Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						LESBÓK MORGUNBLADSINS
þýskum borgum hafa unglingar, sem
nefna sig ..Edehveiss-Piraten", gert
ýmsan óskunda að undanförnu. Ann-
að hvort hafa þeir ekkert samband
við hinn pólitíska Edehveiss-fjelags-
skap, eða þeir eru grímuklæddur angi
af honum, og notaðir sem skálka-
skjól. Kunnugt er, að Edehveiss-fje-
lagskapurinn hafði starfað nokkuð í
tíð Hitlers. Þóttist hann þá vera and-
nasistiskur, en er ramur þjóðernis-
stefnuflokkur. Ilonimi hefir vaxið.
mjög ásmegin að iiiidaní'örnti og það
má vel vera að hin nýa Vehme cnd-
urfæðist þar.
Þúsundir harðsvíraðra nasista leika
enn lausum hala. sjerstaklega í fjöll-
unum í Bayern. Eftir 8 inánaða harð-
vítugtistu mannaveiðar, sem sagan
getur um, viðurkendi amerískur liðs-
foringi það opinberlega í Bad Toels,
að ekki hefði náðst í nema 10% af
SS-liðsforingjum. Fjöldinn allur af
þeim, sem enn eru í felum, mun sjálf-
sagt skipa sjcr undir merki Vehme, ¦
þegar þar að kemur.
Það er einnig kunnugt að eigi hefir
fundist nema lítill hluti af þeim vopn-
um, sem nasistar földu. þegar þeir
sáu ósigur nálgast. Og þrátt fyrir
alla aðgæslu hefir hvað eftir annað
verið stolið miklu af, hergagnahirgð-
um Bandaríkjamanna. En þetta er
þó ekki nægur vopnabúnaður til þess
að hægt sje að hefja allsherjar upp-
reist. Handa Vehme er hann nægi-
legur.
Miljónir Þjóðverja trúa á Vehme,
sumir óttast hana, aðrir setja alla
von sína á hana. Þegar háskólinn í
Göttingen, sem er á hernámssvæði
Breta. var opnaður aftur fyrir fáum
mánuðum, þá kölluðu stúdentarnir í
kór fram í ræðu rektors: .,Það er
kominn tími til þess að ný Vehme
rísi upp í Þýskalandi".
SÍÐAN þetta gerðist hafa allir at-
burðir stefnt í þá átt, að ný vargöld
sje í aðsigi. Þýskir embættismenn
hafa  fengið  nafnlíius brjef, bæði  í
pósti og öðru vísi, þar sem þeir eru
varaðir við að hafa samvinnu víð
„óvinina", og skorað á þá að slíta
henni áður en það sje um seinan.
Ritstjórar hinna leyfðu blaða hafa
fettgið óteljandi hótanir og sumir hafa
vérið drepnir. Hvíslingar fara um alt
landið um það að Vehme muni rísa
upp þegar Vesturveldin og Rússar
sje orðin ósátt.
Vehme er ekki neitt hugfóstur.
Grafir þeirra Erzbergers, Rathenau.
Kurt Eisners og fjölda margra ann-
ara, eru til vitnis um það. Og nú cr
hún á leiðinni.
v v v v =w
Hrossakjötsát
Ari fróði segir svo frá Kristnitök-
unni á Islandi:
Þá var það mælt í lögum, að allir
menn skyldu kristnir vera og skírn
taka, þeir er áður voru óskírðir á landi
hjer, en um barna útburð skyldu
standa hin fornu lög og um hrossa-
kjötsát .... En síðar fám vetrum var
sú heiðni af numin sem önnur.
Hrossakjötsát var hinn bezti veizlu-
kostur, sem fornmenn gátu hugsað
sjer, og því var það haft á borðum í
stærstu og virðulegustu veislum
þeirra, blótveislunum.
En upp frá því er kristni kom og
„heiðnin var afnumin", máttu Islend-
ingar ekki bragða hrossakjöt, þótt líf
þeirra lægi við. Varð sú firra svo mikil
að börnum var þegar í æsku innprent-
aður viðbjóður á hrossakjöti, og þeir,
sem gerðu sig seka um hrossakjötsát
í lífsnauðsýn, þóttu hvergi í húsum
hæfir og andstyggð guðs og manna.
Helst bábylja þessi fram um seinustu
aldamót, og er máske ekki laust við að
eitthvað eimi eftir af henni sums
staðar enn í dag.
Það er nú  máske ekki undarlegt
þótt sauðsvartur almúginn, sem beitt-
ur  var  hinni  herfilegustu  skoðana-
(kúgun fram eftir öllum öldum, heldi
fast við þessa firru. Hitt er merkilegra,
að hámenutaðir menn skyldu ala á
þessu. En hjer er eitt dænii um það:
Ólafur Stefánsson, stiptamaður
(1731—1812), ritaði um hesta í Lær-
dómslista Fjelagsritin 1787 fróðlega
grein. Þar segir svo:
Það er óefað, að fyrir kristniboðið
var hrossum blótað, og þau etin hjer
á landi, eins og í fleirum Iöndum, er
eigi höfðu tekið við krislni, og þóttu
hrossin þá eigi lítið búsílag. Egill á
Borg brá Hermundi á Gilsbakka um
það: að þar hefðu dáið 30 hross úr
hor um veturinn. og hefðu öll ctin
vcrið. Fleiri dæmi má finna, er sýna
hungiir og skort í landinu á hintim
fyrri tímum, þótt hrossakjöt hafi ei
verið lítill viðauki annara matvæla
vorra gömlu landsmanna. Kalmukar
og Tartarar eta hestakjöt ennú á vor-
um dögum og álíta það fyrir hina
bestu fæðu, hvorki kræsa þeir það né
krydda, heldur eta ósoðið á þann liátt:
að þá þeir eiga ferð fyrir höndum,
leggja þeir stykki af hráu hestakjöti
undir hnakk sinn, ríða síðan langa
vegu, og eta smásaman af þesu hráa
og hálfvolgu nesti. Jafnvle sjálfir
Kínabúar eta nú hrossakjöt, sem hafa
ung og feit folöld í stórveislur sínar.
Kaplamjólk drekka þeir í stað víns,
þeir gera af henni ost, en brenna
brennivín úr mysunni. I Atistur-lönd-
um eða kóngar hestakjöt, drekka
kaplamjólk, og bjóða stórhcrrnim til
gesta uppá hvort tveggja.
Þessi og þvílík heiðingjanna dæmi,
vilja nokkrir á vorum tíðtim láta
rjettlæta hrossakjötsát á fslandi, en
engi þanki er viðbjóðslegri en þessi,
að ekki tali um verkið sjálft. Skyldu
mann þá og svo eta orma og pöddur,
af því að þaer eru fæða þeirra er búa
í Ameríku? í hverju áliti mundu land-
ar vorir vera, ef þeir einir af öllum
kristnum í norðurálfunni leggðust í
hrossakjötsát. Það á því hjer eftir,
sem hingað til, að vera harðlega bann
að sem viðurstyggð, nema þá óum-
flýjanlegt lífstjón liggur við.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12