Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1941, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1941, Blaðsíða 6
206 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Enn um Guðmund Magnússon í Stóru-Skógum að var ekki nema að vonum þótt athugasemdir og deilur spynnust út af grein J. B. (Jósefs Björnssonar á Svarfhóli) um vís- ur Guðmundar Magnússonar í Stóru-Skógum. því „allir vildu Lilju kveðið hafa“ og svo er um margar af vísum Guðmundar, og þó einkum tvær eða þrjár þeirra, sem mörgum hafa verið eignaðar í ýmsum landsfjórðungum. Nú síðast í Lesbók Morgun blaðsins 13. apríl birtir einhver S. H. L. nýja athugasemd og vili eigna tveimur Húnvetningum vís- una „Nú er hlátur nývakinn“. Hingað til hefir hún verið eign- uð Jóni Ásgeirssyni á Þingeyrum einum og það af dóttur hans, sem taldi vísuna vera eftir föður sinr; einan. Nú vill svo til, að Björn Ás- mundsson á Svarfhóli lærir vísu þessa af eigin vörum Guðmundar Magnússonar þegar hann var unglingspiltur, og þó eiginlega fyrirvinna hjá foreldrum sínum á Flóðatanga, að öllum líkindum vor ið 1843, en þá var Guðmundur búsettur í Stafholti, en það er næsti bær við Sólheimatungu handan Norðurár og skamt frá Flóðatanga, og er því eðlilegt að þeir hafi þá orðið samferða út á Akranes, Guðmundur í Sól- heimatungu og nafni hans Guð- mundur Magnússon og Björn frá Flóðatanga, sem þá hafði verið á 16. ári, unglingur, sendur með tveimur fullorðnum mönnum, og segir Jósef Björnsson frá tildrög- um að vísu þessari í grein sinm í Lesb. Mbl. 5. jan. 1941,- Jeg tel ólíklegt, að Jón á Þing- eyrum, sem er fæddur árið 1838, hafi verið farinn að kveða vísur eða drekka sig kendan á þeim ár- um, sem vísa þessi var þekt og lærð víða um Borgarfjörð, eða fyr- ir 1850, enda þótt Guðmundur Magnússon hefði viljað hnupla vísunni frá honum. Um samanburð á skáldskap Guðmundar finst mjer S. H. L. algerlega tala út í hött, og vísan, sem hann tilfærir eftir nafnana Jón Þorvaldsson og Jón Ásgeirs- son þannig: „Betra’ er að halda stilt af stað, það steyptist einhver þarna. Skyldi hann hafa hálsbrotnað, helvítið að tarna er að minsta kosti ekki líkari » vísunni: Nú er hlátur nývakinn. Nú er grátur tregur. Nú er jeg kátur, nafni minn. Nú er jeg mátulegur, en aðrar vísur Guðmundar. Að minsta kosti hefði þessi S. H. L. átt að athuga það, að flestar vísur G. M. eru kveðnar undir hinum fegursta bragarhætti, hringhend- unni, eins og þessi vísa, og virð- ist sem honum hafi verið það rím ljettast og tamast, en fyrri vísan er einföld ferskeytla, eins og Jóni á Þingeyrum var tamast, glettin og svolítið meinleg, eins og fleiri vísur eftir hann. En ofurlítið öðru vísi hefi jeg heyrt dótturdóttur Jóns á Þingeyrum hafa hana og mun liprari, eða svona: Best er að halda stilt af stað, steyptist einhver þarna, o.s.frv. Það er ótrúlegt, að ágætur hag- yrðingur hefði þurft að nota of- margan atkvæðafjölda í annari ljóðlínu og óþarfa úrfellingu í fyrstu ljóðlínu í vísu, sem á að teljast snildarverki til samanburð- ar. Enda sagði Þuríður á Svarfhóli (kona Björns Ásmundssonar) mjer það eftir manni sínum, þeg- ar Einar Sæmundsson eignaði Jóni á Þingeyrnm vísuna „Nú er hlát- ur nývakinn/, fyrir nálægt 20 ár- um, að vísan væri eftir Guðmund í Stóru-Skógum og engan annan, og einnig vísan „Mesta gull í myrkri og ám“, sem þar er eign- uð ððrum og hefir orðið landfleyg líka og átt að eiga feður í flest- um iandsf jórðnngum. Bað hún mig þá að leiðrjetta þessar mis- sagnir fyrir sig, því að hún vissi þetta með fullri vissu. Þuríður á Svarfhóli var á 17. ári þegar Guðmundur dó. Jeg vissi ekki til að hún færi með fleypur nje ósannindi, enda hafði hún ágætt minni og hún var flug- gáfuð merkiskona. Nákvæmlega sömu tildrög að vísunni, sem Jós- ef sonur Þuríðar tilfærir, sagði Sesselja í Svignaskarði Guðmundi syni sínum, bónda þar, en Sess- elja ólst upp í Stóru-Skógum. Jeg furða mig ekki á því, þótt S. H. L. vilji eigna sýslungum sínum Húnvetningum þessa þjóð- kunnu snildarvísu, en þá hefði hann átt að tilfæra greinilegri heimildir og tilnefna nöfn ein- hverra ábyggilegra manna, og helst eitthvert ártal, sem vísan væri bundin við, en sagan um fund Jónanna, þegar hún átti að vera kveðin, virðist all þokukend og sannar engan veginn, að þeir hafi ort þessa vísu sjálfir, þólt kunnað hafi og haft yfir, er þeir hittust, og þurfti það ekki að vera þeim neinn vansi, en aðrir, er á hlýddu, hefðu getað álitið þá ort hafa. Guðmundur Magnússon var tal- inn góður og merkur maður, eins og Gunnar Þorsteinsson frændi hans getur um í athugasemd sinni í vetur og hefir mjer virst þeir kostir einkenna |þau ættmenni Guðm., er jeg hefi kynst, samfara yfirlætisleysi, góðri greind og ráð- vendni. Tel jeg því ólíklegt, aft hann hefði sagt Sesselju fóstur- dóttur sinni, að hann hefði gerfc þær vísur, er hún hafði eftir hon- um, ef þeim hefði ve'rið hnuplafi frá nokkrum öðrum, yngri eða eldri. Jeg hefí orðið að fara allítar- lega út í þetta mál vegna þess, að sá draugur, sem þurfti að kveða niður, var orðinn æði magn- aður, en jeg vona, að þær heim- ildir, sem þegar eru komnar fram, sannfæri S. H. L. og aðra Hún- vetninga um það, hver sje höf- undur hinnar margumtöluðu vísu „Nú er hlátur nývakinn“. 25. maí 1941. Sigríður Einarsdóttir frá Munaðarnesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.