Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						hék
IV. tölublað.
3Mor®nwMábmm8
Sunnudagur 14. júní 1942.
XVII. árgangur.
I  I II  1   I   t|l M,
Æfiatriði Maríu Grubbe
}a/spriíin oa fenumannsKonan
Kafli úr grein eftir Fr. Nygaard
tj* lestir kannast við Maríu
Grubbe. Danska skáldið J.
• • Jacobsen saradi um hana mestu
s«áldsögu sína, hið merkilegasta
verk. Jónas Guðlaugsson þýddi þá
"ók á íslensku fyrir rúmlega 30
arum. I>ar er rakin hin furðulega
^fisaga þessarar konu í aðaldrátt-
Uln, þó sögulegum heimildum sje
ekki fylgt nákvœmlega.
Hjer er útdráttur úr grein um
nin sannsögulegu æfiatriði Maríu
Grubbe, eins og þau hafa geymst
1 gömlum skjölum og brjefum.
•
María Grubbe ólst upp með
íoður sínum, aðalsmanninum Erik
Grubbe á herragarðinum Tjele á
Jótlandi. Hún var fædd árið 1643,
ei> 17 ára gömul giftist hún Ulrik
^riðrik Gyldenlöve.
Gyldenlöve þessi var launsonur
Friðriks III. og Margrjetar Pape.
Hann var glæsimenni að vallar-
sýn, og gæfan hafði leikið við
nann. Um tvítugt hafði hann feng-
J* mikil mannaforráð og var hon-
^m jafnvel eignaður heiðurinn af
sigri yfir her Svía við Nyborg ár-
lo" 1658. Regitze Grubbe, er áður
hafði verið gift Hans Ulrik Gyld-
enlöve, syni Kristjáns IV:, hafði'
tekið sjer fyrir hendur að kynna
Pau Maríu og Gyldenlöwe og
koma  þeim  í  hjónaband,  enda
munu þau í bráð hafa felt hugi
saman.
En á þeim árum voru það ekki
síður metorð og fje, sem til greina
kom, þegar um hjónabönd var að
ræða. María fjekk mikinn heim-
anmund, 12.000 dali, og konung-
ur gaf hjónunum Kalö „góss og
ljen" og Gyldenlöwe gaf hjóna'-
bandinu glansinn af konunglegri
ætt sinni.
•
Gyldenlöwe hafði áður verið
leynilega giftur Soffíu Urne. Þ.
16. des. 1660 gefur konungur út
tilskipun um, að því hjónabandi
sje slitið. Og þá halda þau brúð-
kaup sitt María og Gyldenlöwe.
Konungur yrkir til þeirra brúð-
kaupskvæði. Að vísu ekki háfleygt
að efni. En viðleitnin sýndi vilj-
ann. Er kvæðið á þýsku, prentað
á dýrt silki.
Brátt kom í ljós, að hin ungu
hjón áttu ekki lund saman. Gyld-
enlöwe hafði kynst kvenmanni á
veitingahúsi, Karen Fiol að nafni.
Hann leitaði hugsvölunar hjá
henni. En svili Gyldenlöwe,
Styge Höeg, sem var landsdómari
á Láland-Falstri, var kvennamað-
ur mikill og komst brátt í vin-
fengi við Maríu.
Gyldenlöwe reyndist ekki sjer-
lega  heimiliselskur.  Arið  eftir
bráðkaupið fjekk hann leyfi kon-
ungs til þess að fara í langferð.
Hann fór til Hollands, Frakklands
og Spánar og er sagt, að hann
hafi unað sjer vel í sollinum við
hirðlíf þessara landa. Árið 1663
kom hann heim, en var nokkrum
mánuðum síðar útnefndur sem
ríkisstjóri Noregs, með bústað í
Akershúsi. Konan fór með hon-
um, og ári seinna er þess getið,
að hún hafi verið á ferð með
honum í Þrándheimi. En hjóna-
band þeirra var gleðisnautt. Árið
1666 var hann útnefndur yfirhers-
höfðingi Noregs. Gerði hann sjer
oft ferð til Hafnar og skemti sjer
vel í þeim ferðum. Vorið 1668
varð hann hættulega veikur. En ,
frægur læknir frá Amsterdam,
Boni að nafni, fjekk læknað hann.
Boni var „gullgerðarmaður".
H^fði konungur hann við hirð
sína til að stunda „gullgerðar-
list".
Er Gyldenlöwe hafði náð heilsu,
sendi hann konu sína Maríu yfir
til Jótlands til Eiríks föður henn-
ar á Tjele, „og það á einu af mín-
um eigin skipum", sagði gamli
maðurinn í brjefi
Um sama leyti var svili Gyld-
enlöwe, Styge Hoeg, gerður land-
rækur. Eins og komist er að orði
í  gömlu  skjali:  „Meður  því  að
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 185
Blašsķša 185
Blašsķša 186
Blašsķša 186
Blašsķša 187
Blašsķša 187
Blašsķša 188
Blašsķša 188
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192