Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 43. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						342
LESBÓK  MORGUNBLAÐSINS
Víöirínn í Vesturbænum
Fyrir 20 árum kom tágakarfa.
utan mn blómlauka, frá Dan-
mörku til Jóns Eyvindssonar
kaupmanns á Stýrimannastíg.
Karfan var ekkert öðruvísi en
venjulegar slíkar umbúðakörfur.
Kn Isleifur, sonur Jóns, tók eftir
því, að neðst í körfunni voru við-
arteinungarnir »í körfufljettunni
í^rænir.
Það skyldi þó aldrei vera að
nieð þeim leyndist líf, hugsaði Is-
leifur.
Hann tók því þrjá sprotana og
stakk þeim niður bak við vermi-
reit í trjáfrarðinum austan við
húsið. .
Það leið ekki á löngu þangað til
þeir festu rætur. .
En frá þessum þremur víðisprot-
um, sem ísleifur Jónsson hirti úr
körfunni og stakk niður í garðinn,
eru komnir allir þeir víðirunnar
sem breiðst hafa út um Vestur-
bæinn úr garði Jóns Eyvindsson-
ar við Stýrimannastíg. Og þeir
eru orðnir margir.
Eu víðirinn í Vesturbænum er
ekki frægur fyrir það eitt, að
hann á allur ætt sína að rekja til
einnar umbúðakörfu. Hann er líka
frægur fyrir það, hve skjótum
þroska hann tekur alstaðar þar
sem hann fær að vaxa í frjórri
jörð. Á hann í því sammerkt við
aðrar erlendar víðitegundir, sem
gróðursettar hafa verið hjer, o:r
náð hafa nokkrum aldri. Er víðir-
inn. sem Tryggvi Gunnarsson
gróðursetti í Alþingishússgarðin-
um, þeirra frægastur. Hann hefir
lengst alið hjer aldur sinn. Og hon-
um er ekki eins kalhætt og þessum.
¦leg efast um að hann verði meira
bráðþroska hjer á landi en víði-
tegund sii, sem fyrst festi rætur
hjer á landi við Stýrimannastíg,
og hefir breiðst svo mikið út um
írarðana þar í grendinni, að jag
tel líklegt að hann verði lengi
kendur við Vesturbæinn.
•
Iljer á dögunum heimsótti jeg
Jón Eyvindsson í garðinn hans,
og sýndi hann mjer hina tvítugu
forfeður víðisins. Mikið hefir verið
-
Víðihríslan elsta í garði Jóns Eyvindssonar við Stýrimannastíg.
Jón stendur undir hríslunni.
höggvið af þeim. Því ef þeir hefðu
fengið að breiða lim sitt hindrun-
arlaust, hefðu þeir borið annan
gróður í garðinum ofurliði, og er
ein hríslan nú langstærst.
Jón sýndi mjer hve árssprotarn-
ir eru geysilega Iangir, oft mikið
á 2. metra. En oft kelur framan
af þeim, og gerir það vöxt víði-
hríslanna krækJóttan. Þó má tals-
vert laga vöxtinn með því að
höggva greinar af, og velja líf-
greinar fyrir meginstofn. En þar
sem víðir þessi er gróðursettur í
röð, breiðist limið fljótt langt til
beggja handa, ef ekkert er höggv-
ið. 5 ára gamall runni í garði
Sigurjóns Jónssonar við Öldugötu,
sem nú er tvær mannhæðir, breið-
ir lim sitt 2—3 metra til hvorrar
handar frá stofni.
Á hverju ári, síðan víðirinn fór
að dafna hjá þeim, hefir Jón Ey-
vindsson, eða þeir feðgar fsleifur
og hann, klipt fjökia sprota af
víðinum og dreift þeim út milli
kunningja o gvina. Enda er ákaf-
lega víða hægt að sjá þess merki
í görðum í Vesturbænum. Þó má
vera að sumt af þeim víði sem
þar er sje ættaður úr Alþingis-
hússgarðinum.   Því   álengdar   ber
10—12 ára hríslur í garði Guðmundar Þórðarsonar við Vestur-
götu. Þessar hríslur voru fluttar til fyrir nokkrum árum. Þær
hafa verið kliptar mikið til þess að vöxtur þeirra yrði fástofnaðri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 337
Blašsķša 337
Blašsķša 338
Blašsķša 338
Blašsķša 339
Blašsķša 339
Blašsķša 340
Blašsķša 340
Blašsķša 341
Blašsķša 341
Blašsķša 342
Blašsķša 342
Blašsķša 343
Blašsķša 343
Blašsķša 344
Blašsķša 344