Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.08.1944, Blaðsíða 6
LESBÓK MORCÍUNBLAÐSINS 358 Magnús Gíslason: Gamlar minningar frá ÞÓ AÐ MJÓIFJÖRÐUR sjc ekki æskusvcit mín, þá leynist í fylgsn- um hugans einhver hlýleiki til þessa fjarðar, líkt og jeg ætti þar æskustöðvar. Jeg dvaldi 8 sumur, og 1 vetur á Asknesi, hjá hinuni þjóðkunna hvalveiðamanni Ilans Ellefsen. Einnig vann jeg nokkrum sinnum að haustlagi hjá Mjófirð- ingum við túnasljettun og fleira. Átti jeg þar mörg spor um brekk- ur og hjalla, þó að jeg væri ekki smali. Jeg ætla nú að rif.ja hjer upp nokkra smákafla frá dvöl minni þar eystra á þessiun árum. Ellefsen hafði þá venju, að láta ráða til sín íslenska verkamenn. Koniu flestir þeirra frá Revkjavík, og voru íslensku vei-kamennirnir því helst Sunnlendingar. Þarna kvntust margir, sem ekki höfðu áður þekst, og urðu ýmsir þeirra vinir og kunningjar upp frá því. Jeg mun ekki í þessari grein lýsa mikið atvinnuháttum þarna, Ætla aðeins að segja nokkra kafla úr rtmstundalífi okkar. Á þessum árum var mikið selt af hval ‘í Reykjavík.» Kom mest af honum frá Asknesi. Það gengu því tóm stundir margra í það, að hugsa um framleiðslu sína á þessu sviði. Út- vega sjer hval, gera við tunnurnar, og flytja þær sjóleið út í Brekku- þorp og koma þeim á afgreiðslu strandferðaskipsins. Þetta stund- uðu að vísu ekki allir, heldur sjer- stakir áhugaménn, en þeir höfðu líka ærið nóg að gera í tómstund um sínum. ★ Einn fjelagi minn á hvalveiða- stöðinni — Guðmundur Magnús- Magnús Gíslason. son — hafði með sjer Flóru ís- lands, og var natinn við að skoða jurtaríkið og reyna að þekkja og ættfæra plöntur, sem hann þekti ekki áður. Enginn gaf sig við þessu annar, nema jeg lítilsháttar með tilstyrk hans. Stundum á sunnu- dögum fórum Við um fjallið hátt og lágt. til að leita að nýjum plönt- um, sem okkur fanst erfitt að glíma við að þekkja og ættfæra. Guð- mundi gekk þó betur en mjer í þessum efnum, því að hann var skarpari að greind og skilningi, og þar að auki lærður af Flensborgar- skólanum.- En þó að jeg kæmist ekki langt í þessu námi, hafði jeg allmikla ánæg.ju af því, og eitt haustið átti jeg dálítið safn af þurkuðum plöntum. ★ Á þessum árum var altaf hald- in þjóðhátíð á Seyðisfirði. Var hún á sunnud'egi í byrjun ágústmánað- ar. Lítinn áhuga held jeg að Mjó- íirðingar hafi haft fyrir þessári Mjóafirði þjóðhátíð, ewda var erfitt hjá þeim með það. Annaðhvort varð að fara sjóleiðis þangað, — en það er löng sjóleið úr Mjóafirði inn að Seyðis- íjarðarkaupstað — eða gangandi yfir fjallið, og var það líka all- erfitt. Það kom stundum dálítil löjigun í suma okkar á hvalveiða- stöðinni til að fara á þessa þjóð- hátíð. Og einu sinni (1908) gerðu nokkrir okkar alvöru úr þessu. Við fengum frí seinni hluta laugar- dagsins. Fengum lánaðan pramma yfir fjörðinn, sem við máttum gevma þar, þar til við kæmum til baka. Við vorum 5 eða 6, sem rjeð- umst til fararinnar. Gengum við vfir Skógaskarð. Það er gengið upp í það frá Skógum, en það er bær ipnantil með firðinum norðanmeg- in. Hinum megin af skarðinu hall- ar niður að Seyðisfjarðarkaupstað. Er þarna um fjögrá stttnda gangur yfir f.jallið milli bygða. Við komum niður í bæinn kl. um 8. Fórum á kaffihús og fengum okkur hress- ingu og skoðuðum okkur svo dá- iítið um á eftir. Húsaskjól um nóttina fengum við á einhverju minniháttar gistihúsi. Þar kostaði gistingin 25 aura á mann. — Svo rann upp þjóðhátíðardagurinn heið ur og fagur, og var þjóðhátíðin víst flestum viðstöddum til mikillar áriægju. Jeg sje þetta nú orðið eins og í draumsýn, en það er þó ætíð fagur draumur. — Klukkan var orðin 10—11 um kvöldið, er við lögðum af stað heimleiðis. Við gengum með Fjarð- ará, upp undir nðsta fossinn, og sniðgengum svo fjallið út á skarð. Var þá tekið að slá þoku á fjöll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.