Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1946, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 519 Göng milli tveggja hella að Ægissíðu. gerð hjer, og kent öðrum þá list. En hvað er þá um Papana? Hvern- ig voru húsakynni þeirra meðan þeir dvöldust hjer? Eru ekki einmitt mikl- ar líkur til þess að þeir hafi gert sjer hella til íbúðar, þar sem jafn vel hag- aði til um slíka húsagerð eins og hjer á Suðurlandi, þar sem móhelian er alls staðar? Ari fróði segir, að ísland lxafi verið víði vaxið milli fjalls og fjöru er land- námsmenn komu hiugað. Af því draga sumir þá álvktun að nægilegt bygg- ingarefni hafi verið hægt að fá í skóg- um. En það er t. d. ekki líklegt að stærri skógur hafi verið í Flóanum þá, en nú er í Grímsnesi, og^vita allir að það er ekki raftskógur. Aðrir segja að Papar hafi getað bygt úr rekaviði. Ólíklegt er að þeir hafi haft áhöld til þess að vinna rekavið, og erfitt hefir líka verið með flutninga, því að ekki hafa þeir haft hesta, eins og land- námsmenn. Og þegar þess er gætt að í heimalandi sínu kusu þessir menn að búa í býkúpuhúsum eða hellum, þá munu þeir hafa haft lítinn áhuga fyrir að byggja úr timbri hjer. ÞEGAR leita skal að líkum fyrir því, að einhverjir hellarnir geti verið eftir papa, þá ber fyrst að líta á það hvort hjer sje hellar af sjerstakri gerð, er hafi getað verið viðunandi manna- bústaðir. Þeir hellar ætti að vera vandaðri að frágangi en fjárhdlar. Flestum þeim liellum, sem nú eru í notkun, hafa menn breytt meira og minna svo að uppha'flegi svipurinn er af þeim farinn. En þótt hellum sje ekkert breytt af mannahöndum, þá breytast þeir sjálfkrafa þegar farið er að hýsa fje í þeim. Fjeð ekur sjer upp við veggina og móhelian slitnar svo að skot og skonsur koma inn í vegg- ina. Þessi áníðsla kemur eigi aðeins fram neðst, heldur getur hún komið fram ofarlega í hellisveggjum eftir því hve mrkið tað hefir lilaðist undir fjeð. Má þessa alls staðar sjá merki, og slitið verður ekki lítið á mörgum árum. A heyhelium gcta sjálfsagt líka orð- ið nokkrar breytingar. Þegar hitnar í heyinu vinnur hitagufan á móhellunni svo að úr henni molnar. Rekjur fest- ast í ve|gina og þegar þær eru hreins- aðar burt, mylst um leið úr móheli- unni, og þótl þetta sje lítið í hvert sinn getur slitið orðið mikið á mörg- um áratugum eða öidum. Nú er það vilað að alt frá land- námstíð voru Islendingar mjög kæru- lausir um by^gingu húsa yfir fjenað sinn. Þeir kóstuðu höndunum til siíkra bygginga, hrófuðu þeirn upp í flýti. Það má því ganga út frá því sem gefnu, að þeir hafi ekki heldur vandað sig neitt við gerð þeirra liella, sem þeir ætluðu fyrir kvikfjenað. Sennilega hafa Papar orðið «ið gera hella fyrir sauðfje sitt — þeir hafa eflaust haft sauðfje hjcr ems og í Fær- eyjum — og' gera má ráð fyrir því, að þeir hellar hafi ekki verið jafn vand- aðir og mannabústaðir. Finnist því hellar, sem gerðir eru af vandvirkni og „stíl“, hefir maður ástæðu til að ætla, að þeir hafi ekki verið gerðTr fyrir sauðfje, hross eða nautpening.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.