Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						hék
ö. tólublað.
J^orðMflMaJ&stes
Sunnudaginn 2. febrúar 1941.
XVI. árgangur.
Qstaanar
sqeirsson ;
J
Dómkirkjan í Niðarósi
Þrándheimur hefir lengi verið
talinn eitt meginhjerað Nor-
egs. Segir Snorri Sturluson frá
því, að Haraldur konungur hár-
fagri „fór þá aftur til Þránd-
heims og dvaldist þar um vetur
inn og kallaði heimili sitt jafnan
síðan. Þar setti hann hinn mesta
höfuðbæ sinn, er Hlaðir heita"
Með því að telja heimili sitt þar
vildi hann leggja áherslu á, að
þar taldi hann aðalstyrk ríkis síns.
Hlaðir eru um 3 km. leið frá
ánni Nið, sem rennur með fossa-
föllum eftir Tydal. Við sjóinn tek-
ur áin mikla bugðu á sig og nes-
ið sem myndast við það heitir
Niðarnes, en þar sem mjóst er á
milli árimiar og sjávarins heitir
Niðareiði. Á víkingaöld var einn
bóndabær á Niðarnesi, og halda
menn að hann hafi verið þar sem
nú heiti Kálfskinn í bænum Þránd-
heimi.
Árið 995 sest Ólafur konungur
Tryggvason að í Þrándheimi og
tekur sjer búsetu á Hlöðum. En
tveim árum síðar stofnar hann
kaupstað í Niðarnesi og gerist þar
með upphafsmaður kaupangsins í
Þrándheimi, sem hjet í fyrstu Nið-
arnes, síðan Niðarós — en nú
Þrándheimur.
„Olafur konungur ljet reisa þar
hús á Niðarbakka, og skipaði svo,
að þar skyldi vera kaupstaður; gaf
mönnum þar tóftir til að gera sjer
þar hús, en hann ljet gera kon-
ungsgarð upp frá Skipakrók; ljet
hann  þangað  flytja  um  haustið
¦ \-	' f'** ¦''  \          ....,'.
y <*¦¦--. * '•">>	¦* »                                    ,.-¦*• fcu^  ,—....
__*^jrtT    r,*^a^I-^	* ¦ .
ik  .; '.**&% *-	. -
Dómkirkjan og umhverfi hennar.
öll föng, þau er þurfti til vetur-
setu og hafði þar allmikið fjöl-
menni''.
Þetta er í fyrsta sinn í sögu
Noregs, sem kaupstaður er stofn-
aður við ármynni, en svo var víða
á bresku eyjunum og á írlandi og
hafði Ólafur sjeð þar hve hentug
slík bæjarstæði voru, t. d. í Lund-
únum og Dýflinni. Þar var aðstaða
fyrir verslunarflota og herskip
góð, enda byrjar konungur þegar
hið fyrsta haust skipasmíð „á eyr-
unum við Nið; það var snekkja.
Hafði hann þar til smiði marga.
En öndverðan vetur var skipið al-
gert, var það þrítugt að rúmatali
— það skip kallaði konungur
Tranann".
•
Þetta fyrsta ár ólafs Tryggva-
sonar í Niðarnesi gerðust tíðindi
Myndin tekin úr flugvjel.
er snerta okkur íslendinga ekki
alllítið. Þá var þar með konungi
saxneskur maður, sem hann vildi
þó ekki lengur með sjer hafa „fyr-
ír sakir úspektar hans". En þó
hann væri vígamaður og fullur
ofstopa þá var hann klerkur góð-
ur og því ákvað konungur að
senda Þangbrand — en svo hjet
maðurinn — til íslands að kristna
okkar heiðnu forfeður.
Eftir fall Ólafs Tryggvasonar
tóku þeir jarlar Eiríkur og Sveinn
við ríkinu og fluttu búsetu sína
að Hlöðum, en ljetu kaupstaðinn
í Niðarnesi eiga sig og húsin þar
grotna niður.
En svo kemur Ólafur Haralds-
son til sögunnar, 1015, og sest að
í Niðarnesi og fer að dytta að
húsum kaupstaðarins. Varð hann
þó  að  víkja  þaðan  fyrir  valdi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48