Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Uuðmundur Magnússon í 5tóru-5kógum niþýðukvcðskapur fyrir 100 árum. Um og fyrir miðja s. 1. öld bjó í Stóru-Skógum í Stafholtstungum maður að nafni Guðmundur Magnússon. Hann var hagyrðingur góður. óvenju ljettur í lund og vel fallinn til gleðskapar, hesta- maður var hann og vín- hneigður, sem þá þótti engin lýti, þegar það var i hófi gert. Fátækur var hann alla æti og síðustu ár æfinnar kendi hann sjukleika, slagaveiki, er seinna dró hann til dauða. Benoa síð- ufclu vísurnar, sem hjer verða sagðar, til þess að lífið hafi ver- ið honum þá nokkuð jeljasamt á köflum sbr. vísuna ,,Vínið kætir seggi senn“. ★ Guðmundur var sonur Magn- úsar bónda í Arnarholti, sem lengi bjó þar. Meðal systkina Guðmundar var Guðríður, sem giftist Eggert Guðmundssyni í Munaðarnesi, mikil myndar- kona. Er til sögn um það, þá er Guðríður var trúlofuð Eggert, að hún flutti að Munaðarnesi stuttu fyrir brúðkaupið. Hið fyrsta er tilvonandi tengda- móðir gerir til hennar, að hún færir henni fult fang sitt af úrvals sauðull, skyldi hún vinna úr henni, prjóna brúð- gumabuxur á kærastann og gerði hún það svo dáðst var að. Var þá viðhafnarbúnaður silf- urhnept stutttreyja og nær- skornar prjónabuxur. Eggert hafði verið hár maður, stór- skorinn og sjerlega ófríður en skartmaður hefir hann verið eins og verslunarreikningar nokkrir bera með sjer, sem jeg hefi sjeð eftir hann. Voru á hverju ári teknir út fjórir silki- klútar og kostaði fjóra dali hver, hafa víst fáir leyft sjer slíkt óhóf í þá daga. Allir hljóð- uðu reikningar þessir upp á 200 dala ársúttekt og var 50 dala inneign við hver reikningsskil. Hefir Eggert þá verið með allra hæstu reikningsmönnum, sem þá gerðist, en það voru þeir menn kallaðir, sem mikið versl- uðu. Þetta var milli 1860 og 1870. Drykkfeldur hefir Egg- ert verið; sagði Jónas bóndi í Sólheimatungu mjer, að eitt sinn hefði hann komið að Mun- aðarnesi, var þá unglingur. Þeg- ar hann hafði kvatt dyra kem- ur Eggert út og er þá allsber en hafði þó kastað brekáni yf- ir herðarnar, segir hann Jón- asi að koma inn með sjer og fer með hann upp á dyraloftið, sat þar Kjartan mágur hans, bróðir Guðríðar. Höfðu þeir brennivínskút á milli sín og voru vel við skál eins og bún- aðurinn á Eggert sýndi. Tekur þá Eggert álftarlegg og styng- ur ofan í sponsgatið á kútnum og segir við Jónas: „Súptu nú vel á drengur minn“. Skyldi hann soga brennivínið upp um legginn. Kjartan þessi var fað- ir ólafs, föður Þórðar, kola- kaupmanns í Reykjavík og þeirra systkina. -¥■ Guðmundi Magnússyni hefir verið mjög ljett um að kasta fram vísu, sjerstaklega þegar hann var kominn á hestbak og „glasið feldi tár“. Hefir svo mörgum farið, að þá hefir skapið orðið ljettara og hug- urinn frjórri þar sem hesturinn og glasið voru samferða. S Stóru-Skógum er mjög fag- urt og vítt útsýni, sjer þaðan yfir einhverja fegurstu bletti Borgarfjarðarhjeraðs, hefir það án efa átt sinn þátt í að lyfta undir ljettleikann í vísum hans. Meiri hlutinn af þeim er nú sjálfsagt glataður, þó má telja nokkurnvegin víst, að þær bestu hafi lifað, enda hafa sumar þeirra orðið landfleygar. Set jeg hjer þær, sem jeg hefi getað tiltýnt og tel að jeg hafi nokkurnvegin fullar heimildir fyrir að muni vera eftir hann, enda get jeg'jafnframt heimild- anna. Fyrstu vísurnar fjórar eru teknar eftir móður minni, Þur- íði Jónsdóttur í Svarfhóli. Guðmundur var eitt sinn á ferð út á Akranes ásamt Guð- mundi Eggertssyni bónda í Sól- heimatungu, með í ferðinni var faðir minn, Björn Ásmundsson, þá unglingur og hefir þetta ver- ið á áratugnum 1840—50 því faðir minn var fæddur 1828. Þegar búið var að búa upp á hestana og lagt skyldi af stað, þarf Guðmundur Magnússon að skreppa frá til að fá sjer á nestispelann, en hinir leggja af stað. Fór hann niður að Bræðraparti en dvaldist þar svo að hann náði ekki fylgdar- mönnum sínum fyr en inn við Berjadalsá og hafði þá fengið nokkra hressingu áður en hann stje á bak. Ríður hann að nafna sínum, klappar þjett á öxl hon- um og mælir fram: „Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur. Nú er jeg kátur nafni minn Nú er jeg mátulegur". Og í annað sinn: „Þegar flaskan full er hjá friði raskar Gvendur. Mikið braska mun jeg þá, mínum Laska kendur“. Átti Guðmundur hest er Laski hjet. Ennfremur átti hann hest er Glámur hjet. Um hann kvað hann eitt sinn: „Mesta gull í myrkri og ám, mjúkt á lullar grundum. Einatt sullast jeg á Glám og hálffullur stundum". Vinskapur var milli föður míns og Guðmundar. Síðustu árin sem Guðmundur lifði orti hann til hans ljóðabrjef, sem þá var ekki óvenjulegt. Brjef þetta er nú löngu glatað og gleymt, en þetta er síðasta vís- an:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.