Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1946, Blaðsíða 8
116 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÍSLENSKA LISTAKONAN í HOLLYWOOD Frk. Nína Sæmundsson Nína Sœmundsson: Prometheus. — Líkneskið stendur í Westlake Park i Los Angeles. HOLLYWOGD hefir lengi haft mikið aðdráttarafl fyrir lista- menn heims. Þangað hafa menn sótt auðlegð og frægð. Þaðan hafa aðrir flúið slyppir og snauðir, eins og gengur. í mörg ár hefir einn af nafnkend- ustu íslenskum myndlistamönnum verið þar vestra. Frk. Nína Sæ- mundsson. Hún hefir aflað sjer þar fjár og frama. Hún hefir m. a. gert moyndir af mörgum leikara, þeirra er almenningur um víða veröld þekkir úr kvikmyndum. — Eðlilegt að þeim sje umhugað um að royndir þeirra geymist í varan- legra efni en á spólum kvikmynd- anna. Þar hefir m. a. stúlkan úr Nikulásarhúsum, frk. Nína Sæ- mundsson hlaupið undir bagga. Liðin eru 20 ár síðan frk. Nína kom hingað til .lands. Þá var hún hjer einn sumartíma—, 1926. Þá kom hún frá Höfn og hafði með- ferðis myndastyttuna „Móðurást“ sem Reykvíkingar hafa lengi haft fyrir augum í garðinum við Lækj- argötu. Hjeðan fór hún til New York, var þar um tíma. Þá gerði hún myndina á forhlið hins mikla Waldorff Astoria-gistihúss. Þangað hafa margir íslendingar komið. — Þar blasir mynd Nínu við augum er að gistihúsinu kemur. Jcg þekki landann illa ef honum finnst ekki hann sjálfur hafi hækkað um hálf- an þumlung við það, að myndin sem prýðir innganginn er eftir ís- lenska listakonu. Svo langt er umliðið síðan frk. Nína var hjer heima að viðbúið er að yngri lesendurnir viti lítil deili á þessari ísl. listakpnu er unmð hefir lengi hinumegin á hnettin- um. Hún er sem sagt frá Nikulásar- húsum í Fljótshlíð, fædd þar og þar ólst hún upp. Þegar hún var átján ára að aldri veiktist hún al- varlega. Frænka hennar, Helga Guð mundsdóttir að nafni, er búsett var í Höfn, bauð henni til sín þangað, m. a. til þess að hún gæti notið þar lækninga. Er hún hafði náð heilsu þótti rjett að hún notaði tækifærið, úr því hún væri komin til útlanda að læra eitthvað nytsamt, er hún gæti gert sjer að atvinnu. Hun hafði altaf ver ið lagin í höndunum. og tók því það ráð að læra tannsmíði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.