Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
179
Fyrsti fornbóksalinn:
„Mér þótti altaf vænt um bækur"
segir Kristján Kristjánsson
Skemtilegt er að veita því eft-
irtekt hvernig menn handleika
bækur með mismunandi hætti.
Meðan Kristján Krisbjánsson
hafði litlu fornbókasöluna sína í
Lækjargötu átti jeg oft leið fram
hjá dyrum hans, og leit stundum
þar inn. Það var sama hvort
hann tók stóra skruddu ofan úr
einhverjum skápnum, ellegar
hann greip einhvern af litlu pjes-
unum, sem lágu frammi, á búð-
arborðinu, altaf var eins og hann
hefði í höndum einhvern kjör-
grip, sem þyrfti að snerta var-
lega á með mjúkum höndum.
Þannig umgangast bókamenn
bækur sínar, en aðrir hrifsa þær
og slengja þeim til, eins og ein-
hverju hráviði. Nú er Kristján
löngu fluttur úr Lækjargötu.
Hann var í mörg ár í Hafnar-
stræti. Nú hefir hann selt bóka-
verslun sína, og er sestur í helg-
an stein að heita má, í hinu vist-
lega húsi sínu við Kirkjugarðs-
stíginn.
Hann átti sjötugsafmæli ekki
alls fyrir löngu. Jeg hitti hann
um það leyti og spurði hvort hon-
um leiddist ekki að vera skilinn
við bækurnar.
Jeg hefi kompu uppi á lofti
heima hjá mjer. Þar á jeg eftir
nokkrar skruddur, segir hann.
Jeg kann vel við mig þar.
Hvers vegna hættir þú bóka-
sölunni?
Jeg var að verða eitthvað svo
undarlegur yfir höfðinu, og fór
til Matthíasar læknis. „Farðu út,
maður!" sagði Matthías. „Þú
þarft að fá þjer frískt loft og
hreyfa þig!" Jeg fór að ráðum
hans og fór út úr bókasölunni.
•
Nokkru seinna heimsótti jeg
Kristján í kompunni hans. Við
drukkum fyrst ilmandi morgun-
kaffi niðri í borðstofu, er hús-
móðirin framreiddi, og fórum
síðan upp á loft.
„Kompan" er vistlegasta her-!
II
bergi. Og þar eru engar „skrudd-
ur" í þessa orðs venjulegum
skilningi, heldur hinar prýðileg-
ustu bækur í vandaðasta bandi
allar saman, bæði gamlar og nýj-
ar.
En erindið var að fá að heyra
um Kristján, æfi hans og æsku,
og hvernig það atvikaðist að
hann um skeið var með bókauð-
ugustu mönnum landsins.
ÆTT OG UPPRUNDI.
Jeg er Vestfirðingur að ætt,
segir Kristján, fæddur í Trost-
ansfirði í Suðurfjörðum. Þar bjó
faðir minn. Jeg var ungur þeg-
ar hann dó. Móðir mín rak bú-
skap lengi, eftir að hún varð
ekkja. Föðurafi minn hjet Jón í
Skápadal í Patreksfirði, faðir
hans var Jón á Fossi í Suður-
fjörðum, og hans faðir Arnór í
Norður-Botni í Tálknafirði, hans
faðir Jón bóndi í Skógum á
Fellsströnd, hans faðir Jón í
Gvendareyjum, hans faðir Jón
Pjetursson í Brokey (Brokeyjar-
Jón). En Pjetur faðir Brokeyj-
ar-Jóns var Pjetursson bóndi í
Arnarfirði, og hefir mjer ekki
tekist að rekja ætt mína lengra
í beinan karllegg. Móðir mín Jó-
hanna ólafsdóttir bónda Jónsson-
ar að Hamri í Hjarðarnesi. Er
ætt hennar bændaætt við Breiða-
f jörð og má rekja hana til ýmsra
merkra manna.
FYRSTU BÆKURNAR.
— Ættfræði er mjer ekki hug-
leikin, Kristján minn. Segðu mjer
heldur eitthvað um sjálfan þig.
Hafðir þú nokkurn bókakost á
uppvaxtarárunum ?
Móðir mín átti ekkert annað
en guðsorðabækur. Jeg kyntist
þeim ekki mikið. En tvíbýli var
á jörðinni, bjó skipstjóri á hin-
um jarðarpartinum. Hann átti
t. d. Æfintýri Magnúsar Gríms-
sonar.
Mjer er það minnisstætt þegar
jeg var að læra kverið. Móðir mín
setti mjer fyrir kafla í kverinu,
sem jeg átti að læra. En henni
þótti mjer ganga misjafnlega
fljótt. Það var æfintýrunum að
kenna. Þegar jeg var einn, las
jeg æfintýrin en ekki kverið. En
þegar hún var inni hjá mjer, sat
jeg á æfintýrunum.
„SJÓLÍFIÐ".
Mig langaði til að læra annað
og meira en kverið. Móðir mín
var því hlynt. Jeg fór til prests-
ins í Sauðlauksdal og spurði
hvort hann vildi ekki kenna mjer.
Hann tók því líklega, sagði að
jeg myndi geta lært eitthvað.
Rjeðist jeg til hans, með það fyr-
ir augum, að hann • gæti kennt
mjer í frístundum mínum frá
vinnunni.
En þetta fór öðruvísi en ætlað
var. Hann rjeði mig sem kokk á
þilskip frá Patreksfirði, sem hjet
„Sjólífið". Hann fekk fyrir mína
vinnu 600 krónur, en jeg 25 kr.
En hann fermdi mig og kendi
mjer nokkuð í reikningi.
—   En kunnir þú nokkuð til
matargerðar?
—  Nei. Það þótti óþarfi í þá
daga, að læra að sjóða fisk og
elda graut. Er móðir mín frjetti
þessi afdrif mín, mislíkaði henni.
Hún gerði mjer orð og bað mig
að lesa bænirnar mínar kvölds
og morgna. Jeg átti erfitt með
það — fannst þær illa samrým-
ast orðbragðinu í lúgarnum.
FERMINGIN.
Þegar að fermingunni kom,
lenti í vandræðum. Jeg átti eng-
ar buxur nægilega vandaðar til
þess að ganga í til fermingarinn-
ar. Jeg má til að segja þjer frá
því, þó ekki sje það í þeim til-
gangi að niðra heimilinu. Prests-
konan var handlagin kona og
ráðagóð. Hún fór með mig inn í
búr, nokkru áður en kirkjufólk-
ið kom, og hafði með sjer buxur
af manni sínum. Svo óheppilega
vildi til, að prestur var með allra
hæstu mönnum, og buxurnar
sniðnar á hann, sem eðlilegt var.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 177
Blašsķša 177
Blašsķša 178
Blašsķša 178
Blašsķša 179
Blašsķša 179
Blašsķša 180
Blašsķša 180
Blašsķša 181
Blašsķša 181
Blašsķša 182
Blašsķša 182
Blašsķša 183
Blašsķša 183
Blašsķša 184
Blašsķša 184