Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Mi stofnaði stúkur á þessum stöð- um: Hafnarfirði, Keflavík, Akranesi, Stokkseyi, Eyrar- bakka, Garði, Njarðvíkum, Höfnum, Grinclavík, Vatnsleysu- strönd og víðar. En þá voru ferðalögin erfið og því erfiðara á Árni Gíslason. en nú að fara í þessar ferðir. Er ómögulegt annað en bera virðing fyrir dugnaði þeirra og ósérplægni. Ekki voru launin. Eg efa ekki, að þeir hafi að mestu eða öllu orðið að greiða ferðakostnaðinn sjálfir, og um dagpeninga var ekki að ræða. Um þetta get ég borið; ég hefi sjálfur oft farið í þeim erindum og þekki það af eigin reynd. Síðar ferðaðist Árni Gíslason leturgrafari fyrir stórstúkuna. Hann var umboðsmaður hennar í fjölda ára og mjög vinsæll, enda framúrskarandi elskulegur í allri umgengni, góður og göf- ugur maður og hagorðijr .vel hann alls staðar vinsæll, og þótt hann stofnaði ekki stúkur á ferðalagi sínu, þá undirbjó hann og ungfrú Ólafía Jóhannsclóttir (hún var i Verðandi og starfaði þar unz hún flutti til útlanda) jarðveginn að hinni stórkostlegu fjölgun stúkna árin 1899—1901, er Indriði Einarsson tók við stjórninni, og þá fór Sigurður Eiríksson, hinn ágæti regluboði, að starfa. Síðar hafa Verðandi- félagar unnið að útbreiðslumál- um með góðum árangri, þar á meðal stofnað stúkumar Frón og Dröfn. Húsmál. Það er alltaf svo í nærfellt hvaða félagi sem er, að húsnæð- ismálin eru oft mestu vandræða- má, er leiða til alls konar sundr- ungar. Strax, þegar stúkurnar urðu fleiri en ein hér í bæ, þá hlaut húsnæðismálið að koma fram. Einingunni, er var stofn- uð 17. nóv. 1885, þótti of þröngt í barnaskólanum og flutti upp í Glasgow og tók upp leikstarf- semi. Þessi starfsemi varð til þess, að Leikfélag Reykjavíkur var stofnað fyrir forgöngu Ein- ingarfélaga, en þá þurfti stúk- an stærra og betra hús og vildi byggja. Verðandi vildi ekki byggja nema úr steini og hafði fengið lóð, þar sem nú er Hverf- isgata (líkl. hús Jóh. Ólafss. & Co.), en jafnframt þó loforð fyr- ir lóð á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis (nú Pósthúsið). Einingin vildi hvorugan staðinn, og var mikið rifizt. Þessu lauk svo, að Einingin rauk til að fylla upp tjörnina og byggði fyr- ir sunnan Alþingishúsið; en þeg- ar hún ætlaði að springa á því fjárhagslega, fengu þeir ólafur Rósenkranz og Indriði Verðandi til að ganga í málið með henni. Voru þá viðsjár og sumir fóru alfarið úr stúkunni, t. d. Þór- hallur Bjarnarson, síðar biskup, o. fl. Það er enginn efi á því, að Einingin var hér með meiri stórhug en Verðandifélagar, en síðar snerist bað við, og í síð- ustu átökunum um húsmálið vildum við VevðandifGagar stóra og veglega byggingu, er aðrir töldu óráð eitt En vonandi öigrar bjartsýnin aftur; hún hefir unnið húsmá'um stúknanna hér ómetanlegt gagn á liðnum árum. En að bjartsýni og víð- sýni templara hafi verið mikil 1886 sést bezt á því, að fram til síðustu ára hefir Templarahúsið haft einn bezta fundarsal og skemmtisal bæjarins. Og eigi Reglan hér í bæ að vera fyrir- mynd að allri starfsemi, þá verð- ur hún helzt að hafa bezta hús- ið til fundarsetu og annarra starfa, er því fylgja Ámis þjóðleg mál. Eftir 1899, er Indriði Einars- son tók við stjórn Reglunnar, fjölgaði stúkum og félögum að miklum mun. Þá var og af al- vöru farið að taka upp ýmis önnur mál og vinna að þeim; munu stúkurnar Undina í Vatns- dal (sr. Hjörleifur Einarson, Benedikt Sigfússon o. fl.) og Fram á Hjalteyri (Lúðvík og Jakob Möller) hafa verið þár fremstar. Þær stofnuðu bóka- söfn — lestrarfélög — og tóku ýmis önnur mál, t. d. vegagerð í sveitinni, í sínar hendur. Hér í Reykjavík var eigi létt að eiga við þá starfsemi. Hjálm- ar Sigurðsson ritstjóri með fleir- um bar fram stofnun bókasafns fyrir templara; var því vel tekið, og ýmsir gáfu góðar bækur til þess. En það var ómögulegt að fá húsnæði. Þá leituðum við til Tryggva Gunnarssonar banka- stjóra og báðum um liðsinni hans, þótt hann væri ekki templ- ar. Þetta varð til þess, að Al- þýðubókasafn Reykjavíkur var stofnað og fékk bækurnar, en hætt var við að hafa það fyrir templara. — Það var húsnæðið. Þá bar ég fram, að stofnað var sjúkrasamlag. Var það marg- rætt mál bæði á fundum og Halldór Jónsson. manna á meðal; en svo stofnuðu Oddfellowar það. Þá var jarðarfarasjóður; að greiða við lát félaga upphæð, er væri jafnað á hina eftir föstum reglum. Fyrirmyndin er bæði í Svíþjóð og Danmörku. Er þetta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.