Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						hék
23. tölublað.
JfflöorgitJjMai&sÍM
Sunnudagur 8. júní 1941.
XVI. árgangur.
Grímseyjarför
Gamanbrjef frá Olafi Davíðs-
syni til Stefáns Stefánssonar.
Fyrir nokkru fann jeg í gömlum skjölum eftirfarandi brjef frá
hinum þjóðkunna, vinsæla fræðimanni, Ólafi Davíðssyni, til föður
míns, Stefáns Stefánssonar, en hann var erlendis þegar brjefið er
skrifað. Eins og allir sjá, má ekki taka suma kafla brjefsins alt of
bókstaflega, því það er skrifað í gamni, að öðru leyti en því, sem
sjálfri grasafræðinni við kemur. En alt fyrir það gefur brjefið
nokkra lýsing á brjefritaranum, lífi hans og starfi, að öðru leyti
en því, að hann sýnir þar sjálfan sig í spjespegli af ásettu ráði, að
því er snertir brennivínsneyslu. Því engum, sem þektu Ólaf á þess-
um hans síðustu árum og hin merkilegu störf hans, mun hafa þótt
hann neyta áfengis meira en góðu hófi gegndi.          V. St.
Ólafur Davíðsson.
P.t. Móðruvöllum 8/8 ,98.
Stefán sæll!
Konan þín er búin að aka mér
til að skrifa þér bréf, mér til
mikillar skapraunar, því eg sé þab
í hendi minni að bréfið verður
lángt, en eg hefi lítinn tíma og
það segi eg þér fyrir fram að
ef þú finnur að skript eða rétt-
ritun þá svara eg illu einu til
þegar við sjáumst næst, því ekki
ætla eg mér að lesa bréfið yfir.
Jæja! Þar er þá til máls að
taka að eg lagði af stað í Gríms-
eyjarferðina, gángandi eins og til
stóð 12. júlí vel út búinn með
brennivín og hrátt hángiket.
Pyrsta daginn komst eg í hlöðu
á Höfða og át þar drjúgum hángi-
ket og drakk brennivín til allrar
guðslukku, því sorglega fór fyrir
restinni, eins og þú munt bráðuni
heyra. Nú, morguninn eptir drakk
eg mig hálffullan með Sigurði
Hjörleifssyni og hann fylgdi mér
uppað Grýtubakka, fór sjálfur að
drepa aumingja barn út á Látra-
strönd, en lánaði mér hest uppað
Skarði. Friðbjörn reið með mér.
Á miðri leið mætum við séra Arna
afa og var svo sem sjálfsagt að
fara af baki og snakka, en það
endaði svo að eptir svo sem f jögra
tíma bið var hvorki tangur né tetur
eptir af brennivíninu né hángi-
ketinu og það sem mér þótti verst:
hálfflaska af bitter, sem Sigurður
hafði stungið að mér fór líka til
fjandans. En mikið var spjallað
og meira var hlegið. Svo komum
við fvdlir að Skarði og eg skamm-
aði Jóhann gamla fyrir skeggleysi
meðal annars. Hann tók því öllu
í góðu. Eg gisti á Garði í Fnjóska-
dal  og  labbaði  svo  yfir  Göngu-
skarð næsta dag, mjög timbraður
og eyðilagður. Þetta er ekkert
skarð þessi djöfull, hvergi hærra
en Moldhaugnaháls, held eg. Gisti
hjá séra Lúðvík næstu nótt. Þar
bar fyrir mig þá nýlundu næsta
morgun að eg gaf stráknum hans
tvær krónur, tveggja ára gómlum,
en hann fór að skæla, fleygði þeim
sem leingst hann gat frá sér og
sagðist ekki vilja sjá þær. Lúðvík
prestur réð mér til að fara út í
Náttfaravíkur og það gerði eg.
Þar er tröllslegt mjög og ákaf-
lega fjölbreyttur gróður en eg
fékk vont veður og bótaníséraði
þess vegna minna en skyldi. —
Næstu nótt gisti eg á Sandi og
var tekið þar mætavel; var þar
undir sólarhring. Guðmundur
frískur og sá skemmtilegasti; fað-
ir hans og bróðir item, en mest
þótti mér varið í Arnór hinn
óskírða. Það er einhver sá kynd-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196
Blašsķša 197
Blašsķša 197
Blašsķša 198
Blašsķša 198
Blašsķša 199
Blašsķša 199
Blašsķša 200
Blašsķša 200