Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
389

/
Nokkrar endurminningar
Ásgríms Jónssonar málara
VIÐ Bergstaðastræti sunnar-
lega eru tvö sambygð lág
hús, með háu risi, er þeir
bygðu sjer fyrir allmörgum árum,
Ásgrímur Jónsson og Jón Stefáns-
son málarar. Vinnustofur þeirra
eru undir risinu háa, en íbúðirnar á
stofuhæð.
Fyrir nokkrum dögum heimsótti
jeg Ásgrím. Hann er elsti málari
landsins og hefir lengst þeirra allra
unnið að málaralist.
—  Jeg væri hvergi annarstaðar
nú, en suður við Miðjarðarhaf, ef
ekki væri þessi bannsetta styrjöld,
sagði hann.
Hann hefir, sem kunnugt er, ver-
ið heilsuveill síðustu ár, en er mikl-
um mun betri til heilsu nú upp á síð
kastið, en hann var um skeið.
Þegar við vorum sestir, bar jeg
upp erindið. Jeg er kominn til þess
að heyra eitthvað um æfi þína og
starf.
—  Spurð þú, segir Ásgrímur,
og jeg mun svara. Annars er mjer
það satt að segja hálfgert nýnæmi,
ef jeg á að fara að renna huganum
eitthvað aftur í tímann. Jeg hefi
alltaf nóg að gera við að hugsa um
vinnu mína, og það sem er að ger-
ast.
— Jeg ætla þá að byrja á byrj-
uninni og spyrja hvenær þú fyrst
fórst að hugsa til þess að verða mál
an?
Ásgrímur bregður höfðinu snögg-
lega til — lítur til lofts og segir:
— Það er eftir því, hvernig á það
er litið. Jeg sigldi til Hafnar frá
Bíldudal, með Lauru, haustið 1897,
hafði 200 krónur í vasanum, stað-
ráðinn í því að verða málari. En sú
ákvörðun átti sjer langan aðdrag-
anda.
Fjallahringurinn.
Undir eins og jeg varð svo stór,
að jeg kom auga á fjallahringinn
umhverfis   Suðurlandsundirlendið,
„Yarð hugfanginn begar hann sá fjöllin"
Á8grímur Jónseon.
höfðu fjöllin undarleg áhrif á mig,
seiddu athygli mína að sjer. Eitt
af því allra fyrsta, sem jeg man eft
ir er það, að jeg sat úti á túni, með
brjef í Jiöndum, á brjefinu var blátt
letur. Var jeg þarna að bera saman
litinn á letrinu og á Eyjafjaílajökli.
Þá hefi jeg verið á þriðja eða fjórða
ári.
— Hvar var bernskuheimili þitt?
—  Rútsstaðahjáleiga í Flóa,
skamt fyrir ofan Loftsstaði. Jeg
var heima til fermingaraldurs. Fór
þá til Nielsens verslunarstj. á Eyr-
arbakka. Var þar vikadrengur, en
þaðan fór jeg i vegavinnu og til
sjós hjer sunnanlands. Síðan til
Pjðturs Thorsteinssonar á Bíldudal.
—  Hafðir þú engin tök á að
teikna, meðan þú varst heima í
Rútsstaða hjáleigu?
Hróarsholtsklettarnir-
— Jeg reyndi hvað jeg gat. Og
þegar mig vantaði pappír eða ann-
að sem til þurfti, þá mótaði jeg sitt
af hverju. T. d. man jeg eftir, að
jeg bjó til líkan af Hróarsholts-
klettum með bænum og  kirkjunni
undir klettunum. Þessir klettar
blöstu við heiman að frá mjer. —
Þeir ljetu mig aldrei í friði. Þeir
voru í mínum augum dularfullir og
æfintýralegir, mintu mig á útilegu-
menn og huldufólk. En mikil vand-
ræði komst jeg í, með að ná í pappír
með rjettum lit, til að hafa í kirkju-
þakið. Það var blágrátt bárujárns-
þak.
— Úr hverju mótaðirðu klettana?
— Úr leðju, grjóti og mosa. —
Þetta líkan mitt hafði jeg á kál-
garðsveggnum í bæjarvarpanum.
Eitt sinn málaði jeg Heklu með
krít og þvottabláma. Það var ekki
vitlaus hugmynd að bjarga sjer á
þann hátt.
— Uppörfun hefir þú enga feng-
ið á bernskuárum þínum til þess að
leggja fyrir þig myndagerð?
— Nei. Síður en svo. Jeg heyrði
oft, þegar jeg kom á bæi, að fólki
fannst jeg vera skrítilegur, eins og
utan við mig, og tæki ekki eftir
neinu, ellegar jeg grandskoðaði
hluti, sem aðrir veittu ekki eftir-
tekt.
Bæjarþilin í sveitinni voru eitt
kærasta athugunar og viðfangsefni
mitt. Þú manst hvernig gömlu þil-
in eru með margskonar einkennileg-
um svip, rjett eins og þau væru lif-
andi og með mismunandi lyndisein-
kennum, sum montin og reigings-
leg, en önnur feimin og vesældar-
leg.
Lengi barðist jeg eitt sinn við
að móta bæjarþil, eftir bæ einum
í sveitinni. Mjer fanst öldungis ekki
nóg að gera nákvæma eftirlíkingu
af þilunum. Því að þó svo væri, þá
vantaði hinn sjerkennilega, lifandi
svip, sem þessi þil höfðu. Og þang-
að til var jeg^ að, að mjer fanst jeg
sjá sama svipinn á eftirlíkingunni,
og þann, sem jeg sá á þilunum. Hefi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 385
Blašsķša 385
Blašsķša 386
Blašsķša 386
Blašsķša 387
Blašsķša 387
Blašsķša 388
Blašsķša 388
Blašsķša 389
Blašsķša 389
Blašsķša 390
Blašsķša 390
Blašsķša 391
Blašsķša 391
Blašsķša 392
Blašsķša 392
Blašsķša 393
Blašsķša 393
Blašsķša 394
Blašsķša 394
Blašsķša 395
Blašsķša 395
Blašsķša 396
Blašsķša 396
Blašsķša 397
Blašsķša 397
Blašsķša 398
Blašsķša 398
Blašsķša 399
Blašsķša 399
Blašsķša 400
Blašsķša 400
Blašsķša 401
Blašsķša 401
Blašsķša 402
Blašsķša 402
Blašsķša 403
Blašsķša 403
Blašsķša 404
Blašsķša 404
Blašsķša 405
Blašsķša 405
Blašsķša 406
Blašsķša 406
Blašsķša 407
Blašsķša 407
Blašsķša 408
Blašsķša 408
Blašsķša 409
Blašsķša 409
Blašsķša 410
Blašsķša 410
Blašsķša 411
Blašsķša 411
Blašsķša 412
Blašsķša 412
Blašsķša 413
Blašsķša 413
Blašsķša 414
Blašsķša 414
Blašsķša 415
Blašsķša 415
Blašsķša 416
Blašsķša 416