Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						bék
30. tölublao'.
$mar®Mmbltobmm$
Sunnudagur 27. júlí 1941.
XVI. árgangur
tMfoldaipraaUaltjaV'-
Þegar Benedikt Gröndal lýsti náttúrugripasafninu
„TIL VELFORÞJENTRAR MINNINGAR"
í skýrslunni 1895—96 var laus-
* lega skýrt frá þeim húsa-
kynnum, sem safnið hefir orðið
að nota nú um síðustu árin. Nú
hefir stjórnendum fjelagsins kom-
ið saman um að segja upp þessu
húsnæði, en vjer erum samt,
kringumstæðnanna vegna, bundn-
ir við það eitt ár enn, eða til 14.
maí 1899. Og af því vjer höfum
nú orðið að hýrast þarna all-
langan tíma, þá hefir í hjörtum
vorum vaknað og vaxið einhver
ástar- og vanatilfinning, eins og
oftast nær verður, að menn verða
elskir að þeim stað, sem menn
hafa lengi dvalið á, þó að ekki
sje hann sem ákjósanlegastur. Jeg
skal því reyna að lýsa þessum
bústað náttúrusafnsins til „velfor-
þjentrar" minningar, því tímans
byltandi hönd mun bráðum hreyfa
sig, þegar safnið er farið með
alla sína þögulu íbúa, og þá munu
ekki sjást nein merki til að þar
hafi einhvern tíma búið þeir, sem
ekki standa á baki blaðamanna,
skáldsagnahöfunda, stjórnmála-
spekinga, þjóðmálaskúma, Valtýs-
sinna, aðskilnaðarurgara, ritsíma-
ráðgjafa, rafmagnsrúttara, járn-
brautajaplara og dannebrogsridd-
ara.
Er þá fyrst að segja frá því, að
fyrst er komið að útistiga þeim,
er liggur upp að norðurdyrum
þeim í „Glasgow", sem ystar eru
og fyrir utan og neðan leyndar-
I'áir íslenskir rithöfundar
hafa hrifið lesendur sína á
sama hátt og Benedikt Grön-
dal. En tiltölulega lítið er
það, sem eftir þann mikla
andans mann hefir birst og
almenningi er kunnugt. ~ Rit-
gerð sú, sem hjer birtist, kom
út í skýrslu Náttúrufræðifje-
lagsins, og einstök í sinni röð
í því fásjeða riti. Er hún því
endurprentuð hjer, lesendum
Lesbókarinnar til skemtunar
og fróðleiks. — En Benedikt
Gröndal var einn af aðal-
styrktarmönnum     Náttúru-
fræðifjelagsins fyrsta áratug
þess merka fjelagsskapar og
hafði umsjón með safni þess.
Var Gröndal, sem kunnugt er, lengi æfi sinnar einasti starf-
andi náttúrufræðingur lands, í því efni arftaki Jónasar
Hallgrímssonar. — Þegar hann skrifaði eftirfarandi ritgerð
var Náttúrugripasafnið geymt í stórhýsinu Glasgow, er
brann skömmu síðar.
Benedikt Gröndal.
dóma náttúrusafnsins; sá stigi er
allbrattur og minnir á orð Egils
Skallagrímssonar í Arinbjarnar-
drápu: „hróðr brattstiginn bragar
fótum" (ef Egill annars sjálfur
hefir gert þetta í drápunni), þó
að varla sje von á bragsnillingum
eða ritsnillingum þar uppeftir;
það skyldi þá vera ritstjórn ísa-
foldar, því hún hefir sýnt það í
26.  blaði  núna  seinast  (4.  maí
1898), að hún er ekki einungis
heima í málinu, heldur og í dýra-
fræðinni, með þessum snildarlegu
orðum: „Það át hann tígrisdýr".
— Þetta mun vera það einasta,
sem sjest hefir náttúrufræðilegt í
þessu blaði. Þegar menn nú eru
komnir upp þenna stiga, þá stað
næmast menn á dálitlum fleti, eÚM
og er sumstaðar uppi á fjöllum,
sem  Strabo talar uni  eftirminni-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 249
Blašsķša 249
Blašsķša 250
Blašsķša 250
Blašsķša 251
Blašsķša 251
Blašsķša 252
Blašsķša 252
Blašsķša 253
Blašsķša 253
Blašsķša 254
Blašsķša 254
Blašsķša 255
Blašsķša 255
Blašsķša 256
Blašsķša 256