Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.04.1943, Blaðsíða 1
15. tölublað. Sunnudagur 18. apríl 1943. XVII. árgangur. 1mMÉMM Fríkirkj usöfnuðurinn I HAF.NAKFIRÐI 30 ÁRA Fríkirkjan í Hafnarfirði. Asumardaginn fyrsta, næst- komandi, 22: þ. m. verð- ur Fríkirkjusöfnuður Hafnar- fjarðar, Garða- og Bessastaða- hreppa, eins og hann heitir fullu nafni, 30 ára. Þykir hlýða, að minnast að nokkru starfs hans á umliðnum árum, við þessi tímamót, og baráttu þeirrar, er hann hefir háð fyrir tilveru sinni og fram þróun, frá upphafi og fram á þennan dag, sem tvímælalaust má telja að hafi orðið til menn- ingarlegrar uppbyggingar fyr- ir bæjarfjelag Hafnarfjarðar og verið í mörgu fögur fyrir- mynd í fjelagslegum átökum og samstarfi til eflingar and- legum málum í bygðarlaginu. Söfnuðurinn var stofnaður 20. apríl 1913. Stofnfundurinn var haldinn þann dag í Barna- skólanum í Hafnarfirði. Var boðað til hans af nokkrum Hafnfirðingum, sem áhuga höfðu fyrir því að kirkja yrði reist í Hafnarfirði. Það mál hafði að vísu verið rætt og at- hugað um allmörg ár af sókn- armönnum Garðasóknar, en af ýmsum ástæðum, en þó sjer- staklega vegna fjárhagslegra vandkvæða, átt erfitt upp- dráttar fram að þeim tíma. Til undirbúnings stofnfund- inum hafði verið leitað undir- tekta manna um stofnun Frí- kirkjusafnaðar og höfðu nál. 100 menn tjáð sig fúsa til, að vera með um stofnun hans. — Mættu menn þessir flestir á fundinum og ákváðu að stofna söfnuðinn. Voru þá þegar sam þykt lög fyrir hann, sem í gildi voru óbreytt þar til að þau voru endursamin og gerðar á þeim nokkrar breytingar í apríl 1934. Á stofnfundinum var sam- þykt, að ráða síra ólaf Ólafs- son, fríkirkjuprest í Reykjavík til þess að þjóna söfnuðinum fyrst um sinn. Hafði hann, eftir framkomnum tilmælum, tjáð sig fúsan til að taka þann starfa að sjer, ef til kæmi. Samkvæmt lögum safnaðar- ins skyldi nafn hans vera: Hinn evangelisk- lútherski fríkirkju- söfnuður í Hafnarfirði, Garða- og Bessastaðahreppum. Enn fremur er svo að orði komist í 1. gr. laganna: „... og er fjelagsskapur þeirra manna og kvenna, sem eiga sameiginlega þá hugsjón, að halda uppi guðsþjónustum (messugerðum) og öðrum kirkjulegum athöfnum.Og eiga kirkjuhús með hljóðfæri, messuskrúðum og öðru tilheyr-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.