Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Blaðsíða 1
HUNDRAÐ OG FIMMTÍU ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA ' » VARLA mun það valcla ágrein- ingi meðal Islendinga, þó að Skúli landfógeti Magnússon sje talinn vera eitt hið sjerstæðasta og stór- hrotnasta mikilmenni í sögu vorri bæði að fornu og nýju. — Maður- inn var svo frábær að gáfum, á- ræði framfaraþrá, athafnaþreki og óbilandi viljafestu, að hann var eins og til þess kjörinn, að skipa öndvegissess á hvaða öld eða tíma- bili sögu vorrar, sem hann hefði lifað. Þrátt fyrir nær óskiljanlega ytri örðugleika, tókst honum með að- stoð nokkurra annara ágætismanna, að viðhalda lífskjarki og nokkurum framfarahug í þjökuðum lýð á mesta eymdartímabili sem ]>essi þjóð hefir orðið að þola. — Hann var hinn mikil Móses á dapurlegri eyðimerkurgöngu þjóðarinnar á 18. öld. Átjánda öldin var eins og kunn- ugt er tímabil hinna miklu and- stæðna. — Öld umkomuleysis og örbyrgðar alþýðu manna, öld harð- inda, eldgosa, mannfellis og versl- unaránauðar, svo að minstu mun- aði, að hið harðbýla en tilkorou- mikla land vort yrði lagt í auðn, Eftir S. K og ])au 35—40 þúsund manns, sem eftir hjöniðu, yrðu flutt hreppa- flutningi til Jótlandsheiða. Lýsir Ben. Jónsson Gröndal, á- standinu á þessum tíma í kvæði sínu: Samtal 18. og 19. alda. Lætur hann 18. öldina segja við dóttur sína 19i öldina: . .„Runnið hafa til rif.ja minna raunir margar á vegum bjarga : Sauðapest mjer svall hið næsta, og sóttir bólu, skæðar dróttum; eidúm skutu iðrin foldar, eyddu fjám, og mannkyn deyddi“. En þetta tímabil „myrkravalds og voðans“, átti einnig sínar bjart- ari hliðar, — því sú öld fæddi og ól upp glæsilega sveit hinna ágæt- ustu manna, sem höfðu brennandi áhuga á bættum k.jörum almenn- ings og hverskyns framförum, sem aukið gætu sæmd þjóðarinnar. — Verður ekki farið út í þá sálma að nafngreina þá sjerstaklega nú, en ýmsir þeirra koma óhjákvæmilega nokkuð við efni þessarar ritgerðár. Bregður minningin um marga Steindórs. þeirra ilríki birtu yfir þetta dap- urlega tímabil. Enda lætur Ben. J. Gröndal í áðurnefndu kvæði: 18. öldina segja við þá 19. um þetta ,,..Af þeirra snild hinar eftri aldir þótta: „. .Af þeirra snild hinar eftir aldir allar skulu mig sælar kalla“. En til að staðfesta það, að Grön- dal gamli hefur í þessu efni verið rjettdæmur um samtfð sína, sem ýmsum veittist þó fullerfitt að vera, má geta þess að mjög á sömu lund er dómur flestra nútíma manna. Og Þorv. Thor. * kveður svo fast að orði í íslandslýsingu sinni: ,,ís- land hefir aldrei átt eins marga framúrskarandi dugnaðarmenn eins og á seinni hluta 18 aldar og hugs- uðu þeir allir um viðreisn og fram- farir landsins". En í þeim 'glæsilega flokki gnæf- ir þó hæst Skúli landfógeti Magn- ússon, *og niá hiklaust segja, að hann hafi með óvenju miklu og á- gætu æfistarfi sínu lagt hornstein- inn að menningarlegri og at- vinnulegri framsókn þessarar þjóð ar, og þá um leið að stjórnarfars-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.