Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1944, Blaðsíða 1
2. tölublað. Sunnudag'ur 30. janúar 1944. . XIX. árgangur. likfalikrprMtunti|k h.f. Eftirhreitur Þjóðfundarins haustið 1851 Kaupmannah. 29. sept. 1851. Elskulegi Stephán niHin! Af því naumur er tíminn og hvorki .Jón Guðmundsson nje Egg- ert l’ricm komnir, þá ætla jeg að skrifa yður, en get ekki skrifað Olafi Briem nje Birni .Tónssyni, nje Jóni á Munkaþverá og ekki Birni Ilalldórssyni, svo jeg verð að biðja yður að segja þeim fregnirnar. Mjer gekk vel ferðin og var 14 daga alls og kom hingað 8. sept- ember. .Teg kom mátulega, því alt var í miklu uppnámi um upphlaup hjá okkur og þesskonar. Jeg setti í blöðin hvað jeg gat, og nú stend- ur í þeim greinir um þetta smásam- an. Nokkuð hefir það sefað og kom ið mönnum í skilning, en samt ekki til hlýtar. •Teg hefi talað við ministrana og eru þeir reíðir okkur fyrir það, að við vildum ekki fallast á þeirra mál. Konung reyndi jeg að tala við, en komst ekki inn, samt veit jeg ekki hvort það var af illu. •Teg fjekk Oddgeiri með brjefi lit- legging af Ávarpi okkar til kon- ungs, því jeg þorði ekki að skila því einn, þegar hinna var yon, og ekki heldur að halda því svo að stjórnin þekti það e^tki. Nú er kom- in sú sleggja á, að Kristján er sett- ur af, og á að vera af því, að hann sje ónýtur pólitímeistari þ. é. bera Jdn Sigurosson Brjef frá Jóni Sigurðssyni til Stepháns Jónssonar alþm., Reistará ekki nógar frjettir. Jén Guðmunds- son á ekkert embætti að fá. Jeg átti að fá sama og fæ kannske, þó það sje ekki afgjört. Sr. Ólafur á Stað, sr. Hannes og sr. Halldór á IJofi áttu að verða settir af, en sluppu þó. Melsted gamli fjekk Dannebrogskrossinn úr silfri, og Þórður Guðmundsson í Árnessýslu kammerráðstitil. Trampe er sagt að fara varlega. Af þessu sjáið þjer, að engu síður en áður ríður á sam- heldni okkar á milli, og stendur það þingmönnum næst, ef þeir eru fastir á sínu máli, að vera í broddi fylkingar, og ekki einungis 1 koma reglu á allan fjelagsskap, heldur að halda hóp sín á milli, og raða niður í sveitunum sem haganlegast. Fundir eru naúðsynlegir, bæði í hjeruðum og á Þingvöllum. Bæn- arskrár þurfa að vera sem almenn- STEPHAN JDNSSDN astar. .Teg vona að við getum gef- ið ykkur bendingar í vor, annars er lofað svari í vetur upp á málið sjálft, því líklega á það að koma fram á ríkisþingi Dana. Allt er nú undir því komið hvernig alþýða á Islandi snýst við, því engir ein- stakir menn geta haldið málum vorum áfram þegar í hart kemur, nema þeir sjeu vissir um aðstoð al- þýðu, hvort sem þeir sjálfir standa eða falla. Annars verður hver mað- ur að láta undan af því hann hefir ekki bolmagn, og ef hann er em- bættismaður getur skeð hann þoli ekki þann missi. Jeg veit yðar ein- lægan vilja og jeg vildi að allir væri eins. Forlátið mjer nú risp þetta. Yðar einlægur elsk. vin. Jón Sigurðsson. (Sjá bls. 2.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.