Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 3
LESBÖK MORÖUNBLAÐSINS 267 þeir höfðu tekið slíku ástfóstri við, var sá, að það var óendanlegt og gat því enst eins lengi og vetr- arnæturnar þar, og það var, að því er virtist, ennþá leiðinlegra en þær. ★ Dómkirkjan er í miðjum bæn- um við autt svæði, sem kallað er Austurvöllur; þar er á sumrum alt þakið lestamannatjöldum. Kirkjan er úr höggnum steini, en turninn og þakið iir timbri, og við aðra hliðina er reist skrúðhús og lítið herbergi til þess að geyma í líkkistur, þangað til líkin eru jarðsett. í fremra hluta kirkjunn- ar eru stólar, sem eru ætlaðir konum eingöngu, því að ekki er venja, að karlmenn sitji annar- staðar í kirkju en í kór. Stiftamt- maðurinn hefir sjerstakan stól við guðsþjónustu, líkt og í Bessa- staðakirkju. Skreytingin á altar- inu minnir á kaþólskar kirkjur, og ennfremur kertin, sem loga fyrir framan frekar illa gerða altaris- töflu, sem þó er besta sýnishorn af myndlist, sem til er í landinu. Vinstra megin er stóll fyrir bisk- upinn; hann tekur engan þátt í guðsþjónustunni sjálfur, nema við prestvígslu. Við það tækifæri ber hann utan yfir rykkilíninu skraut- legan hökul úr purpurarauðu flosi með baldýringu. Tveir prest- ar í rykkilíni leiða vígslutaka upp að grátunum, og eftir langt ávarp á latínu, sem jeg ætla, að sje aðeins viðhöfð við þetta tæki- færi, er kandídatnum veitt vígsla, og er mestur hluti guðsþjónust- unnar tónaður. Fyrir aftan bæinn er tjÖrn, og úr henni lækur til sjávar; skilur lækurinn milli stiftamtmannshúss- ins og bæjarins. Til orða hefir komið, að með því að breiklca og dýpka lækinn mætti gera höfn í tjörninni, en vafasamt er, hvort það mundi svara kostnaði. Á vor- in, þegar snjó tekur að leysa úr breltkunum austan og vestan við bæinn, eykst vatnsmagnið í tjörn- inni svo mjög, að lækurinn getur ekki skilað því fram; flæðir þá yfir alla sljettuna kring tim kirkjuna og er ófært, nema á bát- um. Timburhúsin eru tjörguð og aðeins einlyft og satt að segja vreri ekki óhœtt að byggja hrerra úr svo óstyrku efni, vegna stór- viðra, sem geysa á vetrum. Jeg tók strax eftir því, hve göturn- ar voru hreinar, og ef satt skal segja, er þeim betur haldið við en víðast hvar í Evrópu. Sjeð frá hpfninni virðast húsin svo lág, að einungis efri hluti glugganna er sýnilegur. Þetta stafar af því, að malarkamburinn er hærri en gatan, og auk þess eru á honum hrúgur af stórum steinum, sem notaðir eru til þess að pressa fiskinn, þegar hann er orðinn þur. Miðbik bæjarins er ekki mikið yfir flóðmál, og jeg hef oftar en einu sinni sjeð sjóinn flæða upp í göturnar í stormum. Veturinn áður en jeg var þarna flæddi vatnið upp í hús alllangt frá sjónum, og ef einhverskonar varnargarður verður ekki gerður, er ekki óhugsandi, að sum húsin í miðbænum geti skolast úr stað, einkum þar sem þau eru aðeins reist á steingrunnum, en ekki fest við grunnana með neinu móti. ★ eð smáferðum um nágrenn- ið tókst mjer að drepa tímann fyrsta mánuðinn, en jeg er hræddur um, að mjer hefði leiðst mjög mikið, þegar kom fram í október, einkum þar sem nálega aldrei var fullbjart, ef ekki hefði verið bókasafn á loftinu yfir kirkjukórnum. Safnið á rætur sín- ar að rekja til Kaupmannahafn- ar og á tilveru sína nálega ein- göngu að þakka gjöfum og hjálp Danakonungs, sem hefur gefið því nokkur mjög verðmæt dönsk rit. Þó að ekki verði með vissu sagt um tölu bókanna, þar sem lítillar reglu er gætt í röðun þeirra, geta þær þó ekki verið færri en 4—5000 bindi. Sem vænta má eru flestar á dönsku og íslensku; þar næst koma enskar bækur, sem að kost- um og fjölda taka fram bókum á öðrum tungurn. Flest gullaldarrit eru þar til, bæði latnesk og grísk, talsvert á þýsku og dálítið á sænsku, frönsku og ítölsku. Ensku bækurnar hafa verið sendar á ýmsum tímum frá einhverju vís- indafjelagi í Lundúnum, en jeg komst ekki að því, hvaða fjelag það var; meðal þeirra eru góð söguverk, ferðasogur og mörg rit guðfræðilegs og ýmislegs efnis. Einu sinni á viku er ritari stift- amtmannsins við afgreiðslu eina klukkustund um miðjan dag, og þá fá menn lánaðar heim bækur gegn kvittun. Stundum komu 6 menn og tóku eina bók eða tvær, en mjög margar af þeim bókum á erlendum málum, sem jeg las, báru ljós merki þess, að þær höfðu ekki sjeð dagsins Ijós síðan þær komu til landsins, og þegar jeg setti þær aftur upp í rykugar hillurnar, varð mjer oft hugsað til þeirrar löngu hvíldar, sem þær mundu fá að njóta, þangað til einhver ferðamaður vekti þær aft- ur til lífs. Stjórnin sendir ár hvert í vetr- arbyrjun skip frá Kaupmanna- höfn með stjórnarbrjef og póst til íslands. Skipið lætur úr höfn í Hels’ngjaeyri 1. október, og þegar það hefur skilað póstinum í Reykjavík, er því lagt til mars- mánaðar í ós í Hafnarfirði, og þar liggur það innifrosið. Þó að veð- ur sje altaf slæmt í þessum ferð- um, er það eftirtektarvert, að að- eins eitt skip hefur farist síðustu 12 árin. Aðalhættan er þegar skip- ið nálgast ströndina í nóvember, þá eru þokur tíðar, en dagur stuttur. Frá októberlokum voru allir Revkvíkingar að gá að skip- inu, því að það er þeim mestur aufúsugestur allra skipa, sem þangað sigla, Dag eftir dag mátti sjá menn með sjónauka arka upp á litla hæð, þar sem sást út yfir flóann, og stara úr sjer augun til þess að sjá væntanleg segl úti við hafsbrún, en þau Ijetu á sjer standa fram í miðjan nóvember. Skipið hafði verið 7 vikur á leið- inni, og er það ekki óvenjulegt Fregnin um komu skipsins flaug eins og eldur í sinu, allir voru sem á nálum og allir, sem jeg hitti, sögðu mjer frjettirnar, sem jeg hafði heyrt hundrað sinnum innan klukkustundar. Jafnvel morguninn eftir, þegar jeg stóð í fjörunni og horfði á skipið, sem lá þarna einmana og valt ákaft, gátu 2 eða 3 íslendingar ekki stilt sig um að benda mjer á skip- ið og segja, að það væri komið. Kassarnir með öll brjef til lands- ins voru fluttir í stiftamtmanns- húsið og útbýtt þaðan. Straum- urinn beindist nú þangað, og allir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.