Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 8
344 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Grjótprammi á Reykjavikurhöfn Ein af myndum Jóns Þorleifssonar málara á sýningunni í vinnu- stofu hans að Blátúni. arhljeið hans vera bíiið og hann flýta sjer í vinnuna. Nii hlyti hann að fara úr þessu. En tíminn leið og hann fór ekki. Hann saup .i tebollanum með ógurlegri ná- kvæmni, las og las í bókinni, og reykti sigarettur. Hálftíma seinna bað hann um annan tebolla, tíu mínútum seinna annan til, og svo þann þriðja. Jeg tók upp blýant og bvrjaði að athuga hvað jeg gæti keypt fyrir seðilinn. Jarðarberjasultutau, sokka, slifsi og svo gæti jeg boðið Louisu í bíó. Það var indælt. Klukku- tími leið og maðurinn sýndi ekk- ert fararsnið á sjer. í staðinn leit hann upp frá bókinni og hóstaði. Svo tók hann upp vasaklút og snýtti sjer. Svo leit hann tor- trygnislega á mig og hjelt áfram að lesa. Jeg fór að hugsa. um hvað jeg gæti sagt við hann, eitthvað sem gæti hvatt hann til þess að fara. „Agætt veður til þess að synda í, ef þjer eruð sundmaður?“ heyrði jeg sjálfan mig segja. „Já, jeg iðka mikið sund“, svar- aði hann. „Þá er einmitt tækifærið núna“, bætti jeg við. „Jeg er búinn að nota tækifærið, þakka yður annars kærlega fyrir“, sagði hann. Hann snýtti sjer aftur og leit á klukkuna á veggnum. „Búist þjer við einhverjum?“ spurði jeg. „Já, jeg á von á stúlku klukk- an tvö, og nú er hún kortjer yfir“. „Þessi klukka er alt of sein — hún hlýtur að vera orðin hálf þrjú“, sagði jeg. „Já, hún fer að koma úr þessu“. Hann bað um annan tebolla. Jeg hafði haldið fætinum á seðlinum í mikið meira en eina klukkustund. Mig verkjaði í tærnar og öklann. Fótleggurinn var orðinn aumur. Allan tímann hugsaði jeg um hvernig jeg ætti að ná seðlinum. Jeg Ijet blýantinn detta á gólf- ið. Þegar jeg beygði mig niður leit náunginn hvatlega á mig. „Hafið þjer mist eitthvað?“ spurði hann. „Það var bara blýanturinn minn, þakka yður fyrir“. Jeg varð óþolinmóðnr .Jeg bafði skjálfta í fætinum. Maðurinn var alveg að gera út af við mig. Alt í einu lokaði hann bókinni. En hann stóð ekki upp. Hann leit undir borðið. En um leið og andlitið birtist aft- ur var það náfölt. Fingur hans tifuðu á borðinu. Svo leit hanu niður aftur og horfði á fæturna á mjer mjög grunsamlega. „Hvers vegna horfið þjer svona á skóna mína? Eru þeir eitthvað óhreinir?“ Hann horfði á mig. „Nei, já, en---------hikstaði hann. „Þjer vitið“, sagði hann með ákafa, „fyrir nokkrum mínútum síðan var seðill hjerna á gólfinu“. Jeg fann að blóðið streymdi fram í andlitið. Jeg tók upp seðii- inn og sýndi honum hann. „Er það þessi sem þjer eigið við?“ „Já“. ' „Týnduð þjer honum?“ „Nei“. „Hvað viljið þjer þá?“ „Hvað í ósköpunum haldið þjer að jeg vilji? Það var jeg sem fann hann“. Því tókuð þjer hann ekki upp, eða stiguð á hann eins og jeg gerði?“ „Ofur eðlilegt", sagði hann, og brúnin á honum þyngdist, „jeg ætlaði að bíða þangað til þjer fær- uð. En þjer sátum sem fastast, niðursokkinn í hugsanir“. Mjer datt nokkuð f bug. „Heyr- ið þjer“, sagði jeg. „Við skulum skifta honum. Við fáum fimm krónur hvor. Eruð þjer sammála?“ Já, hann var sammála. Jeg ætlaði að setja minn skerf í vasann hjá tíukrónaseðlinum, sem jeg ætlaði að borga húsaleig- una með. En vel samanbrotni tíu- krónaseðillinn var horfinn, og í vasa mínum var ekkert annað en stórt gat. (Lausl. þýtt). Petsamóförin Framh. af bls. 341. ber í svanginn, því að nóg var þarna af bláberjum og krækiberj- um: Mynd VI. Loksins um borð í Esju! Tryggvi Sveinbjörnsson sendiráðs- ritari, sem fylgdi liópnum til Petsamo, kveður skipstjórann, Asgeir Sigurðsson, og fararstjór- ana Hólmjárn J. Hólmjárn og Finn Jónsson, áður en lagt var af stað í hina heillaríku Esjuferð frá Petsamo laugardaginn 5 októ- ber; Mynd VH.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.