða uppkast, nær því
eins mikið að fyrirferð. Vinna sú,
sem liggur í því einu að afrita
þetta mikla safn, er geysileg.
Prestatalið nær alt að 1930, og
vann Sighvatur að því til síðustu
stundar. En honum vanst tóm til
þess að skrifa ýmislegt fleira e:i
prestaæfir. Ættartölubækur hans
eru í 6 stóruni bindum, og mun
það safn fylst slíkra rita, að því
er tekur til Vestfjarða. Auk þess
hefir hann afritað ættartölubækui-
Olafs Snókdalíns og Jóns Espólíns
með ýmsum viðaukum, og er þaö
ekki lítið að fyrirferð. Þá má
nefna kvæðasafn mikið í 8 bind-
um, samtals um 4300 bls. í fjögra
blaða broti að meðtöldum registr-
um. Hjer eru kvæði eftir um 220
nafngreind skáld frá ýmsum tím-
um auk margra kvæða ónafn-
greindra höfunda. Fimm fyrstu
bindunum hefir hann gefið nöfu
og heita þau Björg, Dvalinn.
Fríða, Hít og Snotra. í 6. bindinu
er safn af hrakningsrímum og
ljóðabrjefum. í 7. bindi, sem er
730 bls. að stærð, eru eingöngu
kvæði eftir Sigurð Breiðfjörð, og
mun þetta stærsta safn af kvæðum
Sigurðar, sem til er í einu lagi. í
8. bindi er safn af ljóðmælum
Gísla Konráðssonar og er það 540
bls. að stærð. Kvæðasafn þetta er
skrifað í Höfða á árunum 1879—
1905, en meginhluti þess er þó
skrifaður á síðasta tug aldarinnar.
Þættir ýmiskonar og fróðleikstín-
ingur eru í 4 bindum, um 2500
bls. samtals, og kennir þar margra
grasa. Fæst af þessu er þó samið
af Sighvati sjálfum. Bókum þess-
um hefir hann einnig gefið nöfn
og heita þær Amlóði, Sjóðurinn.
Emma og Yngvi. Þetta safn er
skrifað á árunum 1879—1898. Enn
má nefna rímnasafn í 7 bindum,
um 4600 bls., fjölda mörg bindi
riddarasagna og íslendingasagna,
uppskriftir af ýmsum ritum Gísla
Konráðssonar og fleira og fleira,
sem of langt yrði hjer upp að
telja. Prumsamin kvæði og rímur
Sighvats eru um 1600 bls. og dag-
bækur hans frá 1863—1930 í 4
stórum bindum. Alls er safn Sig-
livats 180 bindi og er meginhluti
þess afskriftir hans sjálfs. Ytar-
lega skrá yfir nær því alt safnið
liefir hann sjálfur samið, og flest-
um hinum stærri verkum fylgja
nákvæm registur. Enn er ógetið
þess, sem prentað hefir verið eftir
Sighvat, en það mun vera á þriðja
hundrað eftirmæla, kvæða, frjetta-
brjefa og annara ritgerða, er flest
birtist í blöðum og tímaritum.
Meðal þess, sem prentað er, má
nefna • Skýringar yfir nokkur ör-
nefni í Gull-Þóris sögu (Safn til
sögu íslands, 2. bindi), Agrip af
æfi Gísla Konráðssonar (Tímarit
Bókmentafjelagsins, 18. árg), Á-
grip af æfi sr. Einars Guðmunds-
sonar á Stað á Reykjanesi (prent-
að með Skotlandsrímum, Oxford
1908), Sigurður Breiðfjörð, fyrir-
lestur fluttur fyrir alþýðufræðslu
stúdentafjelagsins (Rvík 1912),
Æfisaga Jóns skálds Jónatansson-
ar (Blanda II.), Æfiágrip Guð-
mundar „læknis" Guðmundssonar
norðlenska (Blanda III.), Ættar-
tala Arna Jónssonar frá Kaldrana
(Almanak 0. S. Th. 1927). Af
þessu stutta yfirliti má sjá, að
það er ekki lítið að vöxtum, sem
Sighvatur hefir skrifað um dag-
ana, þó að ekki sje tækifæri að
þessu sinni að gera nánari grein
fyrir ritstörfum hans.
*
Sighvati var ekki hátt hossað
um dagana fremur en ýmsum öðr-
um, sem svipaða iðju hafa haft
með höndum. Þ6 mun honum hafa
orðið það nokkur styrkur, að árið
1906 gerði Landsbókasafnið samn-
ing við hann þess efnis, að það
skyldi eignast öll handrit hans að
honum látnum gegn 350 króna ár-
gjaldi meðan hann lifði. Auk þess
fekk hann lítilsháttar styrk úr rík
issjóði eftir að hann varð sjötug-
ur, fyrst 200 krónur, er svo hækk-
aði smám saman og komst að lok-
um árið 1927 upp í 800 krónur.
Ymsa fræði- og mentamenn átti
Sighvatur að vinum, sem skrifuð-
ust á við hann og gáfu honum
bækur, og hefir það verið honuin
styrkur og uppörvun á ýmsan
hátt. Prentaðar bækur sínar gaf
hann eftir sinn dag sýslubóka-
safninu á Þingeyri og mun það
hafa verið allmikið safn, Sighvat-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344