Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 1
7. tölublað. ftttvgitiilrlato im Sunnudagur 10. mars 1946 XXI. árg. WoUufNrtmtfJftfcfc / Island og skemtiferðirnar Eftir Skúla Skulason FYRIR Alþingi liggur frumvarp um endurreisn Ferðaskrifstofu rík isins, sem starfaði nokkur ár fyrir stríð. Það er ekki nema rjett og sjálfsagt, að sú stofnun komist á fót aftur ,þó þannig að öðrum ferða stofum sje heimilt að starfa jafní framt. Ferðaskrifstofu ríkisins mun ætlað að reka upplýsinga- og land- kynningarstarfsemi, jafnframt því sem hún greiðir götu erlendia ferðamanna og innlendra. En það er fleira, sem kemur til greina í þessu máli en ferðastofan sjálf. Hún er í rauninni ekki nema aukaatriði, liður í stóru máli, sem enn bíður sinnar framkvæmdar. Þegar verið er að bjóða útlending- um að ferðast á íslandi er þeim í rauninni boðið í óunnið land. enn sem komið er. Við getum boðið «upp á tignarlegt og sjerkennilegt landslag, náttúrufyrirbrigði og sögustaði (sem því miður eru flest ir aðeins nöfn en hafa ekki neinar menjar til síns ágætis). og við get- um boðið upp á veiðivötn og laxár. Alt þetta er grundvöllur — undir- staða undir blómlegu ferðalífi, sem vegur á móti fjarlægð frá öðrum löndum. En landið vantar að heita má algerlega húsnæði til að veita ferða fólki aðbúnað. Jafnvel höfuðborg- ina sjálfa vantar gistihús, svo til- finnanlega að fyrir stríð varð út- lent ferðafólk, sem kom og fór með sama skipi, að gista um borð í skip inu meðan það stóð við í Reykja- vík. Og ekki hefir batnað síðan, því að elsta gistihús Reykjavíkur er brunnið, og annað hefir verið tek- ið til annara þarfa. Líkt er ástand- ið í öðrum kaupstöðum landsins, — það er Akureyri ein, sem hægt er að segja um, að hafi sæmilegan gistihúsakost. Reykjavík vantar nú þegar gisstihús fyrir að minsta kosti 200 manns, þó ekki sje nema til innlendra þarfa, ef ljetta ætti nokkuð á gestanauðinni hjá ein- staklingunum, sem út úr neyð verða að hýsa kunningja á legu- bekkjunum hjá sjer, — oft í þröng- um húsakynnum. Úti um land er eiginlega ekki um nein gistihús að ræða nema á Þingvelli, og er það þó orðið svo gamalt og óhentugt, að það hæfir í rauninni ekki staðnum. Annars- staðar eru það hjeraðsskólarnir, sem eru eina athvarfið og hafa, bætt úr brýnustu þörf og munu gera framvegis, þó að eigi megi gleyma því, að skólahús getur al- drei orðið fullkomið gistihús. Og loks eru það býli einstakra manna, sem frá fornu fari hafa veitt gest- um beina, án þess að hafa sæmi- legt húsnæði eða geta fullnægt þeim kröfum, sem hvarvetna eru gerðar til herbergja, rúma og mat- ar. Það má nefna, að sumir þessir staðir eru óaðfinnanlegir, en meiri hlutinn vitanlega ekki, þar sem heimafólk t. d. verður að ganga úr rúmi fyrir gestum. Og bændur telja það beinlínis leiða kvöð á sjer að taka á móti gestum, ekki síst síðan fólkseklan varð mikil, og víðast hvar annað að snúast á mesta annatíma ársins en stjana kringum gesti. GESTIRNIR gera misjafnar kröf ur og miða þær að jafnaði við buddu sína. Sumir vilja skemta sjer ódýrt en aðrir dýrt, sumir kæra sig lítt um þægindi en aðrir vilja láta dekra við sig. Þetta gild- ir jafnt um útlenda sem innlenda, og í þeim löndum, sem lengi hafa rekið móttöku skemtiferðamanna sem atvinnu, hefir verið stefnt að því að fullnægja kröfum allra. í Sviss og Noregi hafa'menn reist luxushótel handa þeim sem heimta mest: stórar hallir skreyttar lista- verkum, sægur af þjónaliði, alls-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.